Vill finna Landspítala nýjan stað

Anna Kolbrún Árnadóttir og Svandís Svavarsdóttir
Anna Kolbrún Árnadóttir og Svandís Svavarsdóttir Myndir/Alþingi

„Undanfarin misseri hafa raddir þeirra aukist sem vilja finna þjóðarsjúkrahúsinu nýjan stað til langrar framtíðar og í ljósi þess er ástæða til að vekja athygli á málinu hér í þingsal,“ sagði Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og málshefjandi sérstakrar umræðu um staðsetningu þjóðarsjúkrahússins á Alþingi í dag.

Anna Kolbrún sagði meðal annars að aðgengi að spítalanum væri ekki í lagi og spurði hvað kæmi í veg fyrir að ný staðarvalsgreining væri gerð um framtíðarstaðsetningu Landspítalans. Þá spurði Anna Kolbrún einnig hver hugur starfsmanna spítalans til núverandi áætlana um uppbyggingu við Hringbraut væri.

„Það er alveg ljóst að skipulag og aðgengi hefur breyst. Þungamiðja fjölda íbúa er ekki lengur í radíus í kringum Hringbraut,“ sagði Anna Kolbrún í ræðu sinni. Hún sagði að það mætti velta því fyrir sér hvort fólk „yrði ekki bara fljótara í förum“ ef að spítalinn yrði reistur nær íbúunum sjálfum, t.d. í Keldnaholti eða á Vífilsstöðum.

Niðurstaðan hefur alltaf orðið sú sama

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti andsvar og sagði gott að fá tækifæri til að fara yfir aðdraganda þeirrar ákvörðunar um staðsetningu Landspítala við Hringbraut árið 2002 og hvaða áhrif það hefði að breyta þeirri ákvörðun nú.

„Á þessum 16 árum sem liðin frá því að ákvörðun um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut lá fyrir hefur málið reglulega verið tekið upp að nýju. Formleg athugun hvort ástæða væri til að breyta staðarvalinu var gerð 2008, en niðurstaðan varð sú sama og fyrr, það er að besta staðsetningin fyrir nýtt háskólasjúkrahús væri við Hringbrautina,“ sagði Svandís.

Hún sagði mörghundruð starfsmenn spítalans hafa tekið þátt í miklum fjölda vinnuhópa og að á meðal þeirra hefði verið einhugur um staðsetninguna. Á stórum vinnustað mætti þó eflaust finna einhverja sem ekki vilji byggja upp við Hringbraut, en sú umræða hafi aldrei verið hávær innan spítalans.

„Læknaráð, hjúkrunarráð og starfsmannaráð Landspítalans hafa reglulega ályktað til stuðnings þessarar byggingu,“ sagði Svandís.

Hún lagði áherslu á að ef sú lausn yrði valin að finna spítalanum nýjan stað myndi það seinka því að nýr spítali verði tekinn í notkun, um tíu til fimmtán ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ók á 170 km hraða

05:54 Lögreglan á Akureyri stöðvaði ökumann sem ók á 170 km hraða á hringveginum skömmu eftir miðnætti í nótt.  Meira »

Komið að ögurstund í Reykjavík

05:30 Hörð kosningabarátta hefur verið háð í höfuðborginni í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og á laugardaginn dregur til tíðinda. Stærstu valkostir kjósenda virðast snúast um það hvort núverandi meirihluti hafi verið á réttri leið eða hvort breytinga sé þörf. Meira »

Ekki mátti tæpara standa

05:30 Ungur maður á Akureyri, Helgi Freyr Sævarsson, komst naumlega út af heimili sínu ásamt þriggja ára dóttur þegar kviknaði þar í fyrir nokkrum dögum. Meira »

Ljósleiðari GR kostað 30 milljarða

05:30 Gagnaveita Reykjavíkur, sem leggur ljósleiðarakerfi um land allt í samkeppni við Mílu, hefur fjárfest í fjarskiptum fyrir nálægt 30 milljarða króna að núvirði á síðustu 20 árum, þrátt fyrir að aldrei hafi verið jákvætt fjárflæði af starfseminni. Meira »

Stóðu einhuga að launahækkun

05:30 Bæjarfulltrúar Kópavogs eru ekki sáttir við launakjör bæjarstjóra þrátt fyrir að hafa samþykkt þau einróma á sínum tíma. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar, segir að hækkun á launum bæjarstjóra og bæjarfulltrúa byggist á tveimur ákvörðunum. Meira »

Fágætur Kjarval á uppboði

05:30 „Þessi blómakörfumynd eftir Kjarval telst til lykilverka hans og er hreint fágæti. Það er afar sjaldgæft að svona mynd komi á uppboð enda eru þær í raun svo fáar.“ Þetta segir Tryggvi Páll Friðriksson hjá Gallerí Fold. Meira »

Tillaga um raflínu við Héraðsvötn

05:30 Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur fallið frá lagningu Blöndulínu 3 á svonefndri Efribyggðarleið og leggur í staðinn fram tillögu um að nýja byggðalínan fari um svonefnda Héraðsvatnaleið. Meira »

Salurinn tekinn í gegn

05:30 „Þetta er allt á áætlun, en fráfarandi borgarstjórn á eftir að halda þarna einn fund og verður það 5. júní næstkomandi. Þegar honum er lokið verður farið í framkvæmdir inni í borgarstjórnarsalnum og unnið hratt,“ segir Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Risaskip væntanlegt á laugardag

05:30 Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, Meraviglia, er væntanlegt til Reykjavíkur á laugardaginn.  Meira »

Leit við Ölfusá hætt í bili

Í gær, 21:21 Leit að manni sem talið er að hafi stokkið í Ölfusá aðfaranótt sunnudags hefur ekki borið árangur. Um 30 björgunarsveitarmenn leituðu meðfram ánni og í grennd við hana í dag. Meira »

Alltaf á hjólum í vinnunni

Í gær, 21:16 Gegnt Heilbrigðisstofnuninni við Merkigerði á Akranesi má sjá mörgum reiðhjólum, nýjum og notuðum, raðað upp framan við einbýlishús á góðviðrisdögum. Meira »

„Tvö skref áfram og eitt aftur á bak“

Í gær, 20:58 Samninganefndir ríkisins og ljósmæðra komu saman á óformlegum vinnufundi í dag. Fundurinn stóð í tæpa fjóra klukkutíma og lauk með þeirri niðurstöðu að formlegum fundi hjá ríkissáttasemjara sem átti að fara fram á föstudag hefur verið frestað fram á þriðjudag. Meira »

Kaffitíminn er heilagur hjá körlunum

Í gær, 20:55 „Við fengum þetta húsnæði fyrir um tveim vikum síðan og þeir hafa verið duglegir við að setja upp veggi og undirbúa allt,“ segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði. Meira »

Talinn hafa ekið öfugum megin

Í gær, 20:52 Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir erlendum ferðamanni sem var ökumaður bifreiðar sem lenti í árekstri við bifreið sem kom úr gagnstæðri átt skammt vestan gatnamóta við Landeyjahafnarveg í Rangárþingi eystra með þeim afleiðingum að ökumaður hinnar bifreiðarinnar lét lífið. Meira »

Flogið um allt samfélagið á töfrateppi

Í gær, 20:34 „Ég hafði ekki búið hér sem fullorðin manneskja og ég hafði ekki fengið móðurmálskennslu í íslensku í uppvextinum í Danmörku,“ segir Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar hjá Borgarbókasafninu. Meira »

Lögheimili bæjarfulltrúa ólöglegt

Í gær, 20:19 Einar Birkir Einarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sat ekki fund bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í dag þar sem Þjóðskrá hefur úrskurðað lögheimili hans í Hafnarfirði ólöglegt. Meira »

Falið vald yfir íslenskum málum

Í gær, 20:15 Persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins, sem taka á gildi í lok vikunnar, gerir ráð fyrir því að Evrópudómstólnum, æðsta dómstóli sambandsins, verði falin völd til þess að úrskurða með beinum hætti gagnvart Noregi í gegnum aðild landsins að EES-samningnum. Sama á við um Ísland. Meira »

Málið tekið fyrir í september

Í gær, 19:52 „Maður hefur verið að bíða eftir þessari dagsetningu. Það hefur verið gert ráð fyrir því í nokkurn tíma að koma málinu á dagskrá Hæstaréttar í september og það virðist hafa tekist,“ segir Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun

Í gær, 18:56 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi unnustu sinni á hrottafenginn hátt á heimili þeirra í desember 2016. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í lok mars en þinghaldið var lokað. Dómur var kveðinn upp í málinu á föstudag. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: START/BYRJA: 2018: 28/5, 25/6,...
Reiðhjólaviðgerðir
Hjólaspítalinn Auðbrekku 4. Viðgerðir á öllum gerðum hjóla, stuttur biðtími, flj...
Til leigu
Til leigu Rekstur á söluturni í Grafarvogi upplýsingar snot ra1950@gmail.com...
 
Organisti í háteigskirkju
Listir
Organisti í Háteigskirkju ...
Verkefnisstjóri mba náms við hí
Háskólakennsla
Viltu taka þá? í að þróa MBA Viltu tak...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nú ...
Fræðslufulltrúi 50%
Önnur störf
Fræðslufulltrúi - 50...