Sérstök kjaradeila í fluggeiranum

Farþegaþota Primera Air á Reykjavíkurflugvelli.
Farþegaþota Primera Air á Reykjavíkurflugvelli.

Í vinnudeilu Flugfreyjufélags Íslands gegn Primera Air er ekki aðeins karpað um kaup og kjör, heldur einnig um rétt stéttarfélags á Íslandi til að hafa áhrif rekstur á flugfélags sem skráð er í öðru landi, í eigu móðurfélags sem einnig er skráð í öðru landi. Primera Air Nordic SIA hefur verið skráð í Riga í Lettlandi síðan árið 2014 og er móðurfélagið, Primera Travel Group, skráð í Danmörku.

Málið snýst um kaup og kjör starfsmanna Primera Air, en flugfélagið hefur ekki viljað gera kjarasamning við Flugfreyjufélagið og greiðir því ekki samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Flestir flugliðar hjá félaginu eru erlendir ríkisborgarar.

Primera Air Nordic flýgur nær daglega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll með sólþyrsta farþega á leið til Tenerife, Alicante, Mallorca og fleiri áfangastaða sunnar í álfunni í vor, sumar og fram á haust, en einnig á milli annarra ríkja í Evrópu. Fyrir félagsdómi sl. haust kom fram að meðallaun nýliða væru hátt í tvöfalt á við nýliða hjá Primera Air.

Deilan hefur staðið yfir með beinum hætti í hartnær ár, eða frá því að Flugfreyjufélagið samþykkti einróma að boða vinnustöðvun um borð í vélum flugfélagsins í maí á síðasta ári. Í kjölfarið stefndi Primera Flugfreyjufélaginu og krafðist þess að verkfallsboðunin yrði úrskurðuð ólögmæt. Sagðist Andri Már Ingólfsson, eigandi Primera Travel Group, þá ekki átta sig á því hverjir ætluðu í verkfall, þar sem Flugfreyjufélagið hefur aðeins samninga við þrjú flugfélög; WOW air, Icelandair og Air Iceland Connect.

„Þetta er eins og ég myndi boða verkfall í álverinu. Það er enginn starfsmaður í álverinu sem tengist mér eða fyrirtæki mínu og þar hef ég enga lögsögu,“ sagði Andri í samtali við Morgunblaðið síðasta sumar.

Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Primera Travel Group.
Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Primera Travel Group. mbl.is/Golli

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir mjög brýnt að niðurstaða fáist um hvort fyrirtækið sé á íslenskum vinnumarkaði eða ekki. „Á meðan ágreiningurinn er uppi gengur illa að ná samningi eða leysa deiluna,“ segir Bryndís. Hún segir að hliðstæð kjaradeila hafi ekki komið upp síðan hún tók við embættinu um mitt ár 2015.

Næsti fundur í deilunni er 7. febrúar næstkomandi en fulltrúar Primera Air hafa hingað til ekki mætt á boðaða fundi í deilunni þar sem þeir telja sig ekki eiga að semja um kjör við flugliða hér á landi.

Dvelja á Íslandi í sex til átta vikur í senn

Alþýðusamband Íslands hefur staðið með Flugfreyjusambandinu í baráttunni og lengi kallað að aðkomu stjórnvalda að málinu þar sem flugfélagið hafi ekki virt réttindi flugliða félagsins að mati samtakanna. Í greinargerð sem Magnús Norðdahl, yfirlögfræðingur ASÍ, lagði fyrir félagsdóm fyrir hönd Flugfreyjufélagsins kom m.a. fram að Primera Air hefði starfsstöð hér á landi, og hér giltu íslensk lög og réttarreglur.

Í grein­ar­gerðinni kem­ur fram að á þeim tíma sem flugliðar Pri­mera Air dvelj­ist hér á landi, sex til átta vik­ur í senn, þá hefj­ist vinna og endi á Íslandi. Verk­stjórn og allt skipu­lag vakta og vinnu miði að því að svo sé. Hér á landi hafi flugliðarn­ir hús­næði á veg­um Pri­mera Air, þar sem þeir taki út hvíld og njóti frí­stunda.

Kom enn fremur fram í greinargerðinni að meðallaun nýliða hjá íslensku flugfélögunum væru á bilinu 405 til 413 þúsund krónur á mánuði en aðeins 216 þúsund krónur í heildarlaun hjá Primera Air, sem verktakalaun.

Vinnumálastofnun ekki talið ástæðu til að aðhafast

Félagsdómur féllst á rök Primera Air í málinu um að verkfallið hefði verið boðað með ólögmætum hætti, en tveir af fimm dómurum félagsdóms skiluðu sératkvæði um að þeir töldu að formsatriði boðunar hefði verið uppfyllt en tóku að öðru leyti ekki afstöðu í málinu.

Í gær tilkynnti Flugfreyjufélagið um að boðað yrði til verkfalls á háannatíma hjá Primera Air, þar sem var sérstaklega tilgreint að tímasetningin yrði valin þannig að hún kæmi til með að valda fyrirtækinu sem mestum vandræðum. Ákvörðunin var tekin á fundi stjórnar og trúnaðarráðs sem mun undirbúa verkfallið áður en tillaga um vinnustöðvun verður borin undir félagsmenn.

„Við njótum stuðnings aðildarfélaga ASÍ á Suðurnesjum, Norræna og evrópska flutningamannasambandsins,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður FFÍ, í samtali við mbl.is. „Við erum að standa vörð um okkar starfsstétt og þau lágmarkskjör sem gilda um hana.“

Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Ljósmynd/Af heimasíðu Flugfreyjufélagsins

Spurð hvort íslenskir flugliðar séu hugsanlega að verja sig fyrir ófyrirséðum flutningum íslensku flugfélaganna í framtíðinni segir Berglind svo einnig vera. „Það er verkefni stéttarfélagsins að standa vörð um kaup og kjör og vernda starfsstéttina,“ segir hún.

Berglind segir nákvæma tímasetningu eða framkvæmd verkfallsins ekki liggja fyrir, en tíminn framundan verður nýttur til að þrýsta á stjórnvöld til að aðhafast í málinu, segir hún. Þar vísar hún meðal annars til Vinnumálastofnunar, en stofnunin hefur skoðað málefni Primera Air Nordic reglulega frá árinu 2015.

Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir í samtali við mbl.is að stofnunin hafi enn á ný erindi frá ASÍ vegna Primera Air. Hún vildi þó ekki tjá sig um hvort eitthvað nýtt hefði komið fram í málinu sem kynni að hafa áhrif á afstöðu stofnunarinnar, en segir að hingað til hafi VMST ekkert aðhafst vegna ónógra gagna, þ.e. komist að þeirri niðurstöðu að starfsemin falli ekki undir lög um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og kjör starfsmanna þeirra, og ekki heldur undir lög um starfsmannaleigur.

„Þegar við höfum tekið afstöðu í þessu höfum við sagt að svo stöddu, við höfum aldrei lokað þessu máli. Hingað til höfum við ekki haft næg gögn til að aðhafst í málinu,“ segir Unnur.

Sambandið er opið öllum

Meðal þess sem Primera Air hefur bent á í málinu er að félagsmenn Primera Air séu ekki í Flugfreyjusambandi Íslands. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir í samtali við mbl.is að Flugfreyjusambandið sé opið öllum flugliðum á Íslandi og félagatalið innihaldi viðkvæmar upplýsingar svo Flugfreyjusambandinu sé ekki unnt að gefa upp hvort starfsmenn Primera séu aðilar að sambandinu.

Spurður hvort þessi deila eigi sér fordæmi nefnir hann deilur Ryanair við dönsk systursamtök Flugfreyjusambandsins. „Danska regluverkið er fyrirmynd að því íslenska og þar var kristaltært að verkfallsboðun þarf ekki að vera bundin við félagsaðild,“ segir Halldór.

Halldór Oddsson, lögmaður hjá ASÍ.
Halldór Oddsson, lögmaður hjá ASÍ. mbl.is/Golli

Spurður hvernig framkvæmd verkfallsins verði segir Halldór það eiga eftir að koma í ljós. „Í tilfellinu með Ryanair lá fyrir stuðningsyfirlýsing annarra félaga sem ætluðu að stöðva afgreiðslu til vélanna. Þegar skollið er á löglegt verkfall er öðrum félögum heimilt að grípa til stuðningsaðgerða,“ segir hann og má því úr því lesa í ljósi stuðnings við Flugfreyjufélag Íslands að verkfallið gæti verið bundið við þau félög sem lýst hafa yfir stuðningi við verkfallsaðgerðir FFÍ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fylgjast með fótspori ferðamannsins

Í gær, 22:00 Í ágúst árið 2010 voru um 30.000 ferðamenn staddir á Íslandi samstundis. Á sama tíma árið 2017 voru þeir orðnir 90.000. Út er komin ný skýrsla um vísa til þess að meta fótspor ferðamanna hér á landi. Meira »

Sara Nassim tilnefnd til Grammy-verðlauna

Í gær, 21:45 Þrítug íslensk kona, Sara Nassim Valadbeygi, er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna sem framleiðandi tónlistarmyndbands söngkonunnar Tierra Whack, Mumbo Jumbo. Fjögur önnur myndbönd eru tilnefnd í sama flokki og Mumbo Jumbo. Grammy-verðlaunin verða afhent í Los Angeles 10. febrúar. Meira »

7 tilnefndir til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Í gær, 21:33 Sex þýðingar og sjö þýðendur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna þetta árið. Verðlaunin, sem eru veitt fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki, hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta. Meira »

Kaupendur vændis virðast ansi víða

Í gær, 21:23 „Þetta er ekki einstakt mál, það er mikilvægt að það komi fram,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, um mál fatlaðrar konu sem talið er að um 50 karlmenn hafi keypt vændi af. Meira »

Brotist inn í hús í Borgarnesi

Í gær, 20:34 Lögreglan á Vesturlandi biður fólk að vera á varðbergi gagnvart mannaferðum eftir að brotist var inn í íbúðarhús í Borgarnesinu á áttunda tímanum í kvöld og m.a. stolið þaðan skartgripum. Meira »

Enginn forgangur fyrir Árneshrepp

Í gær, 20:30 Að fresta vegaframkvæmdum um Veiðileysuháls enn einu sinni yrði ákvörðun um að leggja Árneshrepp í eyði, segir í umsögn um tillögu að samgönguáætlun. Þingmenn kjördæmisins segjast tala máli hreppsins en hafi engan sérstakan forgang fengið. Meira »

Stærsta hlutverk Íslendings

Í gær, 20:20 Leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer með aðalhlutverk í nýrri stórmynd Peter Jackson, Mortal Engines. Í gær var haldin sérstök Nexus-forsýning þar sem Hera mætti og tók við fyrirspurnum í lok sýningarinnar. Ragnar Eyþórsson, kvikmynda- og sjónvarpsrýnir síðdegisþáttar K100, var á staðnum. Meira »

Ísland færist ofar á lista yfir veiðar

Í gær, 20:00 Ísland er í 17. sæti á meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims, með um 1,3% hlutdeild þess aflamagns sem veitt er á heimsvísu, og sú þriðja stærsta þegar litið er til ríkja Evrópu. Meira »

„Þetta gæti verið svo miklu verra“

Í gær, 19:42 „Við höfum ekki ástæðu til að ætla að samdráttur í ferðamennsku verði eitthvað í líkingu við það sem samdrátturinn hjá WOW verður á næsta ári. Að þetta muni þýða færri sæti fyrir ferðamenn á leið til Íslands. Auðvitað getur það verið en það er ekkert sem segir að þannig verði það.“ Meira »

Leggst gegn sölu Lækningaminjasafns

Í gær, 19:20 Samfylkingin á Seltjarnarnesi leggst gegn því að Lækningaminjasafnið verði selt til þriðja aðila. „Húsið hefur alla burði til þess að verða stolt og prýði bæjarins,“ segir í bókun flokksins um húsið, sem bærinn auglýsti til sölu í síðustu viku. Meira »

Skógarmítill, kvef og kynlíf

Í gær, 18:30 Vefurinn heilsuvera.is er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis. Vefnum er ætlað að koma á framfæri til almennings áreiðanlegum upplýsingum um heilsu, þroska og áhrifaþætti heilbrigðis, ásamt því að opna aðgengi einstaklinga inn á eigin sjúkraskrá. Meira »

Vill snúa vörn í sókn fyrir íslenskuna

Í gær, 18:13 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur mælt fyrir þingsályktunartillögu um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. Í tillögunni er lagt til að Alþingi álykti „um mikilvægi íslenskrar tungu og nauðsyn þess að tryggja að tungumálið verði áfram notað á öllum sviðum íslensks samfélags“. Meira »

Embættisskylda að senda málið áfram

Í gær, 18:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segist hafa rætt við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, í síma sumarið 2012 og þá hafi talið borist að því að svokallað Samherjamál yrði sett í sáttaferli. Það hefði þá falið í sér einhverjar breytingar á fyrirkomulagi og verklagi hjá Samherja. Meira »

Siðareglurnar nái varla yfir mál Ágústs

Í gær, 17:40 „Þessi mál eru að mörgu leyti ólík þó að bæði séu alvarleg. Ég held að siðareglur þingsins nái varla yfir hans mál,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, aðspurður hvort hann telji mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þess eðlis að siðanefnd Alþingis ætti að taka það fyrir. Meira »

Hlaut 18 mánaða dóm fyrir nauðgun

Í gær, 17:21 Karlmaður var dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag fyrir nauðgun sem átti sér stað í maí í fyrra, er hann var 17 ára gamall. Stúlkan sem hann braut gegn var þá ólögráða og hafði farið með frænku sinni, kærasta hennar og ákærða í skemmtiferð austur í sveitir. Meira »

Flokksskírteini í stað hæfni stjórnenda

Í gær, 16:06 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði í sérstakri umræðu á Alþingi um Íslandspóst að flestum hefði verið komið í opna skjöldu með hversu alvarleg staða fyrirtækisins væri orðin, sem sé sérstaklega alvarlegt vegna þess að það er í eigu ríkisins. Meira »

„Hef verið kurteis hingað til“

Í gær, 15:17 „Ég hef verið kurteis hingað til en nú krefst ég þess að þessari vanvirðingu við þing og þjóð verði hætt og að ég fái svar við þessum réttmætu spurningum mínum,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, undir dagskrárliðnum störf þingsins. Meira »

„Rosalega mikið högg“

Í gær, 14:06 „Þetta er náttúrulega bara hörmulegt, það er bara þannig,“ segir Orri Þrastarson, varaformaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við mbl.is um uppsagnir fjölda starfsmanna WOW air sem tilkynnt var um í dag. Meira »

Flestir brunar á heimilum í desember

Í gær, 13:46 Tölfræði tjóna hjá VÍS sýnir að flestir brunar á heimilum eiga sér stað í desember og þar fast á eftir fylgir janúar. Algengustu brunar á þessum tíma eru vegna kerta og eldavéla og eru nú þegar farnar að koma inn tilkynningar um bruna vegna kertaskreytinga. Meira »
Ný jólaskeið frá ERNU fyrir 2018 komin.
Kíkið á nýju skeiðina á -erna.is-. Hún er hönnuð af Raghildi Sif Reynisdóttur og...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...