Sérstök kjaradeila í fluggeiranum

Farþegaþota Primera Air á Reykjavíkurflugvelli.
Farþegaþota Primera Air á Reykjavíkurflugvelli.

Í vinnudeilu Flugfreyjufélags Íslands gegn Primera Air er ekki aðeins karpað um kaup og kjör, heldur einnig um rétt stéttarfélags á Íslandi til að hafa áhrif rekstur á flugfélags sem skráð er í öðru landi, í eigu móðurfélags sem einnig er skráð í öðru landi. Primera Air Nordic SIA hefur verið skráð í Riga í Lettlandi síðan árið 2014 og er móðurfélagið, Primera Travel Group, skráð í Danmörku.

Málið snýst um kaup og kjör starfsmanna Primera Air, en flugfélagið hefur ekki viljað gera kjarasamning við Flugfreyjufélagið og greiðir því ekki samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Flestir flugliðar hjá félaginu eru erlendir ríkisborgarar.

Primera Air Nordic flýgur nær daglega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll með sólþyrsta farþega á leið til Tenerife, Alicante, Mallorca og fleiri áfangastaða sunnar í álfunni í vor, sumar og fram á haust, en einnig á milli annarra ríkja í Evrópu. Fyrir félagsdómi sl. haust kom fram að meðallaun nýliða væru hátt í tvöfalt á við nýliða hjá Primera Air.

Deilan hefur staðið yfir með beinum hætti í hartnær ár, eða frá því að Flugfreyjufélagið samþykkti einróma að boða vinnustöðvun um borð í vélum flugfélagsins í maí á síðasta ári. Í kjölfarið stefndi Primera Flugfreyjufélaginu og krafðist þess að verkfallsboðunin yrði úrskurðuð ólögmæt. Sagðist Andri Már Ingólfsson, eigandi Primera Travel Group, þá ekki átta sig á því hverjir ætluðu í verkfall, þar sem Flugfreyjufélagið hefur aðeins samninga við þrjú flugfélög; WOW air, Icelandair og Air Iceland Connect.

„Þetta er eins og ég myndi boða verkfall í álverinu. Það er enginn starfsmaður í álverinu sem tengist mér eða fyrirtæki mínu og þar hef ég enga lögsögu,“ sagði Andri í samtali við Morgunblaðið síðasta sumar.

Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Primera Travel Group.
Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Primera Travel Group. mbl.is/Golli

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir mjög brýnt að niðurstaða fáist um hvort fyrirtækið sé á íslenskum vinnumarkaði eða ekki. „Á meðan ágreiningurinn er uppi gengur illa að ná samningi eða leysa deiluna,“ segir Bryndís. Hún segir að hliðstæð kjaradeila hafi ekki komið upp síðan hún tók við embættinu um mitt ár 2015.

Næsti fundur í deilunni er 7. febrúar næstkomandi en fulltrúar Primera Air hafa hingað til ekki mætt á boðaða fundi í deilunni þar sem þeir telja sig ekki eiga að semja um kjör við flugliða hér á landi.

Dvelja á Íslandi í sex til átta vikur í senn

Alþýðusamband Íslands hefur staðið með Flugfreyjusambandinu í baráttunni og lengi kallað að aðkomu stjórnvalda að málinu þar sem flugfélagið hafi ekki virt réttindi flugliða félagsins að mati samtakanna. Í greinargerð sem Magnús Norðdahl, yfirlögfræðingur ASÍ, lagði fyrir félagsdóm fyrir hönd Flugfreyjufélagsins kom m.a. fram að Primera Air hefði starfsstöð hér á landi, og hér giltu íslensk lög og réttarreglur.

Í grein­ar­gerðinni kem­ur fram að á þeim tíma sem flugliðar Pri­mera Air dvelj­ist hér á landi, sex til átta vik­ur í senn, þá hefj­ist vinna og endi á Íslandi. Verk­stjórn og allt skipu­lag vakta og vinnu miði að því að svo sé. Hér á landi hafi flugliðarn­ir hús­næði á veg­um Pri­mera Air, þar sem þeir taki út hvíld og njóti frí­stunda.

Kom enn fremur fram í greinargerðinni að meðallaun nýliða hjá íslensku flugfélögunum væru á bilinu 405 til 413 þúsund krónur á mánuði en aðeins 216 þúsund krónur í heildarlaun hjá Primera Air, sem verktakalaun.

Vinnumálastofnun ekki talið ástæðu til að aðhafast

Félagsdómur féllst á rök Primera Air í málinu um að verkfallið hefði verið boðað með ólögmætum hætti, en tveir af fimm dómurum félagsdóms skiluðu sératkvæði um að þeir töldu að formsatriði boðunar hefði verið uppfyllt en tóku að öðru leyti ekki afstöðu í málinu.

Í gær tilkynnti Flugfreyjufélagið um að boðað yrði til verkfalls á háannatíma hjá Primera Air, þar sem var sérstaklega tilgreint að tímasetningin yrði valin þannig að hún kæmi til með að valda fyrirtækinu sem mestum vandræðum. Ákvörðunin var tekin á fundi stjórnar og trúnaðarráðs sem mun undirbúa verkfallið áður en tillaga um vinnustöðvun verður borin undir félagsmenn.

„Við njótum stuðnings aðildarfélaga ASÍ á Suðurnesjum, Norræna og evrópska flutningamannasambandsins,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður FFÍ, í samtali við mbl.is. „Við erum að standa vörð um okkar starfsstétt og þau lágmarkskjör sem gilda um hana.“

Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Ljósmynd/Af heimasíðu Flugfreyjufélagsins

Spurð hvort íslenskir flugliðar séu hugsanlega að verja sig fyrir ófyrirséðum flutningum íslensku flugfélaganna í framtíðinni segir Berglind svo einnig vera. „Það er verkefni stéttarfélagsins að standa vörð um kaup og kjör og vernda starfsstéttina,“ segir hún.

Berglind segir nákvæma tímasetningu eða framkvæmd verkfallsins ekki liggja fyrir, en tíminn framundan verður nýttur til að þrýsta á stjórnvöld til að aðhafast í málinu, segir hún. Þar vísar hún meðal annars til Vinnumálastofnunar, en stofnunin hefur skoðað málefni Primera Air Nordic reglulega frá árinu 2015.

Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir í samtali við mbl.is að stofnunin hafi enn á ný erindi frá ASÍ vegna Primera Air. Hún vildi þó ekki tjá sig um hvort eitthvað nýtt hefði komið fram í málinu sem kynni að hafa áhrif á afstöðu stofnunarinnar, en segir að hingað til hafi VMST ekkert aðhafst vegna ónógra gagna, þ.e. komist að þeirri niðurstöðu að starfsemin falli ekki undir lög um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og kjör starfsmanna þeirra, og ekki heldur undir lög um starfsmannaleigur.

„Þegar við höfum tekið afstöðu í þessu höfum við sagt að svo stöddu, við höfum aldrei lokað þessu máli. Hingað til höfum við ekki haft næg gögn til að aðhafst í málinu,“ segir Unnur.

Sambandið er opið öllum

Meðal þess sem Primera Air hefur bent á í málinu er að félagsmenn Primera Air séu ekki í Flugfreyjusambandi Íslands. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir í samtali við mbl.is að Flugfreyjusambandið sé opið öllum flugliðum á Íslandi og félagatalið innihaldi viðkvæmar upplýsingar svo Flugfreyjusambandinu sé ekki unnt að gefa upp hvort starfsmenn Primera séu aðilar að sambandinu.

Spurður hvort þessi deila eigi sér fordæmi nefnir hann deilur Ryanair við dönsk systursamtök Flugfreyjusambandsins. „Danska regluverkið er fyrirmynd að því íslenska og þar var kristaltært að verkfallsboðun þarf ekki að vera bundin við félagsaðild,“ segir Halldór.

Halldór Oddsson, lögmaður hjá ASÍ.
Halldór Oddsson, lögmaður hjá ASÍ. mbl.is/Golli

Spurður hvernig framkvæmd verkfallsins verði segir Halldór það eiga eftir að koma í ljós. „Í tilfellinu með Ryanair lá fyrir stuðningsyfirlýsing annarra félaga sem ætluðu að stöðva afgreiðslu til vélanna. Þegar skollið er á löglegt verkfall er öðrum félögum heimilt að grípa til stuðningsaðgerða,“ segir hann og má því úr því lesa í ljósi stuðnings við Flugfreyjufélag Íslands að verkfallið gæti verið bundið við þau félög sem lýst hafa yfir stuðningi við verkfallsaðgerðir FFÍ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Nýr þjálfari fíkniefnahunda

08:00 Nýr yfirhundaþjálfari fíkniefnahunda hér á landi hefur verið ráðinn til starfa. Þetta staðfestir Sigríður Á. Anderssen, dómsmálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Samfelld rigning

06:53 Í kvöld mun byrja að rigna nokkuð samfellt um sunnan- og vestanvert landið. Hann mun hanga þurr norðaustan til að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

#Takk Heimir

06:00 Heimir Hallgrimsson sagði skilið við íslenska landsliðið í dag. Við á K100 þökkum Heimi fyrir allt og rifjum upp þegar Karlakórinn Esja kom honum á óvart í Magasíninu í fyrra stuttu eftir að Heimir varð fimmtugur og ítarlegt viðtal sem Páll Magnússon tók við hann í þættinum Sprengisandi nýlega. Meira »

Ðí Kommitments saman á ný

06:00 „Ég man að það var röð af Gauknum og alveg yfir á Dubliners,“ segir Ragnar Þór, betur þekktur sem formaður VR en í hlutverki trommarans í Ðí Kommitments að þessu sinni. Tilefni endurkomunnar eru minningar- og söfnunartónleikar þar sem safnað verður fyrir Hammond í Hörpu. Meira »

Eftirför í Grafarvogi

05:44 Er lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu reyndu að stöðva bíl við Langarima í Grafarvogi síðdegis í gær jók ökumaðurinn hraðann og hófst eftirför. Meira »

Á 160 km/klst. við Smáralind

05:40 Lögreglan stöðvaði bíl á Reykjanesbraut til móts við Smáralind um klukkan 1 í nótt. Hafði bíllinn mælst á 160 kílómetra hraða á klukkustund á vegi þar sem hámarkshraðinn er 80 km/klst. Meira »

Blásið til hátíðarfundar á Þingvöllum

05:30 Þess verður minnst í dag að 100 ár eru liðin frá því að samninganefndir Íslands og Danmerkur undirrituðu samninginn um sambandslögin sem tóku gildi 1. Meira »

Núpur enn óseldur

05:30 Ríkiskaup auglýstu í júlí í fyrra til sölu þrjár húseignir á Núpi í Dýrafirði. Hollvinir Núps hafa áhuga á að kaupa Gamla skóla. Meira »

Hættuástand á Landspítalanum

05:30 „Það er hættuástand á Landspítalanum og enn sem komið er hafa hlutirnir gengið upp með guðs hjálp, góðra manna, tilfærslum og mikilli vinnu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Mikið ber í milli. Næsti fundur er boðaður á mánudag. Meira »

Yfirvinnubann ljósmæðra hafið

00:08 Yfirvinnubann ljósmæðra tók gildi nú á miðnætti en Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að hættuástand væri að skapast á spítalanum. Meira »

„Talsverð rigning“ annað kvöld

Í gær, 23:16 Veðurblíðan sem ríkt hefur á höfuðborgarsvæðinu í gær og dag er á enda, í bili að minnsta kosti. Veðurspár gera ráð fyrir hellirigningu á suðvesturhluta landsins síðdegis á morgun og annað kvöld. Meira »

Bústaður og bíll brunnu til kaldra kola

Í gær, 22:37 Sumarbústaður og bifreið í Tungunum á Suðurlandi brunnu til kaldra kola síðdegis í dag. Viðbragðsaðilum barst tilkynning vegna eldsvoðans um klukkan hálffimm í dag. Meira »

Útkall vegna fólksbíls í Krossá

Í gær, 22:09 Útkall barst lögreglunni á Hvolsvelli og björgunarsveitum á Suðurlandi rétt eftir klukkan sex í kvöld um fólksbíl sem hefði farið ofan í Krossá. Bíllinn, sem var ekki útbúinn fyrir slíkar torfærur, komst ekki langt yfir ána áður en hann byrjaði að fljóta með straumnum. Tveir erlendir ferðamenn voru í bílnum og sluppu þeir við meiðsli, segir varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli. Meira »

Svæðið ekki lokað á hálendiskorti

Í gær, 21:11 Leiðin á milli Kerlingarfjalla og Setursins undir Hofsjökli var ekki merkt lokuð á hálendiskorti Vegagerðarinnar þegar tveir ökumenn festu jeppa sína utan vegar á svæðinu á sunnudag. Meira »

Mikil samstaða með ljósmæðrum

Í gær, 21:05 Mikil samstaða var meðal fólks sem safnaðist saman á Austurvelli í dag til þess að vekja athygli á slæmri stöðu sem upp er komin vegna kjaradeilu ljósmæðra. Nokkur hundruð manns mættu á svæðið. Meira »

Kjærsgaard ávarpar Alþingi

Í gær, 20:56 Forseti danska þingsins, Pia Kjærsgaard, mun flytja ávarp á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum á morgun. Kjærsgaard er fyrrverandi formaður Danska þjóðarflokksins og stofnandi flokksins en flokkurinn hefur rekið harða stefnu í málefnum innflytjenda. Meira »

„Það er frost!“

Í gær, 20:01 Bóndinn Unnsteinn Hermannsson í Dalabyggð, rétt austan við Búðardal, birti síðastliðna nótt myndskeið þar sem sjá má hvar hann er við slátt á bænum Svarfhóli í Laxárdal í frosti. Meira »

Ammoníakleki í húsnæði Hvals

Í gær, 19:41 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna ammoníakleka í húsnæði Hvals hf. í Hafnarfirði um fimmleytið í dag. Tveir dælubílar voru sendir á vettvang ásamt bíl sem er sérstaklega útbúinn til þess að eiga við eiturefnaleka, segir Bjarni Ingimarsson, aðstoðarvarðstjóri slökkviliðsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Funda með MAST um heyútflutning

Í gær, 19:34 Fulltrúar Matvælastofnunar funduðu með fulltrúum norskra yfirvalda í gær í þeim tilgangi að skoða fýsileika þess að flutt verði hey frá Íslandi til Noregs. Þetta segir framkvæmdastjóri markaðsstofu MAST. Útflutningnum er ætlað að mæta fóðurskorti sem orðið hefur í Noregi vegna mikilla þurrka. Meira »
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
Husqvarna 401 Vitpilen árg. 2018
Eigum á lagert til afgreiðslu strax Husqvarna 401 Vitpilen. A2 réttindi, 45hp. 6...
Mercedes Benz GLK 250 CDI - 2011 árgerð
Bens GLK 250cdi, árgerð 2011, ekinn 92 þús km., krókur, leður o.fl. Verð 3 millj...