Hitnar undir ráðherra

Flokksráðsfundur VG. Edward Huijbens.
Flokksráðsfundur VG. Edward Huijbens. mbl.is/Kristinn Magnússon

Komandi sveitastjórnarkosningar, málefni dómsmálaráðherra og samvinna við aðra vinstri og umhverfisflokka í norður Evrópu í ríkisstjórnarsamstarfi var meðal þess sem Edward Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, fór yfir í ræðu sinni á flokksráðsfundi VG í dag. 

„Vinda hefur lægt innan flokksins eftir að ríkisstjórn var mynduð,“ sagði Edward. Þetta er fyrsti flokksráðsfundur VG eftir að flokkurinn gekk í ríkisstjórn. Hann sagði jafnframt að flokkurinn væri að breyta Íslandi.  

„Nú er krafa uppi um að okkar forsætisráðherra beiti sér eins og einhver einræðisherra og ráði og reki ráðherra, eins og kallað er eftir hverju sinni. Sem betur fer virkar okkar stjórnskipan ekki alveg svona,“ sagði Edward.

Vill skila skömminni til kjósenda     

Hann sagði ráðherra ábyrga fyrir sér sjálfir og sínum ákvörðunum. Ábyrgðin væri fyrst og fremst og ævinlega kjósenda sjálfra þegur kemur að því hverjir veljast í ráðherrastóla. „Þeir sem kjósa flokka og ráðherra á þing aftur og aftur, sem sannarlega hafa farið á svig við lög og reglur, hljóta að verða skoða hug sinn vandlega. Ég vil skila skömminni, skila henni til þeirra sem kusu, vitandi vits yfir okkur ráðherra sem aðeins virðist vilja fylgja eigin villuljósi.“

Frá fundinum í morgun.
Frá fundinum í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Edward benti á að í kerfinu væri ferli fyrir slík mál og vísaði í að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd muni skoða þetta mál sem myndi umboðsmaður Alþingis fylla í eyðurnar sem nefndin gæti mögulega skilið eftir.

„Já kæru félagar, það hitnar undir Sigríði Á. Andersen og til að þetta eldist nú allt vel og brenni ekki, er betra að hækka hitann rólega,“ sagði Edward og heyra mátti nokkurn hlátur fundarmanna. 

„Þurfa ekki að reiða sig á fáránlegar hliðar áróðursvélum“

Edward greindi frá fundi sem hann sat í Kaupmannahöfn í Danmörku að ræða við aðra vinstri og umhverfisverndarflokka í Norður Evrópu um árangur og erfiði við ríkisstjórnarsamstarf. Flokksformenn og framkvæmdastjórar frá Norðurlöndum, Hollandi, Lúxemborg og Þýskalandi lýstu allir áskorunum sem fælust í að færa hreyfingu sem sprettur úr því að standa vaktina í mótmælum á götum úti, yfir í að vinna innan stjórnsýslu að breytingunum sem þarf að gera.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann sagði jafnframt gott að vera í samvinnu við aðra slíka flokka. „Með góðan fjárhag ættu allir flokkar líka að geta staðið málefnalega að sínum stefnuskrám og þurfa ekki að reiða sig á fáránlegar hliðar áróðursvélum reknar fyrir ákveðna flokka á öðrum kennitölum,“ sagði Edward þegar um fjárhag vinstri flokkanna. 

Fundurinn markar upphaf sveitarstjórnarkosninga í vor. Helstu atriði sem verða meðal annars rædd í dag eru meðal annars: loftslagsmál, skólamál, lýðheilsustefna, jafnréttisstefna, lenging fæðingarorlofs svo fátt eitt sé nefnt. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Nýr morgunþáttur á K100

07:37 Nýr morgunþáttur hefur göngu sína 1. mars næstkomandi á K100. Mun hann bera heitið „Ísland vaknar“ og mun hann fylgja hlustendum inn í virka daga vikunnar milli 6.45 og 9.00. Meira »

Hlýindin munu vinna vel á klakanum

07:29 „Ef við reynum að finna góðar fréttir fyrir einhverja í veðurspá dagsins, þá standa vonir til þess að hlýindin sem fylgja storminum á morgun muni ná að vinna vel á klakanum,“ segir veðurfræðingur Veðurstofunnar. Meira »

Sýkna hafi blasað við allt frá 1977

07:18 Guðjón Skarphéðinsson, einn fimmmenninganna sem fengu endurupptöku mála sinna fyrir Hæstarétti eftir að hafa verið dæmdir fyrir sléttum 38 árum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hafði reiknað með því að settur ríkissaksóknari myndi krefjast sýknu. Meira »

Fjörutíu útköll vegna vatns

06:12 Í nógu var að snúast hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær er kröpp lægð gekk yfir landið með tilheyrandi úrkomu. Sinnti slökkviliðið fjörutíu útköllum vegna vatns, því síðasta um miðnætti. Meira »

Úrkomutíð í vændum

06:05 Í dag er spáð sunnan hvassviðri eða stormi austast á landinu með talsverðri eða mikilli rigningu. Á morgun fer hins vegar að hvessa fyrir hádegi og seinnipartinn má búast við stormi. Meira »

Skipa starfshóp þriðja hvern dag

05:30 Á fyrstu þremur árum yfirstandandi kjörtímabils hefur Reykjavíkurborg skipað 351 starfshóp innan stjórnkerfisins. Á þetta bendir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Framtalsskilum flýtt um mánuð

05:30 Embætti ríkisskattstjóra stefnir að því að ljúka álagningu einstaklinga mánuði fyrr en áður hefur verið eða 31. maí nk. Verður það í annað sinn á þremur árum sem álagningunni er flýtt. Meira »

Stefnir í fjölgun innbrota á þessu ári

05:30 Tilkynnt var um 895 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Árið 2016 var fjöldi innbrota 849 og hafði ekki verið minni síðan 2009 þegar tilkynnt var um 2.883 innbrot til lögreglunnar. Meira »

Skoða réttarstöðu sína

05:30 Líklegast er talið að veikleiki í einangrun Vestmannaeyjastrengs 3 hafi orsakað bilun í strengnum. Viðgerð á strengnum var sú dýrasta í sögu Landsnets, kostaði 630 milljónir króna, og er fyrirtækið nú að skoða rétt sinn gagnvart framleiðandanum. Meira »

Ríkir og rosknir vilja rafbíla

05:30 42% Íslendinga sem hyggjast kaupa sér nýjan bíl innan þriggja ára vilja helst að bíllinn sé knúinn rafmagni sem aðalorkugjafa. Meira »

Lagt fram í fjórtánda sinn

05:30 „Þetta mál er gríðarlega mikilvægt og mikilvægara nú en oft áður. Við sjáum að þessi mál hafa verið að hreyfast í ranga átt víða í heiminum. Það er verið að ræða um endurnýjun í kjarnorkubúrum í Bandaríkjunum og víðar,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Meira »

Geta smakkað 300 bjóra á hátíðinni

05:30 Hin árlega íslenska bjórhátíð verður sett í sjöunda sinn á Kex Hostel síðdegis í dag. Hátíðin stendur í þrjá daga og munu 5-600 manns fagna 29 ára afmæli þess að bjórbanninu var aflétt hér á landi. Meira »

Lenti á sandbing í höfninni

Í gær, 22:50 Línuskipið Tjaldur SH hafnaði á sandbing í höfninni á Rifi. Björgunarskipið Björg frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg reynir að toga skipið að bryggjunni. Meira »

Herjólfur hlaut langflest atkvæði

Í gær, 22:25 Nafnið Herjólfur hlaut langflest atkvæði á fjölmennum íbúafundi í Vestmannaeyjum í kvöld þar sem kosið var um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju. Meira »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

Í gær, 22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Von á svipaðri lægð á föstudag

Í gær, 22:41 Enn eimir eftir austanlands af stormi sem gengið hefur yfir landið í dag. Mikil rigning er suðaustanlands og upp á sunnanverða firðina og gaf Veðurstofan út viðvörun vegna þess um klukkan hálfsjö í kvöld. Í samtali við mbl.is segir veðurfræðingur auknar líkur á skriðum og ofanflóðum austanlands. Meira »

Logi skilaði inn framboði

Í gær, 22:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

Í gær, 21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...