Hitnar undir ráðherra

Flokksráðsfundur VG. Edward Huijbens.
Flokksráðsfundur VG. Edward Huijbens. mbl.is/Kristinn Magnússon

Komandi sveitastjórnarkosningar, málefni dómsmálaráðherra og samvinna við aðra vinstri og umhverfisflokka í norður Evrópu í ríkisstjórnarsamstarfi var meðal þess sem Edward Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, fór yfir í ræðu sinni á flokksráðsfundi VG í dag. 

„Vinda hefur lægt innan flokksins eftir að ríkisstjórn var mynduð,“ sagði Edward. Þetta er fyrsti flokksráðsfundur VG eftir að flokkurinn gekk í ríkisstjórn. Hann sagði jafnframt að flokkurinn væri að breyta Íslandi.  

„Nú er krafa uppi um að okkar forsætisráðherra beiti sér eins og einhver einræðisherra og ráði og reki ráðherra, eins og kallað er eftir hverju sinni. Sem betur fer virkar okkar stjórnskipan ekki alveg svona,“ sagði Edward.

Vill skila skömminni til kjósenda     

Hann sagði ráðherra ábyrga fyrir sér sjálfir og sínum ákvörðunum. Ábyrgðin væri fyrst og fremst og ævinlega kjósenda sjálfra þegur kemur að því hverjir veljast í ráðherrastóla. „Þeir sem kjósa flokka og ráðherra á þing aftur og aftur, sem sannarlega hafa farið á svig við lög og reglur, hljóta að verða skoða hug sinn vandlega. Ég vil skila skömminni, skila henni til þeirra sem kusu, vitandi vits yfir okkur ráðherra sem aðeins virðist vilja fylgja eigin villuljósi.“

Frá fundinum í morgun.
Frá fundinum í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Edward benti á að í kerfinu væri ferli fyrir slík mál og vísaði í að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd muni skoða þetta mál sem myndi umboðsmaður Alþingis fylla í eyðurnar sem nefndin gæti mögulega skilið eftir.

„Já kæru félagar, það hitnar undir Sigríði Á. Andersen og til að þetta eldist nú allt vel og brenni ekki, er betra að hækka hitann rólega,“ sagði Edward og heyra mátti nokkurn hlátur fundarmanna. 

„Þurfa ekki að reiða sig á fáránlegar hliðar áróðursvélum“

Edward greindi frá fundi sem hann sat í Kaupmannahöfn í Danmörku að ræða við aðra vinstri og umhverfisverndarflokka í Norður Evrópu um árangur og erfiði við ríkisstjórnarsamstarf. Flokksformenn og framkvæmdastjórar frá Norðurlöndum, Hollandi, Lúxemborg og Þýskalandi lýstu allir áskorunum sem fælust í að færa hreyfingu sem sprettur úr því að standa vaktina í mótmælum á götum úti, yfir í að vinna innan stjórnsýslu að breytingunum sem þarf að gera.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann sagði jafnframt gott að vera í samvinnu við aðra slíka flokka. „Með góðan fjárhag ættu allir flokkar líka að geta staðið málefnalega að sínum stefnuskrám og þurfa ekki að reiða sig á fáránlegar hliðar áróðursvélum reknar fyrir ákveðna flokka á öðrum kennitölum,“ sagði Edward þegar um fjárhag vinstri flokkanna. 

Fundurinn markar upphaf sveitarstjórnarkosninga í vor. Helstu atriði sem verða meðal annars rædd í dag eru meðal annars: loftslagsmál, skólamál, lýðheilsustefna, jafnréttisstefna, lenging fæðingarorlofs svo fátt eitt sé nefnt. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Bústaður og bíll brunnu til kaldra kola

22:37 Sumarbústaður og bifreið í Tungunum á Suðurlandi brunnu til kaldra kola síðdegis í dag. Viðbragðsaðilum barst tilkynning vegna eldsvoðans um klukkan hálf fimm í dag. Meira »

Útkall vegna fólksbíls í Krossá

22:09 Útkall barst lögreglunni á Hvolsvelli og björgunarsveitum á Suðurlandi rétt eftir klukkan sex í kvöld um fólksbíl sem hafði farið ofan í Krossá. Bíllinn sem var ekki útbúinn fyrir slíkar torfærur komst ekki langt yfir ánna áður en hann byrjaði að fljóta niður meðfram straumnum. Tveir erlendir ferðamenn voru í bílnum og sluppu þeir við meiðsli, segir varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli. Meira »

Svæðið ekki lokað á hálendiskorti

21:11 Leiðin á milli Kerlingarfjalla og Setursins undir Hofsjökli var ekki merkt lokuð á hálendiskorti Vegagerðarinnar þegar tveir ökumenn festu jeppa sína utan vegar á svæðinu á sunnudag. Meira »

Mikil samstaða með ljósmæðrum

21:05 Mikil samstaða var meðal fólks sem safnaðist saman á Austurvelli í dag til þess að vekja athygli á slæmri stöðu sem upp er komin vegna kjaradeilu ljósmæðra. Nokkur hundruð manns mættu á svæðið. Meira »

Kjærsgaard ávarpar Alþingi

20:56 Forseti danska þingsins, Pia Kjærsgaard, mun flytja ávarp á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum á morgun. Kjærsgaard er fyrrverandi formaður Danska þjóðarflokksins og stofnandi flokksins en flokkurinn hefur rekið harða stefnu í málefnum innflytjenda. Meira »

„Það er frost!“

20:01 Bóndinn Unnsteinn Hermannsson í Dalabyggð, rétt austan við Búðardal, birti síðastliðna nótt myndskeið þar sem sjá má hvar hann er við slátt á bænum Svarfhóli í Laxárdal í frosti. Meira »

Ammoníakleki í húsnæði Hvals

19:41 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna ammoníakleka í húsnæði Hvals hf. í Hafnarfirði um fimmleytið í dag. Tveir dælubílar voru sendir á vettvang ásamt bíl sem er sérstaklega útbúinn til þess að eiga við eiturefnaleka, segir Bjarni Ingimarsson, aðstoðarvarðstjóri slökkviliðsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Funda með MAST um heyútflutning

19:34 Fulltrúar Matvælastofnunar funduðu með fulltrúum norskra yfirvalda í gær í þeim tilgangi að skoða fýsileika þess að flutt verði hey frá Íslandi til Noregs. Þetta segir framkvæmdastjóri markaðsstofu MAST. Útflutningnum er ætlað að mæta fóðurskorti sem orðið hefur í Noregi vegna mikilla þurrka. Meira »

738 leituðu sér aðstoðar vegna áverka eftir hund

18:59 Samtals 738 einstaklingar leituðu sér aðstoðar á sjúkrahúsum og heilsugæslum hér á landi á fimm ára tímabili frá 2013 til 2017 vegna áverka eftir hund. Að meðaltali gera það 147 skipti á ári. Fæst voru þau árið 2015 eða 123 talsins, en flest árið 2014 þegar tilvikin voru 163. Meira »

„Við erum að tala um fæðandi konur“

18:33 „Ástandið hefur verið erfitt, alveg frá mánaðamótum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti en næsti fundur í kjaradeilunni er eftir sex daga. Meira »

Isavia ósammála niðurstöðunni

18:29 „Isavia vill taka það fram að farið verður að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins og gjaldtöku hætt strax í dag.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia en fyrr í dag úrskurðaði Samkeppniseftirlitið að Isa­via ohf. skyldi tíma­bundið hætta gjald­töku á ytri rútu­stæðum (fjar­stæðum) við Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar meðan Sam­keppnis­eft­ir­litið skoðar kæru Gray Line. Meira »

Eini sumardagurinn í bili

18:19 Veður hefur verið með besta móti á höfuðborgarsvæðinu í dag og nýttu ferðamenn jafnt sem Íslendingar langþráð blíðviðrið til þess að spóka sig í miðborginni. Veðurfar hefur ekki verið upp á marga fiska og hefur grámi og væta sett svip sinn á höfuðborgarsvæðið í sumar. Meira »

„Algjört virðingarleysi við konur“

17:36 „Mér finnst þetta algjört virðingarleysi við konur yfir höfuð. Þetta endar ekki vel ef þetta heldur svona áfram. Þetta er grafalvarlegt mál,“ segir Hildur Sólveig Ragnarsdóttir ljósmóðir í samtali við mbl.is. Meira »

Komu heim á tryggingunni

17:34 Ferðaskrifstofa Austurlands fór í rekstrarstöðvun í apríl, en á sama tíma var hópur á vegum fyrirtækisins staddur í Alicante á Spáni. Virkja þurfti lögbundnar tryggingar Ferðamálastofu til þess að koma hluta hópsins heim til Íslands. Meira »

Fyllast von þegar sólin lætur sjá sig

17:06 Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa margir orðið varir við auknar vegaframkvæmdir á síðustu tveimur sólarhringum, svo sem í Ártúnsbrekku. Fyrirsvarsmenn malbikunarfyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu hafa beðið óþreyjufullir að undanförnu eftir þurru og hlýju veðri svo unnt sé að klára þau stóru verk sem hafa hrannast upp í vætutíðinni. Meira »

Kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir

15:53 Áætlaður heildarlaunakostnaður ríkisins vegna aðstoðarmanna ráðherra og ríkisstjórnar er 427 milljónir á þessu ári, en ráðherrar og ríkisstjórnin eru með samtals 22 aðstoðarmenn. Meira »

Sólböð og ísát í veðurblíðunni

15:41 Víða er veðurblíða á landinu í dag en samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er hæstu hitatölurnar að finna á Suðurlandi. Hitinn fór mest upp í 17,1 stig á Básum í Goðalandi. „Hér er alveg bongó,“ segir Freyja Ingadóttir, skálavörður í Básum, í samtali við mbl.is. Meira »

Meðalflutningstími sjúklinga 111 mínútur

15:35 Meðalflutningstími sjúklinga sem fóru með sjúkraflugi á síðasta ári var 111 mínútur, en þá er horft til heildarflutnings frá því þar sem sjúklingur er sóttur og fluttur í flug, svo með flugi og að lokum frá flugvelli að sjúkrastofnun. Lengri tími fór í að flytja sjúklinga að flugvél en flugið sjálft. Meira »

Mótmælin hafin á Austurvelli

15:23 Mótmælafundur er hafinn á Austurvelli þar sem nokkur hundruð eru saman komin til þess að vekja athygli ríkisstjórnarinnar á slæmri stöðu í kjaradeilu ljósmæðra. Meira »
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Til sölu Benz A180 sjálfskiptur árg 2013 eins og nýr ek. 20þús.
Til sölu er Benz A180 bensín og sjálfskiptur, með bakkmyndavél, ekinn aðeins 20....
Husqvarna 401 Svartpilen árg. 2018
Eigum á lagert til afgreiðslu strax Husqvarna 401 Svartpilen. A2 réttindi, 45hp....