Hitnar undir ráðherra

Flokksráðsfundur VG. Edward Huijbens.
Flokksráðsfundur VG. Edward Huijbens. mbl.is/Kristinn Magnússon

Komandi sveitastjórnarkosningar, málefni dómsmálaráðherra og samvinna við aðra vinstri og umhverfisflokka í norður Evrópu í ríkisstjórnarsamstarfi var meðal þess sem Edward Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, fór yfir í ræðu sinni á flokksráðsfundi VG í dag. 

„Vinda hefur lægt innan flokksins eftir að ríkisstjórn var mynduð,“ sagði Edward. Þetta er fyrsti flokksráðsfundur VG eftir að flokkurinn gekk í ríkisstjórn. Hann sagði jafnframt að flokkurinn væri að breyta Íslandi.  

„Nú er krafa uppi um að okkar forsætisráðherra beiti sér eins og einhver einræðisherra og ráði og reki ráðherra, eins og kallað er eftir hverju sinni. Sem betur fer virkar okkar stjórnskipan ekki alveg svona,“ sagði Edward.

Vill skila skömminni til kjósenda     

Hann sagði ráðherra ábyrga fyrir sér sjálfir og sínum ákvörðunum. Ábyrgðin væri fyrst og fremst og ævinlega kjósenda sjálfra þegur kemur að því hverjir veljast í ráðherrastóla. „Þeir sem kjósa flokka og ráðherra á þing aftur og aftur, sem sannarlega hafa farið á svig við lög og reglur, hljóta að verða skoða hug sinn vandlega. Ég vil skila skömminni, skila henni til þeirra sem kusu, vitandi vits yfir okkur ráðherra sem aðeins virðist vilja fylgja eigin villuljósi.“

Frá fundinum í morgun.
Frá fundinum í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Edward benti á að í kerfinu væri ferli fyrir slík mál og vísaði í að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd muni skoða þetta mál sem myndi umboðsmaður Alþingis fylla í eyðurnar sem nefndin gæti mögulega skilið eftir.

„Já kæru félagar, það hitnar undir Sigríði Á. Andersen og til að þetta eldist nú allt vel og brenni ekki, er betra að hækka hitann rólega,“ sagði Edward og heyra mátti nokkurn hlátur fundarmanna. 

„Þurfa ekki að reiða sig á fáránlegar hliðar áróðursvélum“

Edward greindi frá fundi sem hann sat í Kaupmannahöfn í Danmörku að ræða við aðra vinstri og umhverfisverndarflokka í Norður Evrópu um árangur og erfiði við ríkisstjórnarsamstarf. Flokksformenn og framkvæmdastjórar frá Norðurlöndum, Hollandi, Lúxemborg og Þýskalandi lýstu allir áskorunum sem fælust í að færa hreyfingu sem sprettur úr því að standa vaktina í mótmælum á götum úti, yfir í að vinna innan stjórnsýslu að breytingunum sem þarf að gera.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann sagði jafnframt gott að vera í samvinnu við aðra slíka flokka. „Með góðan fjárhag ættu allir flokkar líka að geta staðið málefnalega að sínum stefnuskrám og þurfa ekki að reiða sig á fáránlegar hliðar áróðursvélum reknar fyrir ákveðna flokka á öðrum kennitölum,“ sagði Edward þegar um fjárhag vinstri flokkanna. 

Fundurinn markar upphaf sveitarstjórnarkosninga í vor. Helstu atriði sem verða meðal annars rædd í dag eru meðal annars: loftslagsmál, skólamál, lýðheilsustefna, jafnréttisstefna, lenging fæðingarorlofs svo fátt eitt sé nefnt. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert