Heitirðu Guðna Rokk eða Brimþór Hörgdal?

Íslensk mannanöfn eru mörg.
Íslensk mannanöfn eru mörg. mbl.is/Hari

Nafnið Andrej hlaut ekki náð fyrir mannanafnanefnd en nefndin kvað upp níu úrskurði í desember. Þetta er eina nafnið sem var hafnað í þessum níu úrskurðum. Ritháttur nafnsins  Andrej telst ekki samræmast við almennum ritreglum íslensks máls þar sem tvíhljóðið ei/ey er ekki ritað ej í íslensku. Þetta segir í rökstuðningi í úrskurðinum.  

Þau eiginnöfn sem voru samþykkt eru: Geimar, Ljóney, Íselín, Brimþór og Guðna. Þessi nöfn falla öll að íslenska beygingakerfinu. 

Tvö millinöfn voru samþykkt og það eru: Rokk og Hörgdal.   

Í rökstuðningi með báðum millinöfnunum segir: „Millinafnið Hörgdal er dregið af íslenskum orðstofni, hefur ekki nefnifallsendingu og hefur hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn kvenna né sem eiginnafn karla. Nafnið er ekki heldur ættarnafn.“

Í vikunni var lagt fram nýtt frumvarp um mannanöfn. Verði það samþykkt verður meðal annars mannanafnanefnd lögð niður.   

mbl.is