Fimm farþegar lentu ofan í á

Björgunarsveitin var kölluð út.
Björgunarsveitin var kölluð út. mbl.is/Eggert

Jeppi með fimm farþegum festist ofan í Fiská á Suðurlandi um hádegi í dag. Björgunarsveitir, lögregla og sjúkralið var kallað á vettvang. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en var afturkölluð fljótlega þegar í ljós kom að engin alvarleg slys urðu á fólki.

Fólkið var orðið blautt og hrakið og hlúir sjúkralið að því á vettvangi. Þetta fór betur en á horfðist, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli.  

Fólkið var í jeppa sem festist í Fiská í Vatnsdal sem er við fjallið Þríhyrning fyrir ofan Fljótshlíð.

Uppfært kl. 13.40:  

Fólkið náði að koma sér sjálft upp á þak bílsins og var því bjargað þaðan, samkvæmt upplýsingum Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli. Fólkið er á leið til baka. Unnið er að því að ná jeppanum, sem var af tegundinni Econoline, upp úr ánni. 

Útkallið barst kl. 12.36 í dag. 

Þríhyrningur í baksýn.
Þríhyrningur í baksýn. mbl.is/Gísli Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert