Réttaróvissa fylgi skipan í Landsrétt

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var harðorður í garð dómsmálaráðherra.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var harðorður í garð dómsmálaráðherra. mbl.is/Hari

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, beindi fyrirspurn til Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi síðdegis. Sagði Jón Þór grafalvarlega réttaróvissu skapast af því að vafi leiki á því hvort dómarar við Landsrétt hafi verið skipaðir með lögmætum hætti og sakaði dómsmálaráðherra um að keyra „sína menn“ inn í Landsrétt „á rauðu ljósi“.

Því vísaði Sigríður algjörlega á bug, sem ómálefnalegum og órökstuddum fullyrðingum.

Jón Þór vísaði til frétta af því að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefði lagt fram kröfu um að Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Landsrétt, viki sæti úr dómsmáli sem taka átti fyrir í Landsrétti á morgun.

Hann sagði að jafnvel þó að Arnfríði verði ekki vísað til hliðar, verði hægt að kæra dóma hennar til Hæstaréttar og síðan til mannréttindadómstólsins í Strassbourg, sem gæti þýtt það að allir dómar hennar og annarra dómara sem ekki voru skipaðir í Landsrétt samkvæmt tillögu sérstakrar hæfnismatsnefndar yrðu ógildir.

„Það er mjög alvarleg réttaróvissa,“ sagði Jón Þór. Hann spurði dómsmálaráðherra hvað hún ætlaði að gera, „í þessari grafalvarlegu stöðu“.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði dómara við Landsrétt hafa verið ...
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði dómara við Landsrétt hafa verið skipaða samkvæmt lögum og reglum. mbl.is/Hari

Dómararnir skipaðir lögum samkvæmt

„Eins og fram hefur komið í fréttum hefur lögmaður í einu dómsmáli ákveðið að láta reyna á það hvort einn dómari við Landsrétt sé hæfur til starfans,“ sagði dómsmálaráðherra, en bæti því við að það væri ekki hennar mat að dómarar við Landsrétt hefðu ekki verið skipaðir með löglegum hætti.

„Væntanlega í kjölfarið fer málið til Hæstaréttar,“ bætti Sigríður við og sagði annars ekki rétt að hún væri að ræða einstaka dómsmál á Alþingi. Hún myndi ekki tjá sig meira um þessi mál fyrr en úrskurður falli í Hæstarétti um kröfu Vilhjálms.

„Það liggur fyrir dómur Hæstaréttar um að ráðherra hafi ekki rannsakað málið nægilega vel þegar kom að skipun eða vali á dómara. Á það hefur verið bent ítrekað og ég árétta það enn og aftur að um er að ræða matskennda reglu stjórnsýsluréttarins. Það er ekki um það að ræða að dómarar við Landsrétt séu ekki skipaðir með lögmætum hætti,“ sagði Sigríður.

„Hér var fylgt auðvitað lögformlegu ferli, þeir eru skipaðir lögum samkvæmt, í samræmi við lög sem eru ákaflega skýr,“ sagði dómsmálaráðherra.

mbl.is

Innlent »

Farþegarnir loks á leið til Íslands

12:31 Flestir farþegar sem ætluðu með flugvél Icelandair frá París, höfuðborg Frakklands, til Reykjavíkur í hádeginu á sunnudaginn eru nú á leið til landsins samkvæmt heimildum mbl.is en áætluð koma flugvélarinnar til Keflavíkur er um tvöleytið í dag. Meira »

Skylda Hörpu að sækja fjármunina

11:59 „Það eru þarna 35 milljónir sem hafa farið í þennan ágæta umboðsmann og hans fyrirtæki. Við verðum auðvitað að komast að því hvað varð um þessa fjármuni og ég trúi nú ekki öðru en að þetta greiðist til baka,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður Hörpu. Meira »

Gerðu tilraun til ráns á hóteli

11:45 Par ógnaði starfsmanni hótels með hnífi um miðnættið og reyndi að ræna af honum tölvu. Öskrandi maður barði heimili í miðbænum að utan í nótt. Þá var bíl ekið á móti umferð eftir Kringlumýrarbraut um miðja nótt. Meira »

Vara við „veðurhvelli“

11:23 Vegagerðin vekur athygli á „veðurhvelli“ sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið.   Meira »

„Þeir geta ekkert farið“

11:20 „Þeir geta ekkert farið, ekkert flúið undan stríðinu,“ segir Arwa Ahmed Hussein Al-Fadhli um ástandið í Jemen. Hún hefur búið á Íslandi í áratug og segir líf sitt hafa byrjað er hún fékk hér ríkisborgararétt. Hún hvetur íslensk stjórnvöld til að beita sér í málefnum Jemen. Meira »

„Takk fyrir ekkert!“

11:09 „Við höfum sýnt mikla biðlund. Við héldum að við værum í kjaraviðræðum en við lítum svo á að þær hafi verið frekar tilgangslausar,“ segir Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður Félags náttúrufræðinga, um kjaradeilu þeirra sem hefur verið á borði rík­is­sátta­semj­ara síðustu sex mánuði. Meira »

Rafmagnslaust í Grindavík í nótt

10:32 Rafmagn fór af Grindavík um þrjúleytið í nótt, eftir að truflun varð í flutningskerfinu á Reykjanesi og varði rafmagnsleysið í nokkra klukkutíma. Í frétt á vef Landsnets segir að ástæða bilunarinnar hafi verið bilaður eldingarvari á Fitjalínu. Meira »

Flug til Grænlands í uppnámi

10:38 „Við urðum að fella niður flugið í gær og í raun er það þannig að ef Kulusuk er lokaður, eins og hann er núna, þá er má segja allt okkar flug til og frá Grænlandi í uppnámi,“ segir Árni Gunnarsson, forstjóri Air Iceland Connect, í samtali við mbl.is. Meira »

Engin merki fundust um myglu

10:24 Tvö herbergi á lungnadeild Landspítala í Fossvogi verða væntanlega tekin aftur í notkun í dag, en Vinnueftirlitið greindi frá því á vefsíðu sinni að þeim hefði verið lokað vegna rakaskemmda og fúkkalyktar. Viðgerð var þegar hafin þegar Vinnueftirlitið kom á staðinn þann 29. janúar síðastliðinn. Meira »

Plast í plastpokum í gráu tunnuna

09:49 Íbúar Hafnarfjarðar geta frá og með 1. mars sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna.   Meira »

120 grísaskrokkar fara beint í ruslið

09:19 Búið er að opna Sæbrautina aftur eftir henni hafði verið lokað til suðurs um sjöleytið í morgun í kjölfar umferðaróhapps. Flutningskassi á flutningabíl á vegum Stjörnugríss brotnaði af í akstri og dreifðust grísaskrokkar um götuna. Meira »

7.000 nýburar deyja á hverjum degi

09:17 Í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, kemur fram að börn sem fæðast í efnaminni ríkjum heimsins eru 50 sinnum líklegri til að deyja á fyrsta mánuði lífs síns en þau börn sem fæðast í efnamiklum ríkjum. Meira »

Sæbraut lokuð vegna umferðaróhapps

08:58 Sæbraut er lokuð til suðurs við Miklubraut vegna umferðaróhapps, en flutningabíll með grísakjöti opnaðist og dreifðist kjöt um götuna. Verið að þrífa kjötið af vettvangi. Meira »

Starfshópur um frjálsíþróttavöll

08:18 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra þess efnis að stofnaður verði starfshópur ráðuneyta, Reykjavíkurborgar og FRÍ til að annast nauðsynlegar viðræður og undirbúning að þjóðarleikvangi fyrir frjálsar íþróttir. Meira »

Engu nær eftir 4 ára þrautagöngu

07:37 Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa hefur hafnað öllum kröfum Karls Sigurhjartarsonar á hendur Orkuveitu Reykjavíkur vegna hitunarkostnaðar sumarhúss Karls í Borgarfirði. Meira »

Spáir sólríkum marsmánuði

08:52 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur spáir því að veður hér á landi í mars verði fremur hæglátt. Spáir hann mildum suðaustlægum vindum og að það verði sólríkt og þurrviðrasamt. Meira »

Telja ákvörðun skipulagsnefndar ólögmæta

07:57 Biokraft sem á tvær vindrafstöðvar í Þykkvabæ telur að ákvörðun skipulags- og umferðarnefndar Rangárþings ytra um að synja breytingum á deiliskipulagi sem heimila stærri vindrafstöðvar sé ólögmæt. Meira »

Hvessir mjög á landinu

06:47 Spáð er suðaustanstormi eða -roki víða á landinu á morgun, jafnvel ofsaveðri vestantil.  Meira »
Bátavél og dýptamælir til sölu
Til sölu bátavél SABB Mitsubishi M4 69 hp með skiptiskrúfu og dýptarmælir JRV F...
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
 
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...