Púðarnir ekki á réttum stöðum

Stefán Agnar Finnsson, yfirverkfræðingur hjá umhverfis- og tæknisviði Reykjavíkurborgar, segir að notkun svokallaðra „púða“ eða hraðahindrana sem eru hannaðar til að hlífa hjólabúnaði strætisvagna séu stundum viðbrögð við sérstökum aðstæðum. Í því samhengi nefnir hann púðana sem settir voru við Ánanaust. „Þar var verið að bregðast við hegðun ökumanna sem óku of hratt og reykspóluðu í götunni. Því var gripið til þessa ráðs,“ segir Stefán. 

Sömu sögu er að segja á Nauthólsvegi þar sem foreldrar barna í leikskóla Hjallastefnunnar höfðu kvartað yfir hraða umferðarinnar í grennd við skólann. Því var púðunum komið fyrir í götum þar sem hámarkshraðinn er 50 km/klst. Púðarnir eru þó gerðir til að hægja hraða bíla niður í um 15-20 km/klst.

Almennt er miðað við að hraðahindranir eigi að hægja á umferð um 10 km/klst. og því ætti hraðahindrun sem er í götu þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. að hægja umferðina niður í 40 km/klst. Fari bílar á þeim hraða yfir púðana verður höggið þó of þungt auk þess sem álagið á fjöðrunina er ójafnt. Stefán viðurkennir að hægt sé að gagnrýna þá ákvörðun að koma púðunum fyrir þarna en segir að ákvörðunin um að setja púðana niður við Ánanaust hafi verið tekin með stóru bílana sem aka um svæðið í huga.

Í kjölfar þess að mbl.is fjallaði um púðana fyrst bárust ábendingar um að hjóla- og fjöðrunarbúnaður bíla ætti það til að skemmast við að keyra yfir þá. Í gagnagrunni Samgöngustofu sem byggir á skoðunarskýrslum bifreiða eru vísbendingar um að slit á hjóla- og fjöðrun­ar­búnaði hafi auk­ist frá ár­inu 2010. Enn frem­ur seg­ir að hönn­un púðanna geti verið áhrifaþátt­ur­ í því sam­hengi þar sem þeir „gefi ekki jafna fjöðrun í öku­tækj­um“. Þó er tekið fram að aðrar ástæður geti haft áhrif. 

Í myndskeiðinu sem fylgir má sjá hvernig ökumenn grípa oft til þess ráðs að sveigja á milli púðanna í götunni enda er aksturshraði þeirra of mikill miðað við höggið sem er væntanlegt frá púðunum. Stefán segir að það sé þó ekki markmið hönnunarinnar að hægt sé að sveigja á milli þeirra.

Í svari Samgöngustofu við fyrirspurn mbl.is um þetta atriði segir að púðarnir beinlínis „skapi hættu og hafi lítinn tilgang“. Stefán segist hafa skoðað tölur um óhöpp í kringum púðana við Ánanaust og segir að ekki sé hægt að merkja aukningu á tíðni þeirra frá því að púðunum var komið fyrir. Hann bendir einnig á að púðarnir séu ekki séríslensk lausn eins fram hafði komið í fyrri fréttum mbl.is, því þeir séu gerðir að sænskri fyrirmynd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Grænt ljós á háhýsi gegn mótmælum íbúa

05:30 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti breytt deiliskipulag lóðarinnar Borgartún 24 í gær. Mun þar hefjast uppbygging 65 íbúða sunnan við Höfða gegn mótmælum íbúa á svæðinu. Meira »

Fylgstu með lægðinni

Í gær, 23:38 Veðurstofan varar við suðaustan illviðri á höfuðborgarsvæðinu á milli klukkan 7 og 11 í fyrramálið. Á Suðurlandi er spáð suðaustan stormi eða roki, 20 til 28 metrum á sekúndu með vindhviðum yfir 40 metrum á sekúndu, einkum við fjöll. Meira »

Listi X-D sagður tilbúinn

Í gær, 22:45 Marta Guðjónsdóttir verður eini sitjandi borgarfulltrúinn á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Reiðmaður féll af baki

Í gær, 22:21 Tilkynnt var um reiðmann sem féll af baki við Kaldárselsveg laust fyrir klukkan 16 í dag.  Meira »

Aðgerðastjórn virkjuð í fyrramálið

Í gær, 21:54 Aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, björgunarsveita og lögreglunnar verður virkjuð klukkan sex í fyrramálið vegna óveðursins sem þá er spáð. Meira »

Stórhættulegur framúrakstur

Í gær, 20:58 „Fólk er oft óþolinmótt að taka fram úr manni en þetta er langversta tilfellið sem ég hef séð,“ segir Guðmundur Kjartansson.  Meira »

Óskar eftir aðstoð vegna barnaníðinga

Í gær, 20:17 Evrópulögreglan (Europol) hefur beðið almenning um að skoða myndir sem eru á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að hlutir eða staðir á myndunum geti leitt yfirvöld á sporið í málum er varðar alvarleg brot gagnvart börnum. Meira »

Björgunarsveitir tilbúnar klukkan 6

Í gær, 20:30 Níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með hópa í húsi í viðbragðsstöðu klukkan 6 í fyrramálið vegna óveðursins sem hefur verið spáð. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

Í gær, 19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

Í gær, 19:37 Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga. Meira »

Ásakanirnar komu Kára á óvart

Í gær, 19:00 Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka. Meira »

„Það er voða góður andi í þessum kór“

Í gær, 18:30 Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Meira »

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið

Í gær, 17:02 „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

Í gær, 16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

Í gær, 16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

Í gær, 16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

Í gær, 16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

Í gær, 15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...