Héraðsdómur staðfesti ekki lögbannið

Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media fögnuðu í dómsal þegar niðurstaðan …
Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media fögnuðu í dómsal þegar niðurstaðan lá fyrir. Frá vinstri: Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, og Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavik Media. mbl.is/​Hari

Stundin og Reykjavík Media voru rétt í þessu sýknuð af kröfu þrotabús Glitnis um staðfestingu á lögbanni á umfjöllun miðlanna upp úr gögnum sem fjölmiðlarnir höfðu undir höndum innan úr fallna bankanum. Var öllum kröfum Glitnis hafnað og fengu Stundin og Reykjavík Media dæmdar 1,2 milljónir króna í málskostnað hvort.

Þrotabú Glitnis fór fram á lögbann á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media sem byggði á gögnum innan úr fallna bankanum sem fjölmiðillinn hafði undir höndum. Samþykkti sýslumaðurinn í Reykjavík beiðni þrotabúsins 16. október í fyrra.

Röksemdir Glitnis HoldCo fyrir því að lögbannið verði staðfest eru þær að fjölmiðlarnir hafi lýst því yfir að ekki væri búið að birta allar fréttir úr gögnunum sem þeir hefðu viljað þegar lögbannið var sett á. Þá fari birting gagnanna gegn ákvæðum laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og frekari birting geti leitt til mögulegrar skaðabótaskyldu félagsins.

Lögbann var sett á umfjöllun upp úr gögnum innan úr …
Lögbann var sett á umfjöllun upp úr gögnum innan úr þrotabúi Glitnis 16. október síðastliðinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stutt var til alþing­is­kosn­inga er sýslumaður staðfesti lög­banns­kröf­una, en um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media hafði að miklu leyti snú­ist um viðskipti Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, við Glitni í aðdrag­anda hruns ís­lenska fjár­mála­kerf­is­ins haustið 2008.

Kærðu Stundin og Reykjavík Media úrskurð sýslumanns og var tekist á um málið í héraðsdómi í upphafi árs.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, sagði í samtali við mbl.is 20. október að í þessu máli væri ekki aðeins vegið að tjáningarfrelsinu og grafið undan stöðu frjálsra fjölmiðla og rannsóknarblaðamennsku, heldur væri verið að beita valdi til að koma í veg fyrir að fólkið fái upplýsingar sem það ætti rétt á.

Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjórar Stundarinnar, ásamt …
Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjórar Stundarinnar, ásamt lögmanni sínum í héraðsdómi. mbl.is/​Hari

Fjöl­marg­ir for­dæmdu lög­bannið, til dæm­is stjórn Blaðamanna­fé­lags Íslands. Í yf­ir­lýs­ingu fé­lags­ins 18. októ­ber sagði að það væri stóral­var­legt mál að leggja höml­ur á tján­ing­ar­frelsi í lýðfrjáls­um lönd­um og enn al­var­legra þegar það væri gert í aðdrag­anda al­mennra þing­kosn­inga.

Bjarni Benediktsson sagðist einnig ósáttur með lögbannið og sagði að menn gætu farið að spyrja sig spurn­inga um hvort verið væri að þjóna hon­um með setn­ingu lög­banns­ins. Sagðist hann aldrei á sínum stjórnmálaferli hafa látið sér detta í hug að láta skerða tjáningarfrelsi manna þegar fjallað væri um opinberar persónur eins og hann. Bjarni sagði aftur á móti alvarlegt ef gögn hefðu lekið út úr fjármálakerfinu í stórum stíl um fjárhagsmálefni þúsund Íslendinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert