Lenti á grasflöt við Eiðsgranda

Þyrla Landhelgisgæslunnar var nú fyrir stundu kölluð út vegna umferðaróhapps á Suðurlandi en aðstoð hennar var svo afturkölluð. Þegar þyrlan ætlaði að lenda aftur hafði skyggni við Reykjavíkurflugvöll spillst svo mikið vegna dimmra élja að ekki reyndist unnt að lenda þar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni á Facebook.

Þar segir að þyrlan hafi fikrað sig meðfram strandlengjunni en þegar skyggnið hélt áfram að versna ákvað áhöfnin að lenda þyrlunni á grasflöt við Eiðsgranda.

Lögreglu var gert viðvart vegna lendingarinnar.

Þyrla Landhelgisgæslunnar ásamt lögreglubíl við Eiðisgranda.
Þyrla Landhelgisgæslunnar ásamt lögreglubíl við Eiðisgranda. Ljósmynd/Aðsend
Þyrla Gæslunnar við Eiðisgranda.
Þyrla Gæslunnar við Eiðisgranda. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert