Samkeppnishæfni fyrirtækja minnkar

„Þetta endurspeglar þverrandi samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja, vegna styrkingar krónunnar og mikilla launahækkana á undanförnum árum. Ég hef talað um að ég meti stöðuna þannig að það séu hagræðingar framundan í vetur og ég tel því miður að þetta sé ein birtingarmynd þess.“

Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um 86 manna hópuppsögn hjá Odda í gær og horfurnar í atvinnulífinu almennt. Fram hefur komið að þessi atriði tvö hafi verið veigamikil í ákvörðun um uppsagnirnar hjá fyrirtækinu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist hann  vera nýbúinn að fara hringinn um landið og ræða við atvinnurekendur. „Sagan er alltaf sú sama, það hefur gengið ágætlega, en hins vegar hafa kostnaðarhækkanir verið miklar á undanförnum þremur árum og það er ekkert rými til frekari kostnaðarhækkana, þar með talið launahækkana. Ef við höldum áfram á sömu braut, þá er augljóst fyrir mér að atvinnurekendur muni þurfa að grípa til uppsagna. Við vonum auðvitað að til þess komi ekki, en við erum komin mjög nærri hengifluginu,“ segir Halldór, sem telur svikalogn ríkja í hagkerfinu hérlendis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »