„Fólkið í landinu sem tapar“

Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ásamt lögmanni Stundarinnar ...
Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ásamt lögmanni Stundarinnar við dómsuppkvaðningu í dag. mbl.is/​Hari

Þrátt fyrir að hafa unnið lögbannsmál Glitnis Holdco gegn Stundinni og Reykjavík Media segja ritstjórar Stundarinnar að sigurinn sé ekki fullunninn meðan áfrýjunarfrestur er ekki liðinn. Miðlarnir sæta í raun enn lögbanni þangað til og geta ekki haldið áfram umfjöllun sinni sem byggði á gögnum sem komu innan úr Glitni.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Stundarinnar, sagði við mbl.is eftir að dómurinn féll að þótt þau hafi unnið málið muni lögbannið vera í gildi næstu þrjár vikur. „Sigurinn er ekki fullunninn meðan við sætum enn lögbanni.“

Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri og hinn ritstjóri miðilsins, segir að nú sé það Glitnir Holdco, þrotabú fallna bankans, sem ákveði með framhald málsins. „Það er fyrst og fremst fólki í landinu sem tapar að því sé meinað að fá upplýsingar um hagsmunaárekstra og hagsmuni helsta áhrifafólks landsins og það skömmu fyrir kosningar með einhverju langvarandi banni sem gæti varað í ár í viðbót ef Glitnir þrotabúið ákveður að hafa það þannig með áfrýjun,“ segir Jón Trausti.

Báðum miðlum voru dæmdar 1,2 milljónir í málskostnað. Jón Trausti segir að erfitt sé að sjá að sú upphæð muni ná utan um allan kostnað miðilsins við vörnina í málinu. „Við getum ekki tekið mikla áhættu með að lágmarka vörn okkar. Í víðara samhengi, fyrir aðra fjölmiðla, framtíðina og fordæmin verðum við að leggja upp í alvöru vörn,“ sagði hann og bætti við að miðillinn væri lítill og tími starfsfólks hafi að miklu marki farið í þetta mál. „Við fáum það ekki bætt með málskostnaði.“

Fram hafði komið í fjölmiðlum eftir að sýslumaður samþykkti lögbannið að Stundin hefði stefnt að frekari umfjöllun. Ingibjörg segir að ef lögbannið falli úr gildi muni Stundin birta fleiri fréttir tengdar málinu. „Við vorum náttúrulega að vinna fréttir þegar við vorum stöðvuð. Þurfum að sjá hvaða fréttir eiga sama erindi í dag og þær áttu á sínum tíma. Munum meta það og skoða. Auðvitað einhverjar fréttir sem við munum líklega birta í kjölfarið þegar og ef þessu linnir einhvern tímann.“

mbl.is/​Hari

Jón Trausti bendir þó á að horfa verði í aðstæður þegar og ef lögbannið fellur niður. Þannig geti niðurstaða fyrir Landsrétti, ef Glitnir ákveður að áfrýja málinu, legið fyrir eins seint og á næsta ári. Segir hann að spyrja verði sig hvort þetta verði orðnir sögulegir hlutir þegar þar að kemur.

Segir hann að Íslendingar verði að spyrja sig hvort eðlilegt sé að hægt sé að nota fyrirbyggjandi valdbeitingu til að stöðva fjölmiðlaumfjöllun. „Það er ekki samræmi við takmark okkar sem framsækið vestrænt lýðræðisríki að geta sett á fyrirbyggjandi bann og koma á fyrirbyggjandi valdbeitingu gegn fjölmiðlum, hvað þá í umfjöllun um helsta áhrifafólk samfélagsins í viðskiptum og stjórnmálum og hagsmuni þess fólks. Við hljótum þá að tapa trúverðugleikanum almennt þar sem þetta er meira það sem fólk er að glíma við í ákveðnum ríkjum í A-Evrópu og víðar þar sem settar eru hömlur á tjáningarfrelsið,“ segir Jón Trausti.

mbl.is

Innlent »

Hálka og þæfingur

08:14 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Þæfingur er austan við Hellu að Ásmundarstöðum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »

„Ég man ekki hvernig hann hlær“

08:07 Hann er sextán ára gamall þegar hann byrjaði að fikta við kannabis með vinum sínum. Hann er 25 ára í dag og hefur verið í mikilli neyslu undanfarin ár en átt mjög góð tímabil á milli. Móðir segir hann ekki sama mann og hann var og gleðin sé horfin. Hún muni ekki lengur hvernig hlátur hans hljómi. Meira »

66 ára og líður ekki degi eldri en 39 ára

07:30 Birna Guðmundsdóttir hefur stundað íþróttir allt sitt líf og helgað íþróttakennslu krafta sína. Árið 2014 hætti hún kennslu í Flataskóla sökum aldurs. Nú þjálfar Birna ýmsa líkamsræktarhópa allt frá ungbörnum til fullorðinna í Mýrinni og Sjálandslaug. Meira »

Eldur kviknaði í Straumsvík

06:51 Eldur kviknaði í köplum í álverinu í Straumsvík í nótt. Slökkvilið álversins slökkti eldinn en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er með reykkafara á svæðinu sem eru að kanna hvort nokkurs staðar leynist glóð. Meira »

Skafrenningur á Hellisheiði

06:44 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »

Stormur og rigning á leiðinni

06:39 Gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm undir kvöld á Suður- og Vesturlandi. Hlýnar með rigningu á láglendi. Veðurfræðingur Veðurstofu Íslands ráðleggur fólki að huga að því að rigningar- og leysingarvatn komist sína leið í fráveitukerfi til að fyrirbyggja vatnstjón. Meira »

„Er þetta ekki bara frekja?“

Í gær, 20:24 Hann er 23 ára gamall og á í fá hús að venda þar sem hann hefur glímt við fíkni- og geðvanda. Allt frá því í barnæsku hefur hann verið erfiður. Tíu ára gamall var hann greindur með mótþróaþrjóskuröskun og samskipti við annað fólk hafa alltaf reynst honum erfið. Meira »

Umferðartafir á Hellisheiði

Í gær, 21:43 Umferðartafir eru á Hellisheiði (Skíðaskálabrekkunni) um óákveðinn tíma en þar lentu saman lítil rúta og jeppi. Ekki er talið að nein slys hafi orðið á fólki en mikið hefur verið um árekstra í allan dag á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Góðar fréttir af Leo og foreldrum hans

Í gær, 20:20 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og sonur þeirra Leo, fengu þær góðu fréttir í vikunni að þýsk yfirvöld hafi ákveðið að endurskoða umsókn þeirra um alþjóðlega vernd í Þýskalandi. Meira »

Tæplega 1800 skjálftar á sólarhring

Í gær, 19:47 Skjálftahrinan við Grímsey heldur ótrauð áfram og hafa tæplega 1800 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. „Það er engin sérstök breyting greinanleg, þetta er á mjög svipuðu róli og undanfarið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Vann 52 milljónir í lottóinu

Í gær, 19:26 Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og fær hann 52,3 milljónir króna í sinn hlut.  Meira »

Ískaldir ferðamenn elska Ísland

Í gær, 18:33 Á meðan landinn þráir sól og hita er bærinn fullur af ferðamönnum sem virðast ekki láta kulda, snjókomu, rigningu og rok stöðva sig í því að skoða okkar ástkæra land. Blaðamaður fór á stúfana til að forvitnast um hvað fólk væri að sækja hingað á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Meira »

4 fluttir á slysadeild

Í gær, 18:24 Fjórir voru fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir tvo þriggja bíla árekstra á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum.  Meira »

Par í sjálfheldu á Esjunni

Í gær, 17:22 Björgunarsveitarmenn eru á leið upp Esjuna til þess að koma pari til aðstoðar sem er í sjálfheldu. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru þau vel búin og væsir ekki um þau. Meira »

Aðstæður eins og þær verða bestar

Í gær, 16:44 „Þetta er búinn að vera frábær dagur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Aðstæður til skíðaiðkunar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa verið góðar í dag en það snjóaði töluvert í nótt. Meira »

Harður árekstur í Kópavogi

Í gær, 17:28 Töluverðar tafir eru á umferð á Hafnarfjarðarveginum í suðurátt en harður árekstur varð undir Kópavogsbrúnni.   Meira »

Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 17:16 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum.  Meira »

Fjórmenningunum sleppt úr haldi

Í gær, 16:10 Fjórmenningarnir sem eru til rannsóknar vegna líkamsárásar og frelsissviptingar á Akureyri hefur öllum verið sleppt úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum rann út klukkan þrjú í dag en þremur þeirra var sleppt í gærkvöldi og einum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...