„Þurfum við „læk“ til að líða vel?“

Það er hægt að gera ýmislegt í snjallsímunum.
Það er hægt að gera ýmislegt í snjallsímunum. AFP

„Ég ákvað að deila mun meira af efni á samfélagsmiðlum til að sjá hvort það breytti líðan minni,“ sagði Ingibjörg Eva Þórisdóttir, doktorsnemi við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík. Hún var meðal þeirra sem hélt erindi á málþingi í HR; Frelsi eða Fíkn. Sál­ræn og fé­lags­leg áhrif snjall­tækja, sam­fé­lags­miðla og tölvu­leikja.

Ingibjörg var í fæðingarorlofi og gerði smá tilraun á sjálfri sér. Hún deildi öllu mögulegu og allir gátu fylgst með henni. „Þetta var ótrúlega gaman. Það var svo gaman til að byrja með að ég hugsaði með mér hvort ég ætti að verða áhrifavaldur,“ sagði Ingibjörg og uppskar mikinn hlátur í troðfullum salnum.

Ingibjörg viðurkenndi að hún hefði mjög fljótt verið uppiskroppa með myndefni og því meiru sem hún deildi því meiri tíma hafi hún eytt í símanum við að skoða fólk sem hún þekkir ekki. 

Þurfti alltaf að taka mynd

„Það er ótrúlega gaman að fylgjast með lífi annarra og ég var farin að ímynda mér hvernig líf einhvers sem ég þekki ekki væri,“ sagði Ingibjörg en samhliða þessu fann hún hvernig langanir í veraldlega muni jukust:

„Mér fannst ég þurfa að taka eldhúsið í gegn og bruna í brunch í Þrastarlundi.“

Hún sagði að sér hefði ekki liðið vel þegar líða tók á tilraunina. „Þetta tók tíma frá börnunum og ég var eirðarlaus. Ég naut ekki augnablikanna því ég þurfti alltaf að taka mynd.“

Glansmyndin er krefjandi

Ingibjörg sagði að skjánotkun hefði aukist gríðarlega síðustu tíu ár en óhófleg notkun getur haft slæm líkamleg og andleg áhrif. 34,3% stúlkna og 19% drengja í tíunda bekk verja í það minnsta fjórum klukkustundum á dag á samfélagsmiðlum. 

Hún benti á að félagslegur samanburður unglinga á samfélagsmiðlum getur aukið kvíða og vanlíðan, sé hann til staðar. „Það er krefjandi að sýna líf sitt á ákveðinn hátt, fullkominn hátt. Við þurfum að aftengja raunverulegu persónuna frá manneskjunni á samfélagsmiðlum,“ sagði Ingibjörg.

Jóhanna María Svövudóttir hélt erindi í dag.
Jóhanna María Svövudóttir hélt erindi í dag. mbl.is/Jóhann

„Við þurfum að bæta vellíðanina,“ sagði Ingibjörg og sagði að fólk þyrfti að einblína á það sem lætur því líða vel, ekki það sem færir því kvíða og vanlíðan. „Þurfum við læk til að líða vel? Mitt svar er nei.“

Grípur ósjálfrátt í símann

Jóhanna María Svövudóttir, nemandi í tölvunarfræði í HR, sagðist vera á báðum áttum þegar kæmi að snjalltækjum og ýmis konar tækni. Hennar lifibrauð, sem tölvunarfræðingur, mun snúast um margt sem tengist málefninu. „Hvar væru nemendur í dag til að mynda án google doc og fleiri forrita sem nýtast vel í hópastarfi,“ spurði Jóhanna.

Hún sagði sínar pælingar tengdar snjalltækjum hafa breyst þegar hún eignaðist dóttur á síðasta ári. „Tíminn með henni er dýrmætur. Við eyðum tíma saman en það er alltaf eitthvert áreiti og hún fær ekki fulla athygli þegar ég kíki á samfélagsmiðla. Það er eins og ég grípi ósjálfrátt í símann,“ sagði Jóhanna.

Hún sagði að það væri ljóst að samfélagsmiðlar stælu miklum tíma frá henni og hennar nánustu. Einnig hefur hún fundið að máttur „lækanna“ er mikill.

Hún hafi einhvern tímann fundið fyrir ánægju þegar eitthvert innlegg á samfélagsmiðlum hafi fengið mörg „læk“ og einnig efast þegar eitthvert innlegg fékk ekki nógu mörg „læk.“

„Er fyrst og síðast mamma“

Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðisvið HR og sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, velti því upp hvernig foreldrar geti alið börn sín upp í þessum heimi sem breytist svo hratt.

„Ég er fyrst og síðast mamma,“ sagði Margrét, en hún sagði að foreldrar vilji búa börnin sem best undir framtíðina. Hún benti á verkefni sem hefði gengið mjög vel sem snýr að vímuefnanotkun ungmenna. Mun færri ungmenni neiti nú vímuefna en fyrir 20 árum síðan.

Þá var farið í átak en Margrét sagði að þar hefði verið kallað á foreldra að taka þátt, sem virkaði. Foreldralausa hangsið var hér áður fyrr einhvers staðar úti en nú er það í símunum.

„50% af tíu ára krökkum eru á samfélagsmiðlum og þar er foreldralaust hangs,“ sagði Margrét og bætti við að það væri hægt að sjá nánast hvað sem er þar, til að mynda dýraklám, morð og afhausanir.

„Ef enginn er á „chatinu“ þá er ekki gaman þar,“ sagði Margrét og bætti við að foreldrar þyrftu að setja reglur saman. Það væri miklu auðveldara að vera „leiðinlegt foreldri“ ef allir eru það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Logi skilaði inn framboði

22:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.  Meira »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »

Selaveisla með samgöngunefnd?

21:45 „Núna finnst okkur boltinn vera hjá yfirvöldum,“ segir Eyþór Stefánsson en hann var einn þeirra sem skipulagði viðburð þar sem íbúar á Borgarfirði eystra steyptu þriggja metra langan vegakafla á mánudag. Heimafólk er langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda og slæmum veg. Meira »

„Átti von á að það yrði kaldara“

21:30 Veðrið hefur gert mörgum lífið leitt í dag. Fjölmargir ferðamenn eru staddir á landinu og þeir létu rok og rigningu ekki stöðva sig í að skoða sig um í bænum. Mæðgurnar Patricia Schaeffer og Dana McDonald eru í heimsókn frá Boston og þær segja veðrið ekki hafa haft mikil áhrif á ferðalagið. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

21:21 Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu gekk ekki út í kvöld en í pottinum voru um 2,2 milljarðar króna.  Meira »

Öryggisverðinum sagt upp störfum

20:31 Starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar sem var hnepptur í gæsluvarðhald vegna innbrots í gagnaver Advania hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að málið sé mikið áfall fyrir starfsfólk fyrirtækisins, enda sé traust eitt af lykilgildum þess. Meira »

690 dómar kveðnir upp í Hæstarétti

20:35 690 dómar voru kveðnir upp í Hæstarétti á árinu 2017. Er það nokkru minna en undanfarin ár, en þeir voru 762 í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu Hæstaréttar, sem kom út í dag. Ástæða fækkunarinnar er sú að dómurum við réttinn fækkaði um tvo í september í fyrra. Meira »

Reglur settar um álaveiðar

20:19 Ráðherra getur með reglugerð sett reglur um álaveiðar, m.a. um að banna eða takmarka álaveiðar um allt land eða á tilteknum svæðum ef það er talið nauðsynlegt að mati Hafrannsóknastofnunar. Þetta segir í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram. Meira »

Norðurljós og rafiðnaður

20:04 Þrír nemar á fjórða og síðasta ári í raftækniskóla í Hollandi eru í fjórðu og síðustu vinnuvikunni hjá rafverktakafyrirtækinu Rafholti í Kópavogi í samvinnu við Raftækniskólann og fara héðan reynslunni ríkari um helgina. „Þetta hefur verið frábært í alla staði,“ segir Matteüs Abdalla, einn Hollendinganna. Meira »

Allt á floti á flugvellinum

19:45 Það var ekki fögur sjón sem blasti við starfsmönnum flugvallarþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Ís og krapi stíflaði niðurföllin á flugbrautum alveg við Leifsstöð sem varð til þess að flugbrautin fylltist af vatni. Meira »

Öryggisvörður einn hinna handteknu

19:31 Alls hafa níu verið handteknir vegna rannsóknar á þremur innbrotum í gagnver í desember og janúar. Einn þeirra er starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar. Meira »

Fjölgun lána ÍLS á Norðurlandi vestra

19:22 Íbúðalánasjóður (ÍLS) veitti færri lán með veði í íbúðarhúsnæði alls staðar á landinu milli 2016 og 2017 nema á Norðurlandi vestra og í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Unni Brá Konráðsdóttur um hlutfall lána með veði í íbúðarhúsnæði. Meira »

Boðar lækkun veiðigjalda

18:38 Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, boðar endurskoðun veiðigjalda og segir undirbúning þess hafinn í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þetta kom fram á þingfundi í dag. Meira »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Hæfileikabúnt hjá Verslunarskólanum

18:40 Verslunarskóli Íslands sýnir söngleikinn Framleiðendurnir í Háskólabíói. Sýningin er metnaðarfull og öllu til tjaldað. Söngleikurinn fjallar um framleiðenda og endurskoðanda sem ákveða að setja upp versta söngleik í sögu Broadway. Meira »

Slökkviliðið sinnt um 40 verkefnum

18:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Alls hefur slökkviliðið sinnt um fjörutíu verkefnum í dag, en kalla þurfti út aukaliðsstyrk vegna anna. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason, í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
Laust í feb-mars. Biskupstungur..
Sumarhús, - Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi og Gullfossi. Velkomi...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...