Þrettán þúsund fluttu til landsins

Uppbygging ferðaþjónustu hefur meðal annars kallað á aðflutt vinnuafl.
Uppbygging ferðaþjónustu hefur meðal annars kallað á aðflutt vinnuafl. mbl.is/​Hari

Um 7.900 fleiri erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins í fyrra en frá því, sem er mesti fjöldi í sögunni. Að auki komu hingað rúmlega 5.000 manns á vegum starfsmannaleigna og sem útsendir starfsmenn.

Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar er lítil skörun milli þessara hópa. Séu tölurnar lagðar saman er útkoman að milli 12 og 13 þúsundum fleiri erlendir ríkisborgarar hafi flutt til landsins en frá því í fyrra. Hluti þeirra kemur tímabundið.

Í umfjöllun um aðflutning þennan í Morgunblaðinu í dag segir, að tölur Hagstofunnar bendi til að rúmlega 3.300 fleiri Pólverjar hafi flutt til landsins í fyrra en frá því. Til að setja þá tölu í samhengi fer hún nærri því að vera prósent af íbúafjölda landsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert