Bein útsending frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. mbl.is/Eggert

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fund í dag kl. 9.15 um ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt. Á fundinn mætir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, en hægt er að fylgjast með honum hér fyrir neðan.

Sigríður vék frá mati sérstakrar hæfnisnefndar sem mat 15 umsækjendur um dómarstöður hæfasta, en hún gerði 4 breytingar þegar hún skipaði í stöðurnar.

Hæstirétt­ur Íslands komst að þeirri niður­stöðu í des­em­ber að ráðherr­ann hefði brotið stjórn­sýslu­lög með því að fara ekki eft­ir mati nefnd­ar­inn­ar um hæfi um­sækj­enda. Var ríkið dæmt til að greiða tveim­ur af þeim fjór­um dómur­um sem skipt var út, Ástráði Har­alds­syni og Jó­hann­esi Rún­ari Jó­hanns­syni, sam­tals 1,4 millj­ón­ir í miska­bæt­ur vegna ákvörðunar ráðherra.

Auk þess hafa Ei­rík­ur Jóns­son laga­pró­fess­or og Jón Hösk­ulds­son héraðsdóm­ari kraf­ist bóta. Jón fer fram á 30 millj­ón­ir króna í miska- og skaðabæt­ur en upp­hæð fylgdi ekki kröfu Ei­ríks.

Sigríður hefur sagt að hún uni dómnum en að hún sé ósammála því að hún hafi brotið lög með ákvörðun sinni.

Fram hefur komið að sér­fræðing­ar í dóms- og fjár­málaráðuneyt­inu vöruðu Sig­ríði Á. And­er­sen dóms­málaráðherra við því að ef hún ætlaði að breyta út af lista hæfn­is­nefnd­ar um dóm­ara við Lands­rétt þyrfti hún að leggja sjálf­stætt mat á alla um­sækj­end­ur.

Meðal þeirra sem vöruðu Sigríði við var Ragn­hild­ur Arn­ljóts­dótt­ir, sett­ur ráðuneyt­is­stjóri í dóms­málaráðuneyt­inu. Hún taldi skorta á rök­stuðning Sig­ríðar og mælti með því að ráðherr­ann legði breyt­ing­ar í hend­ur Alþing­is eða frestaði skip­an dóm­ara. Fram kom hins vegar í fréttaskýringaþættinum kveik í gær að ráðherra teldi sig hafa fært nægjanleg rök fyrir ákvörðun sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert