Fimm látist í janúar af ofneyslu lyfja

Talið er að fimm hafi látist af völdum ofneyslu lyfja …
Talið er að fimm hafi látist af völdum ofneyslu lyfja í janúar. mbl.is/Ómar

Talið er að fimm hafi látið lífið á höfuðborgarsvæðinu það sem af er þessu ári vegna ofneyslu lyfja.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfesti í samtali við RÚV að fimm mál væru til skoðunar hjá lögreglunni þar sem grunur léki á að fólk hafi látist af völdum ofneyslu lyfja.

Banamein fólksins hefur ekki verið staðfest.

Birgir Örn Guðjónsson, eða Biggi lögga, greindi fyrst frá málinu á Facebook-síðu sinni.

„Vandamálið er raunverulegt. Vandamálið er hér í dag og það þarfnast víðtækra lausna. Spurningin er bara hvort við þorum og hvort við viljum?“ sagði hann á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert