Kemur til landsins á laugardag

Sunna ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Malaga.
Sunna ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Malaga. Ljósmynd/Facebook

„Þjóðin framkvæmdi kraftaverk og þessi hjálpsemi lýsir þjóðinni vel,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, fjölskylduvinur Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem slasaðist alvarlega á Malaga á Spáni í síðustu viku. Sunna verður flutt til Íslands með sjúkraflugi á laugardag.

Sjúkraflugið heim kostar rúmar fimm milljónir króna en söfnun vegna þess gengur vel en eins og áður sagði er Jón gríðarlega ánægður með viðbrögð við söfnuninni. 

Sunna flutti nýverið til Malaga ásamt eiginmanni sínum og dóttir en slysið varð með þeim hætti að hún féll á milli hæða í húsinu og er þríhryggbrotin.

Ástæða þess að við erum að fljúga henni heim strax er sú að upplýsingar á spítalanum úti liggja ekki fyrir. Þeir vita að hún er hryggbrotin en það er engin meðferð. Það er ekkert að gerast, hún liggur bara þarna. Hver einasta mínúta skiptir máli og það skiptir máli að koma henni undir hendur sérfræðinga,“ segir Jón en Sunna er lömuð upp að brjóstkassa.

Hann segir að ákveðnir samskiptaörðugleikar ríki og fáir tali ensku á spítalanum úti. „Þau hafa hitt lækni einu sinni og við það er ekki unað.

Söfn­un­ar­reikn­ing­ur Sunnu er: 0535-05-400493 kt. 060687-3239.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert