Nýyrði lýstu vegg Sjávarútvegshússins

Vinafélag Árnastofnunar stóð fyrir orðagjörningi, Orð verða til, á vegg Sjávarútvegshússins við Skúlagötu. Þar birtust íslensk orð og nýyrði yfir fyrirbæri sem tengjast nýrri tækni þegar rökkva tók.

Gjörningurinn var skipulagður í tilefni af Vetrarhátíð í Reykjavík og UT-messunni í Hörpu. Á vegg Sjávarútvegshússin sem hýsir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið birtust nýyrði á borð við hlaðvarp (e. podcast), sprettigluggi (e. pop-up) og reitamerki (e. QR code).

Hér að neðan má sjá upptöku frá gjörningnum. 

mbl.is