Sigríður vildi birta gögnin

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Sigríði Andersen dómsmálaráðherra út ...
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Sigríði Andersen dómsmálaráðherra út í það sem hún sagði vera rangfærslur í máli hennar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hvernig stendur á því að ráðherra getur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl án þess að afskræma sannleikann og gefa ýmist ranga eða villandi mynd af atvikum þessa ömurlega máls?“ spurði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, Sigríði Andersen dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Taldi Þórhildur Sunna að ekki væri rétt sem ráðherrann hefði sagt að gögn úr ráðuneytinu um skipun dómara við Landsrétt hefðu eingöngu borist stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og vitnaði hún til birtingar þeirra í Stundinni og þess að umboðsmaður Alþingis hefði einnig óskað eftir gögnunum. 

„Dómsmálaráðherra hefur talað um að hann hafi axlað pólitíska ábyrgð með því að mæta í fjölmiðlaviðtöl og fjalla um störf sín. Nú hefur ráðherrann hins vegar ítrekað farið með rangt mál í fjölmiðlum,“ sagði Þórhildur Sunna. „Þegar Stundin birti gögn úr dómsmálaráðuneytinu í síðustu viku fullyrti ráðherra að gögnin hefðu einvörðungu borist [stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd]. Þetta var rangt og þetta sagði ráðherra að því er virtist einvörðungu til að breiða yfir þá staðreynd að umboðsmaður Alþingis hafði þá kallað eftir þessum sömu gögnum.“

Þá sagði Þórhildur Sunna að Sigríður hefði sagt í viðtali við mbl.is  að skjölin sem að Stundin birti hefðu aldrei átt að birtast. Þau væru vinnugögn. „Nú eru engar viðkvæmar persónuupplýsingar í þessum gögnum og ráðuneytinu hefði verið fullheimilt að veita fjölmiðlum og almenningi þessar upplýsingar á grundvelli ákvæðisins um aukið aðgengi í upplýsingalögum. Hvers vegna fannst ráðherra svona mikilvægt að þessi gögn færu leynt?“

Hún hélt áfram og spurði:

„Hvers vegna fannst hæstvirtum ráðherra svona mikilvægt að almenningi yrði haldið óupplýstum um embættisfærslur hennar við skipun Landsréttardómara? Sama dag skýldi ráðherra sér sérstaklega á bak við það í viðtali viðmbl.is að hún hefði ekki sjálf fengið tölvupósta þar sem fjallað er um mikilvægi þess að hún legði mat á hæfni allra umsækjenda út frá nýjum forsendum. Nú er það alveg ljóst af þeim gögnum sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur fengið að vissulega bárust ráðherra gögnin í tölvupósti, m.a. frá ráðuneytisstjóra. Hvernig stendur á því að ráðherra getur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl án þess að afskræma sannleikann og gefa ýmist ranga eða villandi mynd af atvikum þessa ömurlega máls? Sýnir þetta ekki að hæstvirtur ráðherra treystir sér ekki eða geti ekki axlað pólitíska ábyrgð með fjölmiðlaviðtölum einum saman?“

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í ...
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vildi birta öll gögnin

Sigríður benti á að hún hefði setið fyrir svörum á um tveggja klukkustundar löngum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær. Sá hafði verið sýndur í beinni útsendingu á vef Alþingis þar sem hann yrði aðgengilegur um ókomna framtíð. „Mér er til efs, þó að ég hafi ekki tölfræðina á takteinum, að nokkur ráðherra í lýðveldissögunni hafi komið jafn oft á opna fundi fastanefnda Alþingis og sá ráðherra sem hér stendur.“ Sagðist hún hafa lýst sig reiðubúna til að mæta á alla þá fundi og í öll þau viðtöl útaf þessu máli eins og frekast væri unnt.

Hvað gögn málsins sem orðið hafa til í ráðuneytinu varðar sagðist hún hafa lýst því yfir að það væri sér algerlega að meinalausu að þau yrðu gerð opin almenningi. „Sérfræðingar ráðuneytisins hins vegar hafa ráðlagt ráðherranum og sett sig upp á móti því að það verði gert, m.a. með vísan til þess að þarna eru tölvupóstar og vinnugögn sem varðar samskipti starfsmanna sín á milli, m.a. einn tölvupóstur sem birtur hefur verið opinberlega sem barst mér til dæmis aldrei.“

Enn einn viðsnúningurinn

Þórhildur Sunna sagði að á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær hafi hún orðið vitni að enn einum viðsnúningi dómsmálaráðherra „þessu þvílíka máli“. Rifjaði hún upp að Sigríður hafi sagt á fundinum að þingið hefði skipunarvaldið, það væri það sem staðfesti skipun dómara. Vitnaði hún svo í ummæli ráðherrans frá því í maí þar sem hann sagði að það væri ráðherra sem hefði veitingarvaldið og bæri ábyrgð á því, bæði pólitískt og stjórnsýslulega. „Hvernig stendur á þessum viðsnúningi hæstvirts ráðherra og hvenær hættir þetta hringleikahús?“

Sigríður sagðist vilja ítreka þau ummæli sín að ákvörðunarvaldið í þessu máli hefði verið hjá Alþingi. „Menn kunna að vera ósammála því en þannig er staðan og ráðherrann getur ekki starfað eftir öðru. Ákvörðun um tillögu til Alþingis liggur að sjálfsögðu hjá ráðherranum en Alþingi hefur ákvörðunarvald þegar ráðherra ákveður að víkja frá tillögum dómnefndar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Áfram vinda- og vætusamt veður

Í gær, 23:14 Engin veðurviðvörun er í gildi fyrir landið næsta sólarhringinn en það er samt sem áður vinda- og vætusamt veður í kortunum. Búast má við sunnanátt 10-20 metrum á sekúndu og rigning eða skúrum í kvöld og nótt, hvassast veðrur á Norður- og Austurlandi. Meira »

„Þetta er bara spennandi verkefni“

Í gær, 22:10 „Ég hef verið að ræða við þá undanfarnar vikur og mánuði og þeir ætla að koma hingað í kringum seinni tvo leiki Íslands á mótinu,“ segir Ingólfur Sigurðsson knattspyrnumaður í samtali við mbl.is en aðstandendur Netflix-þáttaraðarinnar Religion of Sports eru væntanlegir til Íslands í sumar til að taka upp þátt þar sem fjallað verður um Ingólf. Meira »

Dyraverðir kunni galdurinn

Í gær, 21:30 „Ég get staðið öruggari í dyrunum en áður eftir að hafa sótt þetta mikilvæga námskeið. Dyravörður á skemmtistöðum þarf að hafa góða nærveru og nálgast fólk af yfirvegun. Stundum kemur upp núningur meðal fólks en sjaldan eru mál svo alvarleg að þau megi ekki leysa með lempni. Þú átt aldrei að þurfa að fara með afli í gestina.“ Meira »

Tólf felldir út af kjörskránni

Í gær, 21:23 Hreppsnefnd Árneshrepps felldi á fundi sínum í kvöld tólf einstaklinga út af kjörskrá hreppsins vegna sveitarstjórnarkosninganna um næstu helgi. Áður hafði Þjóðskrá fellt úr gildi breytingar á lögheimilisskráningum fólksins sem hafði flutt lögheimili sín í hreppinn í vor. Meira »

Málið mjög umfangsmikið

Í gær, 20:33 Málið varðandi meint samkeppnislagabrot Eimskips og Samskipa er mjög umfangsmikið að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. Fara hafi þurft í gegnum mikinn fjölda skjala sem skýri þann tíma sem rannsókn málsins hafi tekið. Meira »

Komu ekki landgangi að þotunni

Í gær, 20:03 Veðrið í dag setti nokkuð strik í reikninginn þegar kom að flugsamgöngum til og frá landinu.  Meira »

Telur tíðni banaslysa með því hæsta

Í gær, 19:59 11 manns, mögulega 12, hafa farist af slysförum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á fyrstu 5 mánuðum þessa árs. Tíðni banaslysa í umdæminu er með því hæsta sem gerist á landinu að mati Odds Árnasonar yfirlögregluþjóns. Fjöldinn jafngildi því að 120 létust af slysförum í höfuðborginni á ári. Meira »

Barnasáttmáli SÞ innleiddur í Kópavogi

Í gær, 19:58 Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í dag tillögu um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi. Allir ellefu bæjarfulltrúar voru flutningsmenn tillögunnar sem samþykkt var einum rómi. Meira »

Prjónauppskrift er stærðfræðikúnst

Í gær, 19:35 Styrkleikar þeirra Sjafnar Kristjánsdóttur og Grétars Karls Arasonar eru sinn á hvoru sviðinu og því var augljóst hvernig verkaskiptingin yrði þegar þau stofnuðu netverslun með prjónauppskriftir fyrir rúmu ári. Meira »

Tæplega tíu þúsund hafa kosið

Í gær, 19:21 Tæplega tíu þúsund manns hafa kosið utan kjörfundar á landinu öllu samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, eða 9.873. Þá hafa 6.465 kosið hjá embættinu. Meira »

Húsbíll fauk út af veginum við Hafnarfjall

Í gær, 18:46 Fimm voru fluttir á slysadeild eftir að húsbíll fauk út af þjóðveginum undir Hafnarfjalli á sjötta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi var bifreiðin á suðurleið en var kyrrstæð eða á mjög lítilli ferð þegar hún fauk út af veginum. Meira »

Vilja að vegurinn liggi um Teigsskóg

Í gær, 17:53 Mikill meirihluti íbúa Vestfjarða er hlynntur því að nýr vegur í Gufudalssveit verði lagður samkvæmt tillögu Vegagerðarinnar, en hún gerir ráð fyrir að vegurinn liggi að hluta til um Teigsskóg í Þorskafirði. Leiðin hefur verið kölluð Þ-H leið. Meira »

Brugðist við aukinni ásókn í þyrluna

Í gær, 17:13 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, segir ekki gott að sú staða geti komið upp að þyrla Landhelgisgæslunnar geti ekki sinnt útkalli vegna manneklu. Sú staða kom upp í sunnudag að vakt­haf­andi þyrlu­sveit gat því ekki komið til aðstoðar vegna tveggja ferðamanna sem höfðu lent í Þingvallavatni. Meira »

Vísaði kæru Pírata frá

Í gær, 17:10 Kæru Pírata í Reykjavík, vegna úthlutunar á listabókstafnum Þ til Frelsisflokksins, hefur verið vísað frá. Rökin eru þau að Píratar hafi áður notað listabókstafinn Þ og hann væri líkur listabókstafnum P sem þeir notuðu í dag. Þetta gæti því valdið ruglingi. Meira »

Vilja stytta bið eftir byggingarleyfum

Í gær, 16:19 Viðreisn ætlar að stytta biðtíma eftir byggingarleyfum í Reykjavík. Flokkurinn vill skipa starfshóp til að yfirfara ferli vegna veitingar byggingarleyfa sem mun hafa það markmið að fækka stjórnsýsluskrefum vegna veitingar byggingarleyfa og stytta afgreiðslutíma. Meira »

24 sóttu um embætti forstjóra

Í gær, 16:15 Alls sóttu 24 um embætti forstjóra Vegagerðarinnar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipar í embættið til fimm ára og er miðað við að skipunin taki gildi 1. júlí. Meira »

Sömdu um stofnframlag vegna fjögurra íbúða

Í gær, 16:00 Undirritað var samkomulag um stofnframlag vegna kaupa á fjórum íbúðum í Kópavogi í dag. Kópavogsbær mun sjá um úthlutanir íbúðanna af biðlista eftir leiguíbúðir hjá Brynju – Hússjóð ÖBÍ og Kópavogsbæ. Meira »

Helmingurinn andvígur veggjöldum

Í gær, 15:00 Helmingur landsmanna er andvígur innheimtu veggjalda til þess að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem MMR gerði dagana 13.-19. apríl og birtar voru í dag. Meira »

„Ein stór svikamylla“

Í gær, 15:00 „Þetta er náttúrulega ein stór svikamylla,” sagði Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari í máli gegn fyrrverandi eiganda netverslanna buy.is og bestbuy.is í Landsrétti. Meira »
Lokrekkja
Þessi fallega lokrekkja er til sölu.Hæð 1.95, breidd 1.20, lengd 2.50 Verð 150.0...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 348.500,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Þjónustufulltrúi í innheimtu
Skrifstofustörf
Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjón...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nú ...
Yfirlæknir á sviði eftirlits
Heilbrigðisþjónusta
Yfirlæknir á sviði e?irlits Embæ? lan...
Skólastjóri - grunnskólinn á suðureyri
Grunn-/framhaldsskóla
Grunnskólinn á Suðureyri - Skólastjór...