„Fólkið í landinu sem tapar“

Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ásamt lögmanni Stundarinnar ...
Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ásamt lögmanni Stundarinnar við dómsuppkvaðningu í dag. mbl.is/​Hari

Þrátt fyrir að hafa unnið lögbannsmál Glitnis Holdco gegn Stundinni og Reykjavík Media segja ritstjórar Stundarinnar að sigurinn sé ekki fullunninn meðan áfrýjunarfrestur er ekki liðinn. Miðlarnir sæta í raun enn lögbanni þangað til og geta ekki haldið áfram umfjöllun sinni sem byggði á gögnum sem komu innan úr Glitni.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Stundarinnar, sagði við mbl.is eftir að dómurinn féll að þótt þau hafi unnið málið muni lögbannið vera í gildi næstu þrjár vikur. „Sigurinn er ekki fullunninn meðan við sætum enn lögbanni.“

Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri og hinn ritstjóri miðilsins, segir að nú sé það Glitnir Holdco, þrotabú fallna bankans, sem ákveði með framhald málsins. „Það er fyrst og fremst fólki í landinu sem tapar að því sé meinað að fá upplýsingar um hagsmunaárekstra og hagsmuni helsta áhrifafólks landsins og það skömmu fyrir kosningar með einhverju langvarandi banni sem gæti varað í ár í viðbót ef Glitnir þrotabúið ákveður að hafa það þannig með áfrýjun,“ segir Jón Trausti.

Báðum miðlum voru dæmdar 1,2 milljónir í málskostnað. Jón Trausti segir að erfitt sé að sjá að sú upphæð muni ná utan um allan kostnað miðilsins við vörnina í málinu. „Við getum ekki tekið mikla áhættu með að lágmarka vörn okkar. Í víðara samhengi, fyrir aðra fjölmiðla, framtíðina og fordæmin verðum við að leggja upp í alvöru vörn,“ sagði hann og bætti við að miðillinn væri lítill og tími starfsfólks hafi að miklu marki farið í þetta mál. „Við fáum það ekki bætt með málskostnaði.“

Fram hafði komið í fjölmiðlum eftir að sýslumaður samþykkti lögbannið að Stundin hefði stefnt að frekari umfjöllun. Ingibjörg segir að ef lögbannið falli úr gildi muni Stundin birta fleiri fréttir tengdar málinu. „Við vorum náttúrulega að vinna fréttir þegar við vorum stöðvuð. Þurfum að sjá hvaða fréttir eiga sama erindi í dag og þær áttu á sínum tíma. Munum meta það og skoða. Auðvitað einhverjar fréttir sem við munum líklega birta í kjölfarið þegar og ef þessu linnir einhvern tímann.“

mbl.is/​Hari

Jón Trausti bendir þó á að horfa verði í aðstæður þegar og ef lögbannið fellur niður. Þannig geti niðurstaða fyrir Landsrétti, ef Glitnir ákveður að áfrýja málinu, legið fyrir eins seint og á næsta ári. Segir hann að spyrja verði sig hvort þetta verði orðnir sögulegir hlutir þegar þar að kemur.

Segir hann að Íslendingar verði að spyrja sig hvort eðlilegt sé að hægt sé að nota fyrirbyggjandi valdbeitingu til að stöðva fjölmiðlaumfjöllun. „Það er ekki samræmi við takmark okkar sem framsækið vestrænt lýðræðisríki að geta sett á fyrirbyggjandi bann og koma á fyrirbyggjandi valdbeitingu gegn fjölmiðlum, hvað þá í umfjöllun um helsta áhrifafólk samfélagsins í viðskiptum og stjórnmálum og hagsmuni þess fólks. Við hljótum þá að tapa trúverðugleikanum almennt þar sem þetta er meira það sem fólk er að glíma við í ákveðnum ríkjum í A-Evrópu og víðar þar sem settar eru hömlur á tjáningarfrelsið,“ segir Jón Trausti.

mbl.is

Innlent »

Páskahátíð í afskekktasta bæ Grænlands

17:49 Þrettándu páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, lauk á mánudag með Air Iceland Connect-hátíðinni ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands". Meira »

Eldur í sumarhúsi á Þingvöllum

17:26 Tilkynnt var um eld í sumarhúsi við Tjarnargötu, Grafningsmegin við Þingvallavatn á fimmta tímanum og eru slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni á vettvangi. Meira »

Sungu af gleði í hádeginu

17:09 Heimilislausum var boðið til hádegisverðar í dag og mættu um 40. „Þetta var algjör páskaveisla og þvílík gleði í mannskapnum,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schmidt, skipuleggjandi viðburðarins. „Þetta var alveg stórkostlegur matur. Þetta var lamb og svínakjöt með öllu tilheyrandi.“ Meira »

Kveðst hafa haft samráð við AFL

17:03 Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða ehf., segist hafa haft gott samráð við stéttarfélagið AFL í öllum þeim breytingum sem voru gerðar á samningum starfsmanna í síðustu viku. Meira »

Umferðin inn í Reykjavík þyngist

16:30 Umferðin ætti að þyngjast inn í Reykjavík núna síðdegis og með kvöldinu. Veður var gott í dag þannig að ætla má að fólk hafi staldrað lengur við en ella í sumarbústöðum til að njóta sólarinnar. Meira »

Dísa farin til dýpkunar

15:47 Dýpkunarskipið Dísa er á leið í Landeyjahöfn til að dýpka höfnina en eins og kom fram fyrr í dag er dýpið í höfninni minnst um 3,7 metr­ar en Herjólf­ur rist­ir 4,2 metra. Meira »

„Vatnar út umsamdar launahækkanir“

14:54 Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags, telur fréttirnar af breytingum á samningum starfsmanna hjá Fiskeldi Austfjarða ehf. setja kjarasamningana í uppnám. Meira »

Launakerfi breytt í aðdraganda samninga

14:23 Samningar starfsmanna Fiskeldis Austfjarða ehf. voru endurskoðaðir í vikunni sem leið, nokkrum dögum áður en lífskjarasamningar koma til samþykkta. Nokkrir voru óánægðir. Meira »

Sendir íbúum Srí Lanka samúðarkveðju

13:57 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag samúðarkveðju til Maithripala Sirisena, forseta Srí Lanka, og annarra íbúa þar vegna hryðjuverkanna sem framin voru þar í landi í gær. Meira »

Ræða við foreldra ungmennanna

13:55 Ráðist var á ungan pilt af erlendum uppruna við verslunarkjarnann í Langarima í Grafarvogi síðdegis í gær. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns kannast lögreglan við málið og verður rætt við hlutaðeigandi foreldra og barnaverndaryfirvöld í dag og á morgun vegna þessa. Meira »

Segir íbúum haldið í gíslingu

12:37 Lóðsinn mældi dýpið í Landeyjahöfn síðdegis í gær. Á mælingunni má sjá að talsvert af sandi hefur safnast aftur fyrir á milli hafnargarðanna, sem og innan hafnar. Dýpið er nú minnst um 3,7 metrar en Herjólfur ristir 4,2 metra. Meira »

Húsasmiðjan líklega opnuð á morgun

12:10 Þrif standa yfir í verslun Húsasmiðjunnar í Dalshrauni og þar er búist við að hægt verði að opna í fyrramálið. Alltént verður timbursalan opin. Meira »

Töluvert tjón á bílum og húsnæði

11:14 Töluvert tjón varð á bílum og húsnæði þegar eldur kviknaði í bílakjallara blokkar á Sléttuvegi 7. Ekki liggur fyrir hvernig kviknaði í en upptökin eru talin hafa verið í dekkjum og einhvers konar hrúgu í kringum þau. Meira »

„Mjög hættulegur leikur“ hjá fyrirtækjum

09:56 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir gríðarlega alvarlegt að fyrirtæki skuli boða verðhækkanir í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Þá segir hún það „hættulegan leik“, því mörgum sé misboðið. Meira »

Sumardagurinn fyrsti sá besti

07:01 Allt bendir til þess að sumardagurinn fyrsti verði besti dagur vikunnar þegar kemur að veðri en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri. Spáð er allt að 16 stiga hita á Vesturlandi á sumardaginn fyrsta. Meira »

Ofurölvi við verslun

06:53 Tilkynnt var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um ofurölvi mann við verslun í hverfi 111 síðdegis í gær en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn farinn. Flest þeirra mála sem rötuðu í dagbók lögreglunnar tengjast akstri undir áhrifum fíkniefna. Meira »

Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Í gær, 21:33 Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd.“  Meira »

Baka í fyrsta íslenska viðarhitaða brauðofninum

Í gær, 21:30 „Þetta er ástríða mín og ég vildi taka þetta alla leið,“ seg­ir Mat­hi­as Ju­lien Spoerry franskur bakari sem opnar ásamt konu sinni Ellu Völu Ármanns­dótt­ur bakaríið Böggvisbrauð í Svarfaðardal. Brauðið er bakað úr nýmöluðu hveiti frá Frakklandi og bakað í viðarhituðum brauðofni þeim fyrsta hér á landi. Meira »

Rannsókn lokið í Dalshrauni

Í gær, 20:56 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsóknar á vettvangi þar sem elds­voðinn varð í Dals­hrauni í Hafnar­f­irði í gær. Hann hefur nú verið afhentur tryggingafélagi. Meira »
VolkswagenPolo 2006 til sölu
Vetrar og sumardekk, 4 dyra, ekinn 179 þ.km. Gott viðhald og smurbók. Verð 240 þ...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...
til sölu volvo
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...