Átta félög í BHM skrifuðu undir kjarasamning

Tæplega helmingur félaga innan BHM hafa skrifað undir kjarasamning.
Tæplega helmingur félaga innan BHM hafa skrifað undir kjarasamning. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Átta aðildarfélög Bandalags háskólamanna skrifuðu undir kjarasamning við ríkið á föstudaginn. Kjaradeila þeirra fór ekki inn á borð ríkissáttasemjara. Hins vegar eiga félagsmenn þeirra eftir að kjósa um þá.

Sex aðildarfélög til viðbótar eru í samningaviðræðum við ríkið. Kjaradeila þriggja aðildarfélaga er komin inn á borð til ríkissáttasemjara. 17 aðildarfélög BHM hafa verið og eru í viðræðum við ríkið. Alls eru aðildarfélög BHM 27 talsins. 

Félögin átta sem skrifuðu undir samninginn fyrir helgi eru: Fræðagarður, Stéttarfélag bóksafns- og upplýsingafræðinga, Stéttarfélag lögfræðinga, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félag lífeindafræðinga, Iðjuþjálfafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands og Félag sjúkraþjálfara. 

Kynna kjarasamninginn

„Næsta skref hjá þeim er að boða til félagsfundar og kynna samninginn fyrir félagsmönnum og svo fer hann í atkvæðagreiðslu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna. 

Félögin þrjú innan BHM sem hafa vísað kjaradeilum sínum til ríkissáttasemjara eru: Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félag íslenskra hljómlistarmanna og Ljósmæðrafélag Íslands.  

Sex aðildarfélög BHM eru enn í kjaraviðræðum við ríkið. Þetta eru: Sálfræðingafélagið, Þroskaþjálfafélag Íslands, Félag íslenskra leikara, Félag geislafræðinga, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins og Dýralæknafélag Íslands.  

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert