Ráðherra vill funda vegna stuðningsfulltrúans

Ásmundur Daði Einarsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, vill vita hvort að …
Ásmundur Daði Einarsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, vill vita hvort að velferðarráðuneytið geti brugðist við vegna máls stuðningsfulltrúans. mbl.is/Eggert

Fulltrúar Barnaverndar Reykjavíkur, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og velferðarsviðs Reykjavíkur hafa verið boðaðir á fund í Velferðarráðuneytinu á mánudag í tengslum við mál stuðningsfulltrúa, sem nú situr í gæsluvarðahaldi grunaður um að hafa misnotað skjólstæðing sinn er hann var á barnsaldri.  

Fjölmiðlar hafa í vikunni greint frá því að tilkynnt hafi verið um manninn að minnsta kosti í þrígang á undanförnum árum ýmist til lögreglu eða barnaverndaryfirvalda, en engar slíkar skráningar virðist vera að finna.

Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður Ásmundar Daða Einarssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, staðfestir að ráðherra hafi boðað til fundar vegna málsins. „Það stendur til að hitta þá sem koma að þessu máli,“ segir hún og kveður það gert til að ræða málið og hvernig ráðuneytið geti mögulega brugðist við. „Þó að málið eigi að mörgu leyti ekki heima hér, þá hefur ráðherra mikinn áhuga á að kynna sér þetta mál og þessi mál almennt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert