Gæsluvarðhald framlengt yfir öðrum

Gæsluvarðhaldsúrskurður var framlengdur um fimm daga.
Gæsluvarðhaldsúrskurður var framlengdur um fimm daga. mbl.is/Hjörtur

Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir öðrum mannanna sem handteknir voru í síðustu viku í vegna rann­sókn­ar á inn­flutn­ingi fíkni­efna í send­ingu sem merkt var Skák­sam­bandi Íslands.

Var gæsluvarðhaldið framlengt um fimm daga yfir þeim manni, en hinum hefur verið sleppt úr haldi. Mar­geir Sveins­son, hjá rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, segir í samtali við mbl.is þann sem enn er í haldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna hafa verið handtekinn við komuna til landsins í síðustu viku.

Hann tjá­ir sig hins veg­ar ekki um það hvort sá maður hafi verið að koma frá Malaga, en Frétta­blaðið hef­ur áður greint frá því að maður­inn hafi verið hand­tek­inn í Malaga á Spáni, í tengsl­um við eig­in­konu hans sem hrygg­brotnaði og lamaðist eft­ir fall, en var sleppt að lok­inni yf­ir­heyrslu.  

Tveir eru nú í haldi vegna málsins, en sá sem lengst hef­ur setið í haldi vegna máls­ins sæt­ir nú gæslu á grund­velli al­manna­hags­muna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert