„Fólkið í landinu sem tapar“

Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ásamt lögmanni Stundarinnar ...
Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ásamt lögmanni Stundarinnar við dómsuppkvaðningu í dag. mbl.is/​Hari

Þrátt fyrir að hafa unnið lögbannsmál Glitnis Holdco gegn Stundinni og Reykjavík Media segja ritstjórar Stundarinnar að sigurinn sé ekki fullunninn meðan áfrýjunarfrestur er ekki liðinn. Miðlarnir sæta í raun enn lögbanni þangað til og geta ekki haldið áfram umfjöllun sinni sem byggði á gögnum sem komu innan úr Glitni.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Stundarinnar, sagði við mbl.is eftir að dómurinn féll að þótt þau hafi unnið málið muni lögbannið vera í gildi næstu þrjár vikur. „Sigurinn er ekki fullunninn meðan við sætum enn lögbanni.“

Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri og hinn ritstjóri miðilsins, segir að nú sé það Glitnir Holdco, þrotabú fallna bankans, sem ákveði með framhald málsins. „Það er fyrst og fremst fólki í landinu sem tapar að því sé meinað að fá upplýsingar um hagsmunaárekstra og hagsmuni helsta áhrifafólks landsins og það skömmu fyrir kosningar með einhverju langvarandi banni sem gæti varað í ár í viðbót ef Glitnir þrotabúið ákveður að hafa það þannig með áfrýjun,“ segir Jón Trausti.

Báðum miðlum voru dæmdar 1,2 milljónir í málskostnað. Jón Trausti segir að erfitt sé að sjá að sú upphæð muni ná utan um allan kostnað miðilsins við vörnina í málinu. „Við getum ekki tekið mikla áhættu með að lágmarka vörn okkar. Í víðara samhengi, fyrir aðra fjölmiðla, framtíðina og fordæmin verðum við að leggja upp í alvöru vörn,“ sagði hann og bætti við að miðillinn væri lítill og tími starfsfólks hafi að miklu marki farið í þetta mál. „Við fáum það ekki bætt með málskostnaði.“

Fram hafði komið í fjölmiðlum eftir að sýslumaður samþykkti lögbannið að Stundin hefði stefnt að frekari umfjöllun. Ingibjörg segir að ef lögbannið falli úr gildi muni Stundin birta fleiri fréttir tengdar málinu. „Við vorum náttúrulega að vinna fréttir þegar við vorum stöðvuð. Þurfum að sjá hvaða fréttir eiga sama erindi í dag og þær áttu á sínum tíma. Munum meta það og skoða. Auðvitað einhverjar fréttir sem við munum líklega birta í kjölfarið þegar og ef þessu linnir einhvern tímann.“

mbl.is/​Hari

Jón Trausti bendir þó á að horfa verði í aðstæður þegar og ef lögbannið fellur niður. Þannig geti niðurstaða fyrir Landsrétti, ef Glitnir ákveður að áfrýja málinu, legið fyrir eins seint og á næsta ári. Segir hann að spyrja verði sig hvort þetta verði orðnir sögulegir hlutir þegar þar að kemur.

Segir hann að Íslendingar verði að spyrja sig hvort eðlilegt sé að hægt sé að nota fyrirbyggjandi valdbeitingu til að stöðva fjölmiðlaumfjöllun. „Það er ekki samræmi við takmark okkar sem framsækið vestrænt lýðræðisríki að geta sett á fyrirbyggjandi bann og koma á fyrirbyggjandi valdbeitingu gegn fjölmiðlum, hvað þá í umfjöllun um helsta áhrifafólk samfélagsins í viðskiptum og stjórnmálum og hagsmuni þess fólks. Við hljótum þá að tapa trúverðugleikanum almennt þar sem þetta er meira það sem fólk er að glíma við í ákveðnum ríkjum í A-Evrópu og víðar þar sem settar eru hömlur á tjáningarfrelsið,“ segir Jón Trausti.

mbl.is

Innlent »

Vill úrbætur í Mosfellsdal strax

09:23 „Ég skil áhyggjur íbúa Mosfellsdal fullkomlega. Við erum sannarlega með þeim í liði í því að fá framkvæmdir sem þarna standa til í gegn sem fyrst,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ um umferðaröryggismál í Mosfellsdal. Meira »

Vegaframkvæmdir allan sólarhringinn

08:49 Stefnt er að því að malbika 3,7 km langan kafla á Akrafjallsvegi í dag og á morgun. Veginum verður lokað í báðar áttir og allri umferð beint norðan við Akrafjall og í gegnum Akranes. Meira »

Versta hugmynd í heimi?

08:37 Samkvæmt rannsókn við Harvard háskólann er lítil skynsemi í því að láta starfsfólk vinna í opnu rými. Guðríður Sigurðardóttir, hjá Attendus, ræddi þessi mál í morgunþættinum Ísland vaknar. Hún segir að mikið atriði sé að skipuleggja opin vinnurými rétt. Meira »

Í sundi um miðja nótt

07:26 Fjölmargir ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis, fíkniefna og lyfja í gærkvöldi og nótt. Jafnframt var fólk rekið upp úr Kópavogslauginni í nótt og eins var einn handtekinn fyrir að sýna af sér ósæmilega hegðun á almannafæri. Meira »

„Þaulsetið lægðardrag“ yfir landinu

07:00 Þaulsetið lægðardrag er yfir landinu og því skýjað að mestu og úrkoma í flestum landshlutum næstu daga, segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands. Meira »

Kolvitlaust að gera hjá lögreglunni

06:55 Kolvitlaust var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og fram á nótt, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra. Alls komu 70 mál inn á borð lögreglunnar frá klukkan 19 til þrjú í nótt. Meðal annars komu nokkrar árásir til kasta lögreglu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Komu bát til bjargar á Skjálfanda

06:38 Félagar í björgunarsveitinni Garðari á Húsavík komu bát til bjargar á Skjálfanda í gærkvöldi eftir að báturinn missti stýrið. Einn var um borð í bátnum þegar óhappið átti sér stað. Meira »

Endurveki forkaupsrétt sveitarfélaga

05:30 „Það er ekki nýtt að efnamenn beri víurnar í laxveiðihlunnindi. Það er kannski nýtt að erlendur auðmaður geri það í svona stórum stíl. Ég hef eðlilega áhyggjur eins og margir aðrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og forseti Alþingis. Meira »

Útlitið jákvætt eftir fundina

05:30 Ljósmæður funduðu á Akureyri í hádeginu í gær og á Landspítalanum í gærkvöldi þar sem hinn nýi samningur var kynntur, en rafræn kosning um samninginn hefst á hádegi og lýkur á hádegi á miðvikudag. Meira »

Vissu ekki af veikindum Dags

05:30 Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn fréttu fyrst af veikindum Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í Fréttablaðinu á laugardagsmorgun, en þar er greint frá því að Dagur glími við sjaldgæfan gigtarsjúkdóm. Meira »

Fundu mannvistarleifar frá landnámi

05:30 Mannvistarlög frá landnámsöld og fram á 14. öld hafa fundist við Mosfell í Mosfellsdal og þykja þau geta varpað góðu ljósi á sögu miðalda á svæðinu. Meira »

Endurfundir Ellýjar og Vilhjálms

Í gær, 21:35 Þar sem blaðamaður hringir dyrabjöllunni á húsi í Garðabænum til að hitta þau Ellý og Vilhjálm hugsar hann með sér að þetta með nöfnin sé svolítið skemmtileg tilviljun og á þar við vegna systkinanna og söngvaranna Ellýjar og Vilhjálms heitinna, Vilhjálmsbarna. Meira »

Minntust fórnarlambanna 77

Í gær, 20:51 Sjö ár eru í dag liðin frá hryðjuverkum Anders Breivik í Noregi. Ungir jafnaðarmenn minntust fórnarlambanna 77 með minningarathöfn við Norræna húsið. Meira »

Miðlunartillaga kynnt ljósmæðrum

Í gær, 20:16 Samninganefnd ljósmæðra fundar nú með félagsmönnum á Landspítala og kynnir þeim miðlunartillöguna sem ríkissáttasemjari lagði til í gær. Meira »

Mosfellsdalur á altari ferðamennskunnar

Í gær, 20:15 „Dalurinn er orðinn að einhverri hraðbraut án þess að við íbúar höfum nokkuð um það að segja,“ segir Guðný Halldórsdóttir leikstjóri og íbúi í Mosfellsdal. Um dalinn liggur Þingvallavegur, sem tengir höfuðborgina við Þingvelli og aðra ferðamannastaði. Meira »

Ást og friður á LungA

Í gær, 19:35 Listahátíðin LungA, listahátíð ungs fólks, fór fram á Seyðisfirði síðastliðna viku og lauk henni í gær. Þangað lögðu listunnendur leið sína og gekk hátíðin vonum framar að sögn skipuleggjenda. Þó svo að flestir séu þreyttir í lok vikunnar snýr fólk til síns heima fullt af kærleik og innblæstri. Meira »

Yfir 23.000 miðar seldir

Í gær, 19:12 Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur gefið leyfi fyrir 26.900 áhorfendum á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöld, er bandaríska rokksveitin Guns N‘ Roses stígur þar á svið. Fleiri verða tónleikagestir ekki. Meira »

Barátta fyrir lífsgæðum

Í gær, 18:40 Brynhildur Lára er 9 ára stúlka sem er búsett í Svíþjóð ásamt foreldrum sínum og systkinum. Hún greindist með taugatrefjaæxlager, sjúkdóminn NF1, þegar hún var innan við árs gömul. Sjúkdómurinn hefur valdið skemmdum á taugum hennar, sem hafa m.a. leitt til þess að í dag er hún alblind. Meira »

Ekki ráðlegt að spyrja Grikki til vegar

Í gær, 18:00 Hjónin Magnús A. Sigurðsson og Ragnheiður Valdimarsdóttir fóru nýverið til Grikklands ásamt börnum sínum, Guðrúnu Elenu og Sigurði Mar, og dvöldu þar í tæpan mánuð. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...