Gagnrýna lengd málsmeðferðar á lögbannið

Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður ...
Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í Silfrinu í dag. Skjáskot/RÚV

Lengd málsmeðferðar lögbanns Glitn­is Holdco gegn Stund­inni og Reykja­vík Media kom til umræðu í Silfrinu á Rúv í dag. Yfir 100 dagar eru frá því að Glitn­ir HoldCo ehf. fór á þess á leit við sýslu­mann­sembættið á höfuðborg­ar­svæðinu að lög­bann yrði lagt við birt­ingu Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media ehf. á frétt­um eða ann­arri um­fjöll­un sem byggja á eða eru unn­ar úr gögn­um er varða einka­mál­efni veru­legs fjölda fyrr­ver­andi viðskipta­vina Glitn­is sem eru því bundn­ar banka­leynd.

Stund­in og Reykja­vík Media voru á föstudag sýknuð af kröfu þrota­bús Glitn­is um staðfest­ingu á lög­banni á um­fjöll­un miðlanna upp úr gögn­um sem fjöl­miðlarn­ir höfðu und­ir hönd­um inn­an úr fallna bank­an­um.

„Ég vona að Glitnir HoldCo sjái sér hag í því að láta hér staðar numið,“ sagði Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, í Silfrinu í dag.

Hægt er að áfrýja niðurstöðu dómsins  til Landsréttar og sæta miðlarnir því enn lögbanni á meðan málsmeðferð stendur yfir, jafnvel einhverja mánuði. Áfrýjunarfrestur er þrjár vikur frá uppkvaðningu dóms.

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og þingmaður Samfylkingarinnar, segir að endurskoða þurfi málsmeðferð í lögbannsmálum, sérstaklega í ljósi þeirra hagsmuna sem eru í húfi. „Ég væri til í að skoða hvort það væri hægt að sleppa sýslumannshlutanum. Það þarf ekki 100 daga til að klára svona mál. Það á að vera hægt að úrskurða strax,“ sagði Helga Vala.

„Ég dæsti bara“

Á föstudag tilkynnti for­sæt­is­ráðherra fyr­ir­komu­lag vinnu við end­ur­bæt­ur á lög­gjöf á sviði tján­ing­ar-, fjöl­miðla- og upp­lýs­inga­frels­is á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í morg­un. Skipuð verður sjö manna nefnd með full­trú­um þeirra ráðuneyta sem fara með fram­kvæmd lög­gjaf­ar á þessu sviði og öðru kunn­áttu­fólki.

Helga Vala er ekki sannfærð um að nefndin muni stuðla að hraðari málsmeðferð. „Ég hef smá áhyggjur af því að það á að skipa nefnd. Ég dæsti bara.“

Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, tók í sama streng og Helga Vala. „Hvað er verið að fela? Af hverju þessi leyndarhyggja og af hverju þessi töf? Þetta er ekki mjög heppilegt.“ Björt sagði einnig að markmið stjórnmálamanna með nefndarskipan yrðu að vera skýrari.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, ...
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, í Silfrinu á RÚV í dag. Skjáskot/RÚV

„Maður undrast það hvað þetta hefur tekið langan tíma, miðað við aðstæður í málinu,“ sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann er þeirrar skoðunar að lögbannsmálið veiti tækifæri til að skoða hvaða reglum þurfi að breyta. „Þetta er auðvitað allt of langur tími sem þetta tekur.

Það þarf að skoða hvaða reglum þarf að breyta, þarna er um að ræða hagsmuni sem togast á. Almannahagsmunir hljóta að vera að niðurstaða liggi fyrir sem allra allra fyrst.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja þvinga „of unga“ íbúa úr blokkinni

Í gær, 22:01 Margir íbúar Grindavíkur eru gáttaðir á framgöngu forsvarsmanna húsfélags 50+ blokkarinnar Suðurhóp 1 í Grindavík sem boðuðu í lok síðustu viku til húsfélagsfundar til þess að vísa hjónum og syni þeirra úr íbúð sinni. Meira »

Jarðgöngin aftur rannsökuð í ár

Í gær, 21:32 Ekkert var unnið að rannsóknum á gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar á síðasta ári. Óvíst er hvort þau verði í nýrri samgönguáætlun. Meira »

Tveggja sólarhringa seinkun frá París

Í gær, 20:55 Tveggja sólarhringa seinkun er orðin á flugi Icelandair frá París til Keflavíkur. Vél sem átti að fljúga frá París til Keflavíkur um hádegisbil í gær er á áætlun um hádegi á morgun en verulegar tafir hafa orðið á viðgerð vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Meira »

Allt um aksturskostnað á nýjum vef

Í gær, 20:24 Upplýsingar um aksturskostnað alþingismanna verða birtar á nýrri vefsíðu sem til stendur að búa til. Þetta kom fram á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Meira »

Torfærutæki beisluð á fjöllum

Í gær, 19:41 „Þetta byrjaði nú allt saman þegar ég ákvað að gera smá grín að félaga mínum sem þá var búinn að grafa sig fastan í einhverjum pirringi og komst hvergi. Þá tók ég upp spjaldtölvu og tók við hann smá viðtal og í framhaldi af því bjó ég til þessa síðu – menn verða jú að hafa gaman af lífinu.“ Meira »

Um 60 skjálftar yfir 3 í dag

Í gær, 19:34 Alls hafa um sextíu jarðskjálftar yfir 3 á stærð mælst við Grímsey frá miðnætti. Frá klukkan 17 á laugardaginn hafa skjálftarnir verið 71 talsins. Meira »

Vex aldrei upp úr hlutverkinu

Í gær, 18:42 Hápunktur hvers skólaárs í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er leiksýning sem Leikfélagið Verðandi setur upp í tengslum við árshátíðina. Í ár taka um eitt hundrað nemendur þátt í söngleiknum Pétur Pan, þar af þrjátíu sem leika, syngja og dansa. Meira »

Íbúar steyptu fyrstu metrana sjálfir

Í gær, 18:55 Borgfirðingar eru orðnir langþreyttir á óviðunandi ástandi í vegamálum en þeir komu í dag saman í Njarðvíkurskriðum og steyptu um þriggja metra langan vegakafla. Annar af skipuleggjendum viðburðarins segir að með gjörningnum vilji heimamenn senda stjórnvöldum skilaboð um að vegurinn sé gjörónýtur. Meira »

Bankasýslan gefur ráðherra grænt ljós

Í gær, 18:37 Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum ehf. 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka hf. vegna nýtingar á kauprétti félagsins samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Meira »

Dill heldur Michelin-stjörnunni

Í gær, 18:22 Kári Þorsteinsson, sem tók við sem yfirkokkur á Dill um síðustu áramót, hefur tekið við staðfestingu á að veitingastaðurinn heldur Michelin-stjörnu sinni. Meira »

Framboð Íslands samþykkt

Í gær, 17:52 Framboð Íslands um setu í framkvæmdastjórn UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir tímabilið 2021 til 2025 var samþykkt á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Meira »

Ætla að endurskipuleggja Airwaves

Í gær, 17:39 Nýir eigendur Iceland Airwaves hátíðarinnar segjast ætla að finna hjarta hátíðarinnar, fara aftur í ræturnar og aðgreina hana meira frá öðrum hátíðum með því að horfa á tónlistarmenn morgundagsins en færa sig frá því að fá stærri bönd. mbl.is ræddi við Ísleif Þórhallsson um framtíð hátíðarinnar. Meira »

Vilja aukið frelsi á leigubílamarkaði

Í gær, 17:38 Afnema þarf hámarksfjölda leigubílaleyfa á Íslandi og fækka kvöðum fyrir veitingu slíkra leyfa. Þetta sagði Hanna Katrín Friðriksson þingmaður í umræðum um frelsi á leigubílamarkaði á Alþingi fyrr í dag. Meira »

Íshestar ehf. greiði 15 milljónir

Í gær, 17:25 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrirtækið Íshesta ehf. til að greiða Hjalta Gunnarssyni tæpar 15 milljónir króna, auk dráttarvaxta, ásamt 850 þúsund krónum í málskostnað. Meira »

Skoða að jafna fargjöld Herjólfs

Í gær, 16:55 „Þegar ekki er siglt í Landeyjahöfn er ekki nóg með það að siglingatíminn sexfaldist í vetrarbrælunum sem ríkja, heldur þrefaldast fargjaldið líka,“ sagði Páll Magnússon á Alþingi í dag. Samgönguráðherra tók jákvætt í fyrirspurn hans um efnið og sagði málið til skoðunar í ráðuneytinu. Meira »

Fimm í úrslit í Kokki ársins

Í gær, 17:34 Undanúrslit í keppninni Kokkur ársins 2018 fóru fram á Kolabrautinni í Hörpu í dag. Átta keppendur tóku þátt og komast fimm þeirra áfram til keppni í úrslitum sem verða næstkomandi laugardag. Meira »

Töluvert um hálkuslys

Í gær, 17:15 Töluvert hefur verið um það að fólk hafi leitað á slysadeild Landspítala vegna hálkuslysa. Um 12 manns höfðu leitað á deildina þegar mbl.is náði tali af Bryndísi Guðjónsdóttur, deildarstjóra bráða- og göngudeildar, en fór fjölgandi. Meira »

Ekið á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut

Í gær, 16:20 Ekið var á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut á Akureyri um fjögurleytið í dag. Sjúkrabíll flutti vegfarandann til aðhlynningar og skoðunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meira »
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Sendiráð óskar eftir fullbúinni íbúð
Við erum með sendiráð sem vantar íbúð í 12 mánuði, frá 1. mars. Íbúðin þarf að v...
Anne-Gaëlle et Benjamin
Le plus beau des voyages c'est celui que nous accomplissons désormais, celui qui...
inntökupróf
Inntökupróf í læknisfræði í Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu verð...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...