Fræddust um rafmagn í Fjölskyldugarðinum

Þessum börnum þótti rafmagnið merkilegt.
Þessum börnum þótti rafmagnið merkilegt. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það var alveg ótrúlega ljúf og góð stemning og þetta var vel sótt,“ segir Sævar Helgi Bragason, sem fræddi unga sem aldna um leyndardóma rafmagnsins í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag. Fjölmenni var í garðinum, en þar buðu Orka náttúrunnar og Veitur upp á skemmtun og fræðslu um rafmagn fyrir alla fjölskylduna.

Í garðinum var ýmislegt forvitnilegt að sjá og fræðast um, en í veitingahúsinu var Vísindasmiðja Háskóla Íslands með tilraunir, þrautir, tæki, tól, leiki og óvæntar uppgötvanir.

„Ég held að allir hafi verið hæstánægðir. Það var mikið af ungum og áhugasömum krökkum. Þeir fengu t.d. að búa til sitt eigið vasaljós og handleika loftsteina,“ segir Sævar Helgi.

Sævar Helgi fræddi unga sem aldna um leyndardóma rafmagnsins.
Sævar Helgi fræddi unga sem aldna um leyndardóma rafmagnsins. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Að sjálfsögðu voru hestarnir á sínum stað.
Að sjálfsögðu voru hestarnir á sínum stað. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert