Vegferð til virkjunar vindorku í Dölunum

Hér er sýnt hvernig vindorkugarður á Hróðnýjarstöðum gæti litið út …
Hér er sýnt hvernig vindorkugarður á Hróðnýjarstöðum gæti litið út í framtíðinni. Ekki er búið að ákveða endanlegan fjölda vindmylla. Tölvumynd/Byggð á Google Maps/Storm orka

Uppbygging vindorkugarðs á Hróðnýjarstöðum í Laxárdal í Dalabyggð var kynnt á fjölmennum íbúafundi í Dalabúð í Búðardal 31. janúar. Jörðin var keypt í fyrra og eigendur Storm orku ehf. áforma að virkja þar vind með allt að 40 vindmyllum.

„Við erum að hefja vegferð sem getur tekið nokkur ár,“ segir Magnús B. Jóhannesson, rekstrarhagfræðingur og framkvæmdastjóri Storm orku, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Hann hefur unnið í orkugeiranum í yfir 20 ár, aðallega í vatnsafli, jarðvarma og í sólarorku hér og í Bandaríkjunum. Bróðir hans og meðeigandi, Sigurður Eyberg umhverfisfræðingur, er að ljúka doktorsprófi frá Háskóla Íslands í umhverfisfræðum og vann m.a. sem verkefnisstjóri hjá Umhverfisstofnun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert