Leita að föður Hans í Brooklyn

Bein Ludvigs Heinrichs Ernsts von Schimmelmann, sem var eigandi Hans …
Bein Ludvigs Heinrichs Ernsts von Schimmelmann, sem var eigandi Hans Jónatans og mögulega faðir hans, eru ekki undir legsteininum hans í Köben.

Bandarísk kona, Kirsten Pflomm, sem býr og starfar í Kaupmannahöfn og er ein af afkomendum Hans Jónatans, hefur sóst eftir því við Green-Wood kirkjugarðinn í Brooklyn í New York að bein Hans Benjamin Gram verði grafin upp í von um að ná erfðaefni úr þeim.

„Það ætti að vera hægt að komast að því hvort núlifandi afkomendur Hans Jónatans eru skyldir Hans Gram ef menn komast í erfðaefni hálfbróður hans [Hans Benjamin Gram], en þeir báðir hafa þá sama erfðaefni frá föðurnum,“ segir Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði og höfundur bókarinnar Hans Jónatan: Maðurinn sem stal sjálfum sér.

„Ég segi aðeins frá þessum ameríska legg í ensku útgáfunni af ævisögu Hans Jónatans. Þetta er svolítið sérstök saga því þau komast ekki á snoðir um þessi tengsl fyrr en seint og síðar meir. Þessi Kirsten er áhugasöm um þetta og hefur nálgast kirkjugarðinn í Brooklyn þar sem bein Hans Benjamin Gram eru,“ segir Gísli í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, en ekki er víst hvenær eða hvort Kirsten fær leyfi til að grafa upp Hans Benjamin Gram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert