Sigríður vildi birta gögnin

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Sigríði Andersen dómsmálaráðherra út ...
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Sigríði Andersen dómsmálaráðherra út í það sem hún sagði vera rangfærslur í máli hennar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hvernig stendur á því að ráðherra getur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl án þess að afskræma sannleikann og gefa ýmist ranga eða villandi mynd af atvikum þessa ömurlega máls?“ spurði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, Sigríði Andersen dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Taldi Þórhildur Sunna að ekki væri rétt sem ráðherrann hefði sagt að gögn úr ráðuneytinu um skipun dómara við Landsrétt hefðu eingöngu borist stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og vitnaði hún til birtingar þeirra í Stundinni og þess að umboðsmaður Alþingis hefði einnig óskað eftir gögnunum. 

„Dómsmálaráðherra hefur talað um að hann hafi axlað pólitíska ábyrgð með því að mæta í fjölmiðlaviðtöl og fjalla um störf sín. Nú hefur ráðherrann hins vegar ítrekað farið með rangt mál í fjölmiðlum,“ sagði Þórhildur Sunna. „Þegar Stundin birti gögn úr dómsmálaráðuneytinu í síðustu viku fullyrti ráðherra að gögnin hefðu einvörðungu borist [stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd]. Þetta var rangt og þetta sagði ráðherra að því er virtist einvörðungu til að breiða yfir þá staðreynd að umboðsmaður Alþingis hafði þá kallað eftir þessum sömu gögnum.“

Þá sagði Þórhildur Sunna að Sigríður hefði sagt í viðtali við mbl.is  að skjölin sem að Stundin birti hefðu aldrei átt að birtast. Þau væru vinnugögn. „Nú eru engar viðkvæmar persónuupplýsingar í þessum gögnum og ráðuneytinu hefði verið fullheimilt að veita fjölmiðlum og almenningi þessar upplýsingar á grundvelli ákvæðisins um aukið aðgengi í upplýsingalögum. Hvers vegna fannst ráðherra svona mikilvægt að þessi gögn færu leynt?“

Hún hélt áfram og spurði:

„Hvers vegna fannst hæstvirtum ráðherra svona mikilvægt að almenningi yrði haldið óupplýstum um embættisfærslur hennar við skipun Landsréttardómara? Sama dag skýldi ráðherra sér sérstaklega á bak við það í viðtali viðmbl.is að hún hefði ekki sjálf fengið tölvupósta þar sem fjallað er um mikilvægi þess að hún legði mat á hæfni allra umsækjenda út frá nýjum forsendum. Nú er það alveg ljóst af þeim gögnum sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur fengið að vissulega bárust ráðherra gögnin í tölvupósti, m.a. frá ráðuneytisstjóra. Hvernig stendur á því að ráðherra getur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl án þess að afskræma sannleikann og gefa ýmist ranga eða villandi mynd af atvikum þessa ömurlega máls? Sýnir þetta ekki að hæstvirtur ráðherra treystir sér ekki eða geti ekki axlað pólitíska ábyrgð með fjölmiðlaviðtölum einum saman?“

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í ...
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vildi birta öll gögnin

Sigríður benti á að hún hefði setið fyrir svörum á um tveggja klukkustundar löngum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær. Sá hafði verið sýndur í beinni útsendingu á vef Alþingis þar sem hann yrði aðgengilegur um ókomna framtíð. „Mér er til efs, þó að ég hafi ekki tölfræðina á takteinum, að nokkur ráðherra í lýðveldissögunni hafi komið jafn oft á opna fundi fastanefnda Alþingis og sá ráðherra sem hér stendur.“ Sagðist hún hafa lýst sig reiðubúna til að mæta á alla þá fundi og í öll þau viðtöl útaf þessu máli eins og frekast væri unnt.

Hvað gögn málsins sem orðið hafa til í ráðuneytinu varðar sagðist hún hafa lýst því yfir að það væri sér algerlega að meinalausu að þau yrðu gerð opin almenningi. „Sérfræðingar ráðuneytisins hins vegar hafa ráðlagt ráðherranum og sett sig upp á móti því að það verði gert, m.a. með vísan til þess að þarna eru tölvupóstar og vinnugögn sem varðar samskipti starfsmanna sín á milli, m.a. einn tölvupóstur sem birtur hefur verið opinberlega sem barst mér til dæmis aldrei.“

Enn einn viðsnúningurinn

Þórhildur Sunna sagði að á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær hafi hún orðið vitni að enn einum viðsnúningi dómsmálaráðherra „þessu þvílíka máli“. Rifjaði hún upp að Sigríður hafi sagt á fundinum að þingið hefði skipunarvaldið, það væri það sem staðfesti skipun dómara. Vitnaði hún svo í ummæli ráðherrans frá því í maí þar sem hann sagði að það væri ráðherra sem hefði veitingarvaldið og bæri ábyrgð á því, bæði pólitískt og stjórnsýslulega. „Hvernig stendur á þessum viðsnúningi hæstvirts ráðherra og hvenær hættir þetta hringleikahús?“

Sigríður sagðist vilja ítreka þau ummæli sín að ákvörðunarvaldið í þessu máli hefði verið hjá Alþingi. „Menn kunna að vera ósammála því en þannig er staðan og ráðherrann getur ekki starfað eftir öðru. Ákvörðun um tillögu til Alþingis liggur að sjálfsögðu hjá ráðherranum en Alþingi hefur ákvörðunarvald þegar ráðherra ákveður að víkja frá tillögum dómnefndar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja 300 milljónum meira

22:10 Fordæmalaus eftirspurn eftir leiknu íslensku sjónvarpsefni hefur skapast að mati félaga þeirra sem koma að íslenskri kvikmynda- og sjónvarpsgerð og hvetja þau alla alþingismenn til þess að taka undir hækkun framlaga til sjónvarpssjóðs um 300 milljónir króna. Meira »

Breytingar á hönnun kostað 23 milljónir

21:43 Breytingar á hönnun nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis hafa kostað rúmar 23 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Meira »

„Ég skil ekki svona vinnubrögð“

21:35 „Þetta fyrirtæki, Stakksberg, er að halda kynningarfund annað kvöld klukkan átta. Ég verð að segja það að mér finnst það sæta mikilli furðu hversu illa sá fundur sé kynntur,“ segir Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, um íbúafund sem Stakksberg heldur annað kvöld. Meira »

Viðræðuhópur skilar niðurstöðum

21:17 Viðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað niðurstöðum sínum til ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ræddi við íþróttaiðkendur í Kópavogi

20:52 Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, ræddi í dag við unga íþróttaiðkendur í HK og Breiðabliki. Heimsóknin var hluti af innleiðingu á verkefninu TUFF-Ísland í Kópavogi. Meira »

Enn hægt að sjá Danadrottningu

20:42 Dagskráin hjá Margréti Þórhildi Danadrottningu vegna 100 ára fullveldisafmælis Íslands 1. desember næstkomandi er þétt. Enn er hægt að tryggja sér miða á sinfóníska sagnaskemmtun í Hörpu, þar sem drottningin mun flytja stutt ávarp í upphafi sýningar. Meira »

Huginn lengdur um 7,2 metra

20:15 Huginn VE-55 kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í síðustu viku, eftir talsverðar breytingar í skipasmíðastöð í Póllandi. Heimferðin gekk vel. Huginn er frystiskip og fjölveiðiskip og var smíðaður árið 2001 í Chile en var nú lengdur um 7,2 metra. Meira »

Hreyfum okkur hægar en vandinn eykst

19:56 „Það gengur mjög hægt að útskrifa,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vakti athygli á því í pistli sínum um helgina að „frá­flæðis­vand­inn“, eða út­skrift­ar­vandi aldraðra, sé nú í áður óþekkt­um hæðum. Meira »

Átta mánuði að svara um Helguvík

19:55 Þórólfur Dagsson, talsmaður andstæðinga við stóriðju í Helguvík, hefur beðið tæplega átta mánuði eftir svari við fyrirspurn til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um hvort gert hafi verið óháð áhættumat um nálægð málmbræðsluofna við olíudreifingar- og geymslustöðvar í Helguvík við íbúabyggð. Meira »

Baka milljón kökur

19:36 Nú þegar komið er fram í síðari hluta nóvembermánaðar dettur inn á degi hverjum eitthvað sem tengist jólunum. Ljósaseríur, klementínur, konfekt og blandan góða af malti og appelsíni eru komin í búðirnar og nú síðast laufabrauðið. Meira »

Samherji undirbýr skaðabótamál

18:45 Samherji er að undirbúa skaðabótamál á hendur Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. Meira »

Harry Poter kom, sá og sigraði

18:36 Harry Poter er fyrsti íslenski Norðurlandameistarinn af yorkshire terrier kyni. Hann er líka sá fyrsti til að landa meistaratitli á öllum fimm Norðurlöndunum. Hann er víðförull, fæddist í Lettlandi en var fluttur inn til Íslands eins árs og hefur nú flakkað um öll Norðurlöndin. Meira »

Undir áhrifum fíkniefna í banaslysi

18:21 Karlmaður sem lést í hörðum árekstri tveggja bifreiða á Reykjanesbraut í október fyrir um tveimur árum var ekki í öryggisbelti og var undir áhrifum fíkniefna þegar slysið varð. Meira »

Börnin stjórnuðu þingi í Laugarnesskóla

17:57 Alþjóðadagur barna og afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var haldinn hátíðlegur í dag, en yfirskrift átaks UNICEF vegna dagsins í ár er #börnfáorðið. Í tilefni þess var barnaþing haldið í Laugarnesskóla, sem er einn fyrsti Réttindaskóli UNICEF á landinu. Meira »

Ísland í aðalhlutverki í París

17:49 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra sóttu ráðstefnuna Global Positive Forum í París í dag. Meira »

Handtekinn fyrir að reykja á salerni

17:29 Karlmaður sem var farþegi í flugvél WOW air frá Brussel var handtekinn við komuna á Keflavíkurflugvöll í dag.  Meira »

Steinsteypa ekki nóg

17:07 Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn telja mikilvægt að staðið verði við að fjölga leikskólarýmum enda stefnt að því að tryggja 12 mánaða börnum rými. Meira »

Fiskeldisfyrirtækin fá undanþágu

17:07 Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur veitt fyrirtækjunum Arctic Sea Farm hf. og Fjarðalaxi hf. tímabundna undanþágu frá kröfu um starfsleyfi, með skilyrðum. Arctic Sea Farm hf. er þar með veitt heimild til að framleiða 600 tonn árlega og Fjarðalaxi hf. 3.400 tonn árlega af laxi í sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði. Meira »

Sýknaður af nauðgunarákæru

16:48 Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað karlmann af ákæru um að hafa nauðgað konu á síðasta ári.  Meira »
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Timap. s. ...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 15% afsláttur af Natalie? Bjóðum upp á þennann afslátt fram a...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk 205/55 R16.. Verð kr 12000... Sími 8986048....