Færri andlát vegna lyfja

Lyfjatengd dauðsföll 2007 til 2016
Lyfjatengd dauðsföll 2007 til 2016

Tölur úr dánarmeinaskrá benda til þess að færri hafi látist af ofneyslu lyfja í fyrra en árið á undan. Þetta segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis.

Undanfarið hefur talsvert verið fjallað um ofneyslu ávanabindandi og sterkra verkjalyfja sem ganga kaupum og sölum hér á landi. Þessi lyf eru skilgreind sem ópíóðar og meðal þeirra eru morfínlyf eins og Fentanýl og OxyContin. Talið er að fimm manns hafi látið lífið vegna neyslu slíkra lyfja það sem af er ári.

Þau dauðsföll sem grunur leikur á að séu af völdum ofneyslu lyfja koma til skoðunar hjá Embætti landlæknis. Árið 2016 bárust embættinu 48 slík mál og úrskurðað var að 25 þeirra væru lyfjatengd. Í fyrra voru málin 32, lokafjöldi úrskurða liggur ekki fyrir, en í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ólafur allt benda til þess að færri hafi látist af ofneyslu lyfja á síðasta ári en árið á undan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert