Sigmundur gagnrýndi stjórnina harðlega

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að hún hafi enga stefnu um þróun fjármálakerfisins,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Alþingi í dag. Hann gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði stefnuleysið áhyggjuefni.

Hann sagði að stjórnin ætlaði að móta sér stefnu síðar en fyrst yrði skrifuð hvítbók um málið, sem Sigmundur sagði eitt af stærstu viðfangsefnum stjórnmálanna undanfarin ár.

En á meðan þetta stefnuleysi er ríkjandi er ríkisstjórnin smátt og smátt, og raunar hratt á köflum, að missa tökin á atburðarásinni,“ sagði Sigmundur og taldi að ekki hefði verið vilji til að stíga inn í tilraunir vogunarsjóða til að leggja undir sig Arion banka.

Hann spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort ríkið ætlaði að selja vogunarsjóðum 13% hlut sinn í Arion banka. Einnig spurði Sigmundur hvort ætlunin væri að afsala sér forkaupsrétti að hlutabréfum í Arion banka fyrir skráningu þeirra á markað.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki rétt að tala um stefnuleysi

Katrín sagðist alls ekki vera sammála Sigmundi um svokallað stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum fjármálakerfisins. „Ríkisstjórnin vill ná að skapa hér heilbrigða umræðu um hvernig við viljum þróa íslenskt fjármálakerfi til framtíðar,“ sagði Katrín.

Hún sagði að með gerð hvítbókarinnar yrði rætt um fjármálakerfið á þinginu eftir að innlendir og erlendir ráðgjafar hefðu skoðað það betur. „Ég tel það ekki vera sanngjarnar eða réttar forsendur hjá háttvirtum þingmanni að tala um stefnuleysi,“ sagði Katrín og rifjaði upp tímann þegar Sigmundur var forsætisráðherra:

Þá var ráðist í gerð svokallaðra stöðugleikasamninga. Þá var tekin sú ákvörðun að eignarhald ríkisins í Arion banka yrði með þeim hætti sem nú er, þ.e. í gegnum þennan 13% hlut,“ sagði Katrín og bætti við að aðrar leiðir hefðu hugsanlega verið mögulegar, til að mynda að ríkið tæki yfir bankann. Katrín sagði að samkvæmt stjórnarsáttmálanum stæði til á kjörtímabilinu að draga úr eignarhaldi ríkisins á íslenskum fjármálafyrirtækjum.

Sigmundur sagði Katrínu ekki koma með nein svör. „Það er óskiljanlegt ef stjórnmálaflokkum hefur ekki tekist að móta sér stefnu á þessu sviði á þeim tíma,“ sagði Sigmundur.

Hann sagði vogunarsjóðina geta náð fullkomnum tökum á fjármálakerfinu og mótað það eftir sínu höfði á meðan stjórnin væri að velta fyrir sér einhverri hvítbók.

Katrín minnti Sigmund aftur á að hann hafi verið forsætisráðherra þegar stöðugleikasamkomulag hafi verið gert. 

Þegar kemur að sölu á hlut ríkisins í Arion banka þá hefur engin ákvörðun verið tekin um hana,“ sagði Katrín og bætti við að ekki stæði til hjá ríkisstjórninni að auka eignarhaldið.

Að óundirbúnum fyrirspurnum loknum stigu þingmenn Miðflokksins í pontu hver á fætur öðrum og kölluðu eftir gögnum um það hvort ríkið ætti rétt á forkaupsrétti á bankanum. 

mbl.is

Innlent »

Logi skilaði inn framboði

22:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.  Meira »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »

Selaveisla með samgöngunefnd?

21:45 „Núna finnst okkur boltinn vera hjá yfirvöldum,“ segir Eyþór Stefánsson en hann var einn þeirra sem skipulagði viðburð þar sem íbúar á Borgarfirði eystra steyptu þriggja metra langan vegakafla á mánudag. Heimafólk er langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda og slæmum veg. Meira »

„Átti von á að það yrði kaldara“

21:30 Veðrið hefur gert mörgum lífið leitt í dag. Fjölmargir ferðamenn eru staddir á landinu og þeir létu rok og rigningu ekki stöðva sig í að skoða sig um í bænum. Mæðgurnar Patricia Schaeffer og Dana McDonald eru í heimsókn frá Boston og þær segja veðrið ekki hafa haft mikil áhrif á ferðalagið. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

21:21 Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu gekk ekki út í kvöld en í pottinum voru um 2,2 milljarðar króna.  Meira »

Öryggisverðinum sagt upp störfum

20:31 Starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar sem var hnepptur í gæsluvarðhald vegna innbrots í gagnaver Advania hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að málið sé mikið áfall fyrir starfsfólk fyrirtækisins, enda sé traust eitt af lykilgildum þess. Meira »

690 dómar kveðnir upp í Hæstarétti

20:35 690 dómar voru kveðnir upp í Hæstarétti á árinu 2017. Er það nokkru minna en undanfarin ár, en þeir voru 762 í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu Hæstaréttar, sem kom út í dag. Ástæða fækkunarinnar er sú að dómurum við réttinn fækkaði um tvo í september í fyrra. Meira »

Reglur settar um álaveiðar

20:19 Ráðherra getur með reglugerð sett reglur um álaveiðar, m.a. um að banna eða takmarka álaveiðar um allt land eða á tilteknum svæðum ef það er talið nauðsynlegt að mati Hafrannsóknastofnunar. Þetta segir í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram. Meira »

Norðurljós og rafiðnaður

20:04 Þrír nemar á fjórða og síðasta ári í raftækniskóla í Hollandi eru í fjórðu og síðustu vinnuvikunni hjá rafverktakafyrirtækinu Rafholti í Kópavogi í samvinnu við Raftækniskólann og fara héðan reynslunni ríkari um helgina. „Þetta hefur verið frábært í alla staði,“ segir Matteüs Abdalla, einn Hollendinganna. Meira »

Allt á floti á flugvellinum

19:45 Það var ekki fögur sjón sem blasti við starfsmönnum flugvallarþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Ís og krapi stíflaði niðurföllin á flugbrautum alveg við Leifsstöð sem varð til þess að flugbrautin fylltist af vatni. Meira »

Öryggisvörður einn hinna handteknu

19:31 Alls hafa níu verið handteknir vegna rannsóknar á þremur innbrotum í gagnver í desember og janúar. Einn þeirra er starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar. Meira »

Fjölgun lána ÍLS á Norðurlandi vestra

19:22 Íbúðalánasjóður (ÍLS) veitti færri lán með veði í íbúðarhúsnæði alls staðar á landinu milli 2016 og 2017 nema á Norðurlandi vestra og í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Unni Brá Konráðsdóttur um hlutfall lána með veði í íbúðarhúsnæði. Meira »

Boðar lækkun veiðigjalda

18:38 Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, boðar endurskoðun veiðigjalda og segir undirbúning þess hafinn í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þetta kom fram á þingfundi í dag. Meira »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Hæfileikabúnt hjá Verslunarskólanum

18:40 Verslunarskóli Íslands sýnir söngleikinn Framleiðendurnir í Háskólabíói. Sýningin er metnaðarfull og öllu til tjaldað. Söngleikurinn fjallar um framleiðenda og endurskoðanda sem ákveða að setja upp versta söngleik í sögu Broadway. Meira »

Slökkviliðið sinnt um 40 verkefnum

18:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Alls hefur slökkviliðið sinnt um fjörutíu verkefnum í dag, en kalla þurfti út aukaliðsstyrk vegna anna. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason, í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
Laust í feb-mars. Biskupstungur..
Sumarhús, - Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi og Gullfossi. Velkomi...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...