Tólf flokkar hyggja á framboð

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Allir átta flokkarnir sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík fyrir fjórum árum stefna á framboð í vor. Útlit er fyrir að fjórir flokkar geti bæst í hópinn; Miðflokkurinn, Viðreisn, Sósíalistaflokkur Íslands og Flokkur fólksins.

Verði sú raunin munu borgarbúar geta valið milli tólf framboða – fleiri en nokkru sinni fyrr. Forsvarsmenn þessara flokka staðfestu við Morgunblaðið að unnið væri að framboði en flokkarnir eru komnir mislangt á veg í undirbúningi.

Fyrirséð er að fjölgun borgarfulltrúa og þessi fjöldi framboða muni hafa áhrif á það hversu mörg atkvæði þarf til að koma inn manni. Þorkell Helgason stærðfræðingur segir að hægt sé að ganga út frá því sem vísu að 4,2% atkvæða tryggi lista sæti í borgarstjórn. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert