„Þurfum við „læk“ til að líða vel?“

Það er hægt að gera ýmislegt í snjallsímunum.
Það er hægt að gera ýmislegt í snjallsímunum. AFP

„Ég ákvað að deila mun meira af efni á samfélagsmiðlum til að sjá hvort það breytti líðan minni,“ sagði Ingibjörg Eva Þórisdóttir, doktorsnemi við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík. Hún var meðal þeirra sem hélt erindi á málþingi í HR; Frelsi eða Fíkn. Sál­ræn og fé­lags­leg áhrif snjall­tækja, sam­fé­lags­miðla og tölvu­leikja.

Ingibjörg var í fæðingarorlofi og gerði smá tilraun á sjálfri sér. Hún deildi öllu mögulegu og allir gátu fylgst með henni. „Þetta var ótrúlega gaman. Það var svo gaman til að byrja með að ég hugsaði með mér hvort ég ætti að verða áhrifavaldur,“ sagði Ingibjörg og uppskar mikinn hlátur í troðfullum salnum.

Ingibjörg viðurkenndi að hún hefði mjög fljótt verið uppiskroppa með myndefni og því meiru sem hún deildi því meiri tíma hafi hún eytt í símanum við að skoða fólk sem hún þekkir ekki. 

Þurfti alltaf að taka mynd

„Það er ótrúlega gaman að fylgjast með lífi annarra og ég var farin að ímynda mér hvernig líf einhvers sem ég þekki ekki væri,“ sagði Ingibjörg en samhliða þessu fann hún hvernig langanir í veraldlega muni jukust:

„Mér fannst ég þurfa að taka eldhúsið í gegn og bruna í brunch í Þrastarlundi.“

Hún sagði að sér hefði ekki liðið vel þegar líða tók á tilraunina. „Þetta tók tíma frá börnunum og ég var eirðarlaus. Ég naut ekki augnablikanna því ég þurfti alltaf að taka mynd.“

Glansmyndin er krefjandi

Ingibjörg sagði að skjánotkun hefði aukist gríðarlega síðustu tíu ár en óhófleg notkun getur haft slæm líkamleg og andleg áhrif. 34,3% stúlkna og 19% drengja í tíunda bekk verja í það minnsta fjórum klukkustundum á dag á samfélagsmiðlum. 

Hún benti á að félagslegur samanburður unglinga á samfélagsmiðlum getur aukið kvíða og vanlíðan, sé hann til staðar. „Það er krefjandi að sýna líf sitt á ákveðinn hátt, fullkominn hátt. Við þurfum að aftengja raunverulegu persónuna frá manneskjunni á samfélagsmiðlum,“ sagði Ingibjörg.

Jóhanna María Svövudóttir hélt erindi í dag.
Jóhanna María Svövudóttir hélt erindi í dag. mbl.is/Jóhann

„Við þurfum að bæta vellíðanina,“ sagði Ingibjörg og sagði að fólk þyrfti að einblína á það sem lætur því líða vel, ekki það sem færir því kvíða og vanlíðan. „Þurfum við læk til að líða vel? Mitt svar er nei.“

Grípur ósjálfrátt í símann

Jóhanna María Svövudóttir, nemandi í tölvunarfræði í HR, sagðist vera á báðum áttum þegar kæmi að snjalltækjum og ýmis konar tækni. Hennar lifibrauð, sem tölvunarfræðingur, mun snúast um margt sem tengist málefninu. „Hvar væru nemendur í dag til að mynda án google doc og fleiri forrita sem nýtast vel í hópastarfi,“ spurði Jóhanna.

Hún sagði sínar pælingar tengdar snjalltækjum hafa breyst þegar hún eignaðist dóttur á síðasta ári. „Tíminn með henni er dýrmætur. Við eyðum tíma saman en það er alltaf eitthvert áreiti og hún fær ekki fulla athygli þegar ég kíki á samfélagsmiðla. Það er eins og ég grípi ósjálfrátt í símann,“ sagði Jóhanna.

Hún sagði að það væri ljóst að samfélagsmiðlar stælu miklum tíma frá henni og hennar nánustu. Einnig hefur hún fundið að máttur „lækanna“ er mikill.

Hún hafi einhvern tímann fundið fyrir ánægju þegar eitthvert innlegg á samfélagsmiðlum hafi fengið mörg „læk“ og einnig efast þegar eitthvert innlegg fékk ekki nógu mörg „læk.“

„Er fyrst og síðast mamma“

Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðisvið HR og sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, velti því upp hvernig foreldrar geti alið börn sín upp í þessum heimi sem breytist svo hratt.

„Ég er fyrst og síðast mamma,“ sagði Margrét, en hún sagði að foreldrar vilji búa börnin sem best undir framtíðina. Hún benti á verkefni sem hefði gengið mjög vel sem snýr að vímuefnanotkun ungmenna. Mun færri ungmenni neiti nú vímuefna en fyrir 20 árum síðan.

Þá var farið í átak en Margrét sagði að þar hefði verið kallað á foreldra að taka þátt, sem virkaði. Foreldralausa hangsið var hér áður fyrr einhvers staðar úti en nú er það í símunum.

„50% af tíu ára krökkum eru á samfélagsmiðlum og þar er foreldralaust hangs,“ sagði Margrét og bætti við að það væri hægt að sjá nánast hvað sem er þar, til að mynda dýraklám, morð og afhausanir.

„Ef enginn er á „chatinu“ þá er ekki gaman þar,“ sagði Margrét og bætti við að foreldrar þyrftu að setja reglur saman. Það væri miklu auðveldara að vera „leiðinlegt foreldri“ ef allir eru það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fyrirliði er mikilvægur í sambandi

06:30 Áslaug Kristjáns kynfræðingur ræddi fótbolta og kynlíf í síðdeginu á K100. Líkt og í fótbolta þarf gott lið að hafa liðstjóra og fyrirliða að sögn Áslaugar, sem segir fyrirliðahlutverkið mikilvægt í sambandinu svo parið verði ekki sundurleit heild sem vinnur ekki leikinn. Meira »

Datt á palli í Ingólfsstræti

06:06 Um hálfáttaleytið í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um slys við Ingólfsstræti.  Meira »

Handteknir í Hafnarfirði

06:03 Þrír menn voru handteknir í Hafnarfirði síðdegis í gær.   Meira »

Lægð sendir okkur dótturlægð

05:56 Eftir hádegi í dag má búast við sólarglætu sunnan- og vestanlands. „Eins og við er að búast stendur góðviðrið stutt því næsta lægð er í startholunum við Labrador,“ segir veðurfræðingur. Meira »

Hefði vel getað sprungið

05:30 Fallbyssukúlan sem fannst í Mosfellsbæ laust eftir hádegi í gær kom á land í gegnum sanddæluskip og þykir ótrúlegt að hún hafi ekki sprungið einhvers staðar á leiðinni úr sjó og þangað sem hún endaði. Meira »

Metfjöldi hundrað ára og eldri

05:30 „Í júnímánuði var sett met þegar fjöldi hundrað ára og eldri á lífi fór í fyrsta sinn yfir fimmtíu. Nú eru þeir 53, 15 karlar og 38 konur.“ Þetta segir Jónas Ragnarsson í innsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Leg látinna grædd í ófrjóar konur

05:30 Íslenskur kvensjúkdómalæknir, Jón Ívar Einarsson, var hluti af teymi lækna á Indlandi sem græddu leg úr gjafa í ófrjóa konu í sjaldgæfri skurðaðgerð. Meira »

Arkitekt að eigin lífi

Í gær, 23:00 „Gríman er fallin“, sagði Svava Björk Hjaltalín arkitekt í Magasíninu þegar hún lýsti árangrinum af þeirri sjálfsvinnu sem hún hefur verið í undanfarin ár. Á dögunum birti hún stöðuuppfærslu þar sem hún lýsti því hvernig eitt takmark af nokkrum hefði náðst og nú væru sex mánuðir eftir. Meira »

Krefst svara frá forsætisnefnd

Í gær, 22:48 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar þess efnis að bjóða Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, til hátíðarfundar á Þingvöllum. Þá gagnrýnir hann einnig að ekki hafi verið upplýst um aðkomu Kjærsgaard fyrr en í gær þrátt fyrir að henni hafi verið boðið til landsins í apríl. Hann mun kalla eftir skýrum svörum frá forsætisnefnd vegna málsins. Meira »

Píratar gerðu engar athugasemdir

Í gær, 22:07 „Eins og ég hef reynt að margsegja í dag þá er Pia Kjærsgaard ekki boðin hingað sem Pia Kjærsgaard eða vegna skoðana sinna. Hún er forseti danska þingsins,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is. Meira »

Fólk hrætt um að eldurinn nálgist bæina

Í gær, 21:41 „Þetta er hérna allt í kringum okkur. Þetta voru fimm eldar síðast þegar ég vissi,“ segir Björn Fannar Björnsson, nemi í málmiðnum, sem búsettur er með fjölskyldu sína í Ljusdal í Gävleborg í Svíþjóð. Meira »

Segja lífeyrissjóði raska lánamarkaði

Í gær, 21:29 Matsfyrirtækið Standard & Poor´s segir lífeyrissjóðina skapa skekkju á íslenskum lánamarkaði þar sem sjóðunum er ekki gert að uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til fjármálafyrirtækja. Útlánastarfsemi lífeyrissjóðanna er sögð hafa áhrif á verðlagningu bankanna og stöðu útlánatrygginga þeirra. Meira »

Hvergi betra að vera kona en á Íslandi

Í gær, 20:42 Ástralski sjónvarpsþátturinn Dateline gerði Ísland að viðfangsefni sínu á dögunum þar sem fjallað var ítarlega um jafnrétti kynjanna. Þáttastjórnandinn, Janice Petersen, fer í þættinum um Ísland, kynnir sér stefnur og strauma í jafnréttismálum og mærir landið í hástert fyrir öfluga jafnréttisstefnu. Hún segir Ísland vera femíníska útópíu og hvergi sé betra í heiminum að vera kona en á Íslandi. Meira »

Gjaldtakan var forsenda útboðsins

Í gær, 19:58 „Þegar við tókum þátt í útboðinu fyrir ári síðan þá var ein forsenda útboðsins sú að hafin yrði gjaldtaka á þessu ytra stæði og við buðum náttúrulega í þetta miðað við þær forsendur,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdarstjóri Kynnisferða. Meira »

Magnús Stefánsson ráðinn bæjarstjóri

Í gær, 19:19 Á fundi bæjarstjórnar Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs í dag var samþykkt tillaga um að Magnús Stefánsson verði ráðinn bæjarstjóri í Sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs kjörtímabilið 2018-2022. Meira »

Leggja ekki fram nýjar tillögur

Í gær, 19:02 Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra í fyrramálið. Til stóð að halda næsta samningafund á mánudaginn en ríkissáttasemjari ákvað að flýta fundinum í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin. Formenn samninganefndanna hafa ekki lagt fram nýjar tillögur til að leysa deiluna. Meira »

Mótmæli lituðu hátíðarfundinn

Í gær, 18:42 Mótmæli bæði áhorfenda og þingmanna settu svip sinn á hátíðarfund Alþingis, sem fram fór undir Lögbergi á Þingvöllum í dag. Mæting almennings á fundinn var mun dræmari en búist hafði verið við. Meira »

Norðmaður vann tæpar 29 milljónir

Í gær, 18:28 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottóút­drætti kvölds­ins en einn heppinn Norðmaður vann annan vinning og hlýtur 28,7 milljónir króna í vinning. Meira »

Leituðu til sendiráðsins vegna áreitis

Í gær, 18:06 „Þau eru búin að vera að lenda í alls konar skítkasti á víð og dreif um landið. Fólk að segja þeim að koma sér heim og að þau séu búin að eyðileggja náttúruna og að gefa þeim „fokk“-merki,“ segir Magnús Ásgeirsson um frönsku ferðamennina tvo sem gerðust sekir um utanvegaakstur við Kerlingarfjöll. Meira »
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Almenn lögmannsráðgjöf JH lögmannsstofa
Almenn lögmannsráðgjöf JH lögmannsstofa, sími 5195880. Tölvupóstfang: jhlogmanns...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Heima er bezt tímarit
5. tbl. 2018 - Þjóðlegt og fróðlegt Tryggðu þér áskrift - www.heimaerbezt.net ...