Sigríður vildi birta gögnin

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Sigríði Andersen dómsmálaráðherra út ...
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Sigríði Andersen dómsmálaráðherra út í það sem hún sagði vera rangfærslur í máli hennar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hvernig stendur á því að ráðherra getur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl án þess að afskræma sannleikann og gefa ýmist ranga eða villandi mynd af atvikum þessa ömurlega máls?“ spurði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, Sigríði Andersen dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Taldi Þórhildur Sunna að ekki væri rétt sem ráðherrann hefði sagt að gögn úr ráðuneytinu um skipun dómara við Landsrétt hefðu eingöngu borist stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og vitnaði hún til birtingar þeirra í Stundinni og þess að umboðsmaður Alþingis hefði einnig óskað eftir gögnunum. 

„Dómsmálaráðherra hefur talað um að hann hafi axlað pólitíska ábyrgð með því að mæta í fjölmiðlaviðtöl og fjalla um störf sín. Nú hefur ráðherrann hins vegar ítrekað farið með rangt mál í fjölmiðlum,“ sagði Þórhildur Sunna. „Þegar Stundin birti gögn úr dómsmálaráðuneytinu í síðustu viku fullyrti ráðherra að gögnin hefðu einvörðungu borist [stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd]. Þetta var rangt og þetta sagði ráðherra að því er virtist einvörðungu til að breiða yfir þá staðreynd að umboðsmaður Alþingis hafði þá kallað eftir þessum sömu gögnum.“

Þá sagði Þórhildur Sunna að Sigríður hefði sagt í viðtali við mbl.is  að skjölin sem að Stundin birti hefðu aldrei átt að birtast. Þau væru vinnugögn. „Nú eru engar viðkvæmar persónuupplýsingar í þessum gögnum og ráðuneytinu hefði verið fullheimilt að veita fjölmiðlum og almenningi þessar upplýsingar á grundvelli ákvæðisins um aukið aðgengi í upplýsingalögum. Hvers vegna fannst ráðherra svona mikilvægt að þessi gögn færu leynt?“

Hún hélt áfram og spurði:

„Hvers vegna fannst hæstvirtum ráðherra svona mikilvægt að almenningi yrði haldið óupplýstum um embættisfærslur hennar við skipun Landsréttardómara? Sama dag skýldi ráðherra sér sérstaklega á bak við það í viðtali viðmbl.is að hún hefði ekki sjálf fengið tölvupósta þar sem fjallað er um mikilvægi þess að hún legði mat á hæfni allra umsækjenda út frá nýjum forsendum. Nú er það alveg ljóst af þeim gögnum sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur fengið að vissulega bárust ráðherra gögnin í tölvupósti, m.a. frá ráðuneytisstjóra. Hvernig stendur á því að ráðherra getur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl án þess að afskræma sannleikann og gefa ýmist ranga eða villandi mynd af atvikum þessa ömurlega máls? Sýnir þetta ekki að hæstvirtur ráðherra treystir sér ekki eða geti ekki axlað pólitíska ábyrgð með fjölmiðlaviðtölum einum saman?“

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í ...
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vildi birta öll gögnin

Sigríður benti á að hún hefði setið fyrir svörum á um tveggja klukkustundar löngum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær. Sá hafði verið sýndur í beinni útsendingu á vef Alþingis þar sem hann yrði aðgengilegur um ókomna framtíð. „Mér er til efs, þó að ég hafi ekki tölfræðina á takteinum, að nokkur ráðherra í lýðveldissögunni hafi komið jafn oft á opna fundi fastanefnda Alþingis og sá ráðherra sem hér stendur.“ Sagðist hún hafa lýst sig reiðubúna til að mæta á alla þá fundi og í öll þau viðtöl útaf þessu máli eins og frekast væri unnt.

Hvað gögn málsins sem orðið hafa til í ráðuneytinu varðar sagðist hún hafa lýst því yfir að það væri sér algerlega að meinalausu að þau yrðu gerð opin almenningi. „Sérfræðingar ráðuneytisins hins vegar hafa ráðlagt ráðherranum og sett sig upp á móti því að það verði gert, m.a. með vísan til þess að þarna eru tölvupóstar og vinnugögn sem varðar samskipti starfsmanna sín á milli, m.a. einn tölvupóstur sem birtur hefur verið opinberlega sem barst mér til dæmis aldrei.“

Enn einn viðsnúningurinn

Þórhildur Sunna sagði að á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær hafi hún orðið vitni að enn einum viðsnúningi dómsmálaráðherra „þessu þvílíka máli“. Rifjaði hún upp að Sigríður hafi sagt á fundinum að þingið hefði skipunarvaldið, það væri það sem staðfesti skipun dómara. Vitnaði hún svo í ummæli ráðherrans frá því í maí þar sem hann sagði að það væri ráðherra sem hefði veitingarvaldið og bæri ábyrgð á því, bæði pólitískt og stjórnsýslulega. „Hvernig stendur á þessum viðsnúningi hæstvirts ráðherra og hvenær hættir þetta hringleikahús?“

Sigríður sagðist vilja ítreka þau ummæli sín að ákvörðunarvaldið í þessu máli hefði verið hjá Alþingi. „Menn kunna að vera ósammála því en þannig er staðan og ráðherrann getur ekki starfað eftir öðru. Ákvörðun um tillögu til Alþingis liggur að sjálfsögðu hjá ráðherranum en Alþingi hefur ákvörðunarvald þegar ráðherra ákveður að víkja frá tillögum dómnefndar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Aðgerðahópurinn fundar í dag

10:31 Fundað verður í aðgerðahópi Starfsgreinasambandsins (SGS) í dag klukkan 14:00 að sögn Flosa Eiríkssonar, framkvæmdastjóra sambandsins, en SGS sleit viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í gær. Meira »

Engin „bráð hætta á ferð“

08:58 Bæði foreldrafélag Varmárskóla og fulltrúar Viðreisnar óskuðu eftir heildarúttekt á skólahúsnæði Varmárskóla á fundi bæjarstjórnar 14. mars. Erindinu var vísað til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og mun sú umsögn berast bæjarráði svo fljótt sem auðið er. Meira »

Brotthvarf Japans hefur engin áhrif

08:47 Brotthvarf Japans úr Alþjóðahvalveiðiráðinu mun ekki hafa áhrif á alþjóðlegar skuldbindingar Íslands um að stunda viðskipti með hvalaafurðir við Japan. Meira »

Vilja Íslandssléttbak að láni

08:18 Náttúruminjasafn Íslands hefur óskað eftir því að fá að láni til langs tíma beinagrind af Íslandssléttbak frá Dýrafræðisafni Danmerkur. Danir eiga tvær slíkar beinagrindur af fullorðnum dýrum sem voru veidd hér við land 1891 og 1904. Meira »

Stálu 6-8 milljónum úr spilakössum

08:12 Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum rannsakar nú innbrot í spilakassa á veitingastað í umdæminu sem átti sér stað nýlega. Meira »

Útfararstofa flúði mygluhús

07:57 „Við fluttum út úr húsnæðinu 1. desember sl., en starfsmenn glímdu margir hverjir við veikindi og alvarleg einkenni vegna myglu í húsinu, sem er mjög illa farið,“ segir Elín Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Útfararstofu kirkjugarðanna. Meira »

Hegningarhúsið stendur enn autt

07:37 Enn hefur ekkert verið ákveðið um hvernig Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg verður ráðstafað, en síðasti fanginn gekk þaðan út fyrir tæpum þremur árum. Meira »

Fremur hvasst á landinu

07:00 Suðvestanátt í dag, víða 10-15 m/s og bætir heldur í vind síðdegis. Skúrir eða él, en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Meira »

Múr sundrar og skilur að fjölskyldur

07:00 „Að búa við múr sem sundrar og skilur að fjölskyldur hefur gríðarleg áhrif á andlega líðan fólks og ekki síst barna,“ segir Fathy Flefel, verkefnastjóri sálfræðiseturs palestínska Rauða hálfmánans. Meira »

Fast leiguverð í sjö ár

06:38 Alma er ný þjónusta á leigumarkaði þar sem leigjendum er gefinn kostur á leigu til allt að sjö ára á föstu leiguverði sem einungis er tengt vísitölu neysluverðs. Alma er í eigu Almenna leigufélagsins. Meira »

Fossvogsbúar kvarta undan útigangsmönnum

05:53 Íbúar í Fossvogshverfinu höfðu samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og kvörtuðu yfir erlendum útigangsmönnum á ferli í hverfinu. Meira »

Stolið úr búningsklefum

05:46 Dýrum úlpum, síma, greiðslukorti og fleiri hlutum var stolið úr búningsklefa í íþróttahúsi í hverfi 108 síðdegis í gær að sögn lögreglu. Samkvæmt dagbók lögreglunnar er mögulega vitað hverjir voru að verki og er málið í rannsókn. Meira »

Vinnutíminn eldfimur

05:30 SGS og SA slitu kjaraviðræðum hjá Ríkissáttasemjara í gær. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, segir vinnutímamál orsök slitanna en Halldór Benjamín Þorbergson, formaður SA, segir kjarasamninga margbrotna og erfitt að taka einstaka hluti út úr. Meira »

Áhyggjur af aukinni umferð um Dalveg

05:30 Yfir eitt hundrað íbúar í Hjallahverfi í Kópavogi hafa ritað undir mótmæli vegna fyrirhugaðra breytinga á deiliskipulagi við Dalveg, en þar á að rísa stór skrifstofubygging með 300 bílastæðum á mótum Breiðsholtsbrautar og Nýbýlavegar. Meira »

Vilja afturkalla reglugerð um hvalveiðar

05:30 Á aðalfundi Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, sem haldinn var á Húsavík um helgina, var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að afturkalla reglugerð sem gefin var út af sjávarútvegsráðherra í febrúar sl. Meira »

Óslóarvélin þurfti að lenda í Stokkhólmi

05:30 Farþegar Icelandair, sem voru á leið frá Ósló til Keflavíkur á sunnudagskvöld, þurftu á heimleiðinni að fara í vél sem var á leið til Stokkhólms og þaðan til Íslands. Flugi FI325 frá Ósló til Keflavíkur 17. mars var breytt en fara átti með Boeing Max-þotu. Meira »

Mótmælendur brutu skilmála borgarinnar

05:30 „Það er ekki fallegt um að litast á Austurvelli um þessar mundir. Grasið er eitt drullusvað og umgangur allur subbulegur. Þetta er svona eins og eftir slæma útihátíð,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Dómur MDE ný tegund óskapnaðar

05:30 „Að íhuguðu máli leyfi ég mér að efast um að afgreiðsla MDE [Mannréttindadómstóls Evrópu] sé réttarfarslegt gustukaverk, heldur tel ég að niðurstaðan sé ný tegund óskapnaðar, sem aðildarþjóðir hljóti að sameinast gegn í þeim tilgangi að verja fullveldi sitt.“ Meira »

Mótmælin farin að bitna á heilsunni

Í gær, 23:33 Hópur flóttamanna sem staðið hefur fyrir mótmælum við Alþingishúsið undanfarið ákvað í dag að færa mótmæli sín af Austurvellinum. Á Facebook-síðu mótmælenda er sagt að þetta sé gert vegna þess að veran við þinghúsið sé farin að bitna á heilsu mótmælenda. Meira »
Nudd
Relaxing massage downtown Reykjavik. S. 7660348, Alena...
Skrifstofuhúsnæði til leigu.
Óskað er eftir leigjendum fyrir skrifstofuhúsnæði að Hverfisgötu 76, 101 Reykja...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
ANTIK HORNSKÁPUR OGSÝNINGARSKÁP 869-2798
FANNEGUR HORNSKÁPUR Á 33,000KR MÁLIN H204X68X40 CM OGFLOTTUR GLERSKÁPUR MEÐ LJÓ...