Sérstök kjaradeila í fluggeiranum

Farþegaþota Primera Air á Reykjavíkurflugvelli.
Farþegaþota Primera Air á Reykjavíkurflugvelli.

Í vinnudeilu Flugfreyjufélags Íslands gegn Primera Air er ekki aðeins karpað um kaup og kjör, heldur einnig um rétt stéttarfélags á Íslandi til að hafa áhrif rekstur á flugfélags sem skráð er í öðru landi, í eigu móðurfélags sem einnig er skráð í öðru landi. Primera Air Nordic SIA hefur verið skráð í Riga í Lettlandi síðan árið 2014 og er móðurfélagið, Primera Travel Group, skráð í Danmörku.

Málið snýst um kaup og kjör starfsmanna Primera Air, en flugfélagið hefur ekki viljað gera kjarasamning við Flugfreyjufélagið og greiðir því ekki samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Flestir flugliðar hjá félaginu eru erlendir ríkisborgarar.

Primera Air Nordic flýgur nær daglega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll með sólþyrsta farþega á leið til Tenerife, Alicante, Mallorca og fleiri áfangastaða sunnar í álfunni í vor, sumar og fram á haust, en einnig á milli annarra ríkja í Evrópu. Fyrir félagsdómi sl. haust kom fram að meðallaun nýliða væru hátt í tvöfalt á við nýliða hjá Primera Air.

Deilan hefur staðið yfir með beinum hætti í hartnær ár, eða frá því að Flugfreyjufélagið samþykkti einróma að boða vinnustöðvun um borð í vélum flugfélagsins í maí á síðasta ári. Í kjölfarið stefndi Primera Flugfreyjufélaginu og krafðist þess að verkfallsboðunin yrði úrskurðuð ólögmæt. Sagðist Andri Már Ingólfsson, eigandi Primera Travel Group, þá ekki átta sig á því hverjir ætluðu í verkfall, þar sem Flugfreyjufélagið hefur aðeins samninga við þrjú flugfélög; WOW air, Icelandair og Air Iceland Connect.

„Þetta er eins og ég myndi boða verkfall í álverinu. Það er enginn starfsmaður í álverinu sem tengist mér eða fyrirtæki mínu og þar hef ég enga lögsögu,“ sagði Andri í samtali við Morgunblaðið síðasta sumar.

Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Primera Travel Group.
Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Primera Travel Group. mbl.is/Golli

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir mjög brýnt að niðurstaða fáist um hvort fyrirtækið sé á íslenskum vinnumarkaði eða ekki. „Á meðan ágreiningurinn er uppi gengur illa að ná samningi eða leysa deiluna,“ segir Bryndís. Hún segir að hliðstæð kjaradeila hafi ekki komið upp síðan hún tók við embættinu um mitt ár 2015.

Næsti fundur í deilunni er 7. febrúar næstkomandi en fulltrúar Primera Air hafa hingað til ekki mætt á boðaða fundi í deilunni þar sem þeir telja sig ekki eiga að semja um kjör við flugliða hér á landi.

Dvelja á Íslandi í sex til átta vikur í senn

Alþýðusamband Íslands hefur staðið með Flugfreyjusambandinu í baráttunni og lengi kallað að aðkomu stjórnvalda að málinu þar sem flugfélagið hafi ekki virt réttindi flugliða félagsins að mati samtakanna. Í greinargerð sem Magnús Norðdahl, yfirlögfræðingur ASÍ, lagði fyrir félagsdóm fyrir hönd Flugfreyjufélagsins kom m.a. fram að Primera Air hefði starfsstöð hér á landi, og hér giltu íslensk lög og réttarreglur.

Í grein­ar­gerðinni kem­ur fram að á þeim tíma sem flugliðar Pri­mera Air dvelj­ist hér á landi, sex til átta vik­ur í senn, þá hefj­ist vinna og endi á Íslandi. Verk­stjórn og allt skipu­lag vakta og vinnu miði að því að svo sé. Hér á landi hafi flugliðarn­ir hús­næði á veg­um Pri­mera Air, þar sem þeir taki út hvíld og njóti frí­stunda.

Kom enn fremur fram í greinargerðinni að meðallaun nýliða hjá íslensku flugfélögunum væru á bilinu 405 til 413 þúsund krónur á mánuði en aðeins 216 þúsund krónur í heildarlaun hjá Primera Air, sem verktakalaun.

Vinnumálastofnun ekki talið ástæðu til að aðhafast

Félagsdómur féllst á rök Primera Air í málinu um að verkfallið hefði verið boðað með ólögmætum hætti, en tveir af fimm dómurum félagsdóms skiluðu sératkvæði um að þeir töldu að formsatriði boðunar hefði verið uppfyllt en tóku að öðru leyti ekki afstöðu í málinu.

Í gær tilkynnti Flugfreyjufélagið um að boðað yrði til verkfalls á háannatíma hjá Primera Air, þar sem var sérstaklega tilgreint að tímasetningin yrði valin þannig að hún kæmi til með að valda fyrirtækinu sem mestum vandræðum. Ákvörðunin var tekin á fundi stjórnar og trúnaðarráðs sem mun undirbúa verkfallið áður en tillaga um vinnustöðvun verður borin undir félagsmenn.

„Við njótum stuðnings aðildarfélaga ASÍ á Suðurnesjum, Norræna og evrópska flutningamannasambandsins,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður FFÍ, í samtali við mbl.is. „Við erum að standa vörð um okkar starfsstétt og þau lágmarkskjör sem gilda um hana.“

Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Ljósmynd/Af heimasíðu Flugfreyjufélagsins

Spurð hvort íslenskir flugliðar séu hugsanlega að verja sig fyrir ófyrirséðum flutningum íslensku flugfélaganna í framtíðinni segir Berglind svo einnig vera. „Það er verkefni stéttarfélagsins að standa vörð um kaup og kjör og vernda starfsstéttina,“ segir hún.

Berglind segir nákvæma tímasetningu eða framkvæmd verkfallsins ekki liggja fyrir, en tíminn framundan verður nýttur til að þrýsta á stjórnvöld til að aðhafast í málinu, segir hún. Þar vísar hún meðal annars til Vinnumálastofnunar, en stofnunin hefur skoðað málefni Primera Air Nordic reglulega frá árinu 2015.

Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir í samtali við mbl.is að stofnunin hafi enn á ný erindi frá ASÍ vegna Primera Air. Hún vildi þó ekki tjá sig um hvort eitthvað nýtt hefði komið fram í málinu sem kynni að hafa áhrif á afstöðu stofnunarinnar, en segir að hingað til hafi VMST ekkert aðhafst vegna ónógra gagna, þ.e. komist að þeirri niðurstöðu að starfsemin falli ekki undir lög um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og kjör starfsmanna þeirra, og ekki heldur undir lög um starfsmannaleigur.

„Þegar við höfum tekið afstöðu í þessu höfum við sagt að svo stöddu, við höfum aldrei lokað þessu máli. Hingað til höfum við ekki haft næg gögn til að aðhafst í málinu,“ segir Unnur.

Sambandið er opið öllum

Meðal þess sem Primera Air hefur bent á í málinu er að félagsmenn Primera Air séu ekki í Flugfreyjusambandi Íslands. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir í samtali við mbl.is að Flugfreyjusambandið sé opið öllum flugliðum á Íslandi og félagatalið innihaldi viðkvæmar upplýsingar svo Flugfreyjusambandinu sé ekki unnt að gefa upp hvort starfsmenn Primera séu aðilar að sambandinu.

Spurður hvort þessi deila eigi sér fordæmi nefnir hann deilur Ryanair við dönsk systursamtök Flugfreyjusambandsins. „Danska regluverkið er fyrirmynd að því íslenska og þar var kristaltært að verkfallsboðun þarf ekki að vera bundin við félagsaðild,“ segir Halldór.

Halldór Oddsson, lögmaður hjá ASÍ.
Halldór Oddsson, lögmaður hjá ASÍ. mbl.is/Golli

Spurður hvernig framkvæmd verkfallsins verði segir Halldór það eiga eftir að koma í ljós. „Í tilfellinu með Ryanair lá fyrir stuðningsyfirlýsing annarra félaga sem ætluðu að stöðva afgreiðslu til vélanna. Þegar skollið er á löglegt verkfall er öðrum félögum heimilt að grípa til stuðningsaðgerða,“ segir hann og má því úr því lesa í ljósi stuðnings við Flugfreyjufélag Íslands að verkfallið gæti verið bundið við þau félög sem lýst hafa yfir stuðningi við verkfallsaðgerðir FFÍ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tengivagn hafnaði á hliðinni

12:17 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út á tólfta tímanum vegna flutningsbíls sem lenti í vanda í svokallaðri Ullarnesbrekku á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór tengivagn, sem flutningabíllinn var með í eftirdragi, á hliðina. Meira »

Hvenær æfum við íþróttir of mikið?

11:53 „Margar rannsóknir sýna að íþróttaiðkun hafi jákvæð áhrif á námsárangur en ég velti fyrir mér hvort það séu einhver hámörk, það er að segja hvort of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð áhrif á námsárangur,“ segir Bjarni Rúnar Lárusson sem skoðaði þessa þætti í meistararitgerð sinni í menntunarfræði. Meira »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Garðar Kári er kokkur ársins

07:17 Garðar Kári Garðarsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu í gær og háðu keppendur harða baráttu um titilinn eftirsótta. Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Geir Kristinsson í því þriðja. Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Hjálmar leiðir lista sjálfstæðismanna í Grindavík

07:05 Hjálmar Hallgrímsson, sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, mun áfram leiða flokkinn fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en prófkjör fór fram hjá flokknum í gær. Sjö voru í framboði og 208 tóku þátt í kjörinu. Meira »

Frumkvöðlar í sviðsljósinu

Í gær, 20:34 Nemendur og kennarar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti taka árlega þátt í fjölmörgum mismunandi verkefnum erlendis og næstu vikur og mánuði fara um 70 nemendur í námsheimsóknir, nemendaskiptaferðir og starfsþjálfun á erlendri grundu, að sögn Ágústu Unnar Gunnarsdóttur, kynningarstjóra og alþjóðafulltrúa FB. Meira »

Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað

Í gær, 20:05 Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað í augnablikinu svo að sími 1777 er óvirkur. Unnið er að viðgerð.  Meira »

Vann sjö milljónir í lottó

Í gær, 19:44 Einn miðahafi var með allar tölur réttar þegar dregið var út í lottó í kvöld. Sá heppni hlýtur rúmlega 7 milljónir í vinning. Meira »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

Í gær, 19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

Í gær, 18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

Í gær, 19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

Í gær, 18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

Í gær, 17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »
215/75X16
Til sölu 2st Contenental dekk notuð 215/75x16 undan Ford Transit húsbíl sterk ...
EAE EVERET Skæralyftur í bílskúrinn
Erum að fá þessar niðufellanlegu bílalyftur, mjög hentugar í bílskúrinn og víða...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...