Leita að eldri kvörtunum

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var Barnavernd Reykjavíkur tilkynnt um meint eldri kynferðisbrot starfsmanns stofnunarinnar sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um gróf kynferðisbrot gagnvart ungum dreng á árunum 2004 til 2010.

Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segist ekki hafa neinar upplýsingar um að stofnuninni hafi borist kvörtun en nú sé verið að velta öllum steinum við til að athuga hvort slíkt reynist rétt.

Sigurður Hólm Gunnarsson, forstöðumaður skammtímaheimilis fyrir börn og unglinga í Hraunbergi, þar sem maðurinn starfaði, segir skammtímaheimilið ekki hafa fengið að vita af málinu fyrr en seinni part miðvikudags 18. janúar. „Það verður að bæta þessa verkferla, að koma upplýsingum til skila. Það virðist að upplýsingar hafi borist fyrir 2010 og ég ræð hann í vinnu í maí 2010 þannig að það hefði kannski verið gott að vita af þessu,“ segir Sigurður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert