Ábyrgðin þeirra sem deila myndinni

Þegar myndefni sem sýna börn á kynferðislegan hátt og er ...
Þegar myndefni sem sýna börn á kynferðislegan hátt og er dreift á netinu er um stafrænt kynferðisofbeldi að ræða. AFP

„Það þarf ekkert að vera athugavert við að unglingar sem hafa náð 15 ára aldri taki af sér nektarmynd og deili með sínum nánasta en um leið og þeir hafa deilt myndinni með einhverjum hafa þeir misst stjórn á henni. Ábyrgðin er samt alltaf þeirra sem deila myndinni áfram,“ segir Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, um „sexting“ í tilefni Alþjóðlega netöryggisdagsins í dag.

Þóra bendir á að þegar myndum sem sýna börn á kynferðislegan hátt og er dreift á netinu er um stafrænt kynferðisofbeldi að ræða. Það getur til dæmis átt sér stað eftir „sexting“ og stundum er það kallað hrelliklám. Stundum er það með ásetningi um að beita yngri börn ofbeldi og dreifa því og selja. Framleiðsla, skoðun, öflun og dreifing á slíkum myndum er refsiverð samkvæmt hegningarlögum.  

Skömmin ekki þeirra sem taka af sér myndir

„Við viljum samt vekja athygli á því að það eitt og sér að ákveða að taka mynd af sér ætti ekki að vera feimnismál eða skömm. Þeir sem gera slíkt ættu ekki að vera dæmdir fyrir það,“ segir Þóra og ítrekar að sá sem ákveður að deila áfram mynd brýtur gegn barni í hvert einasta sinn.

„Það þarf að vekja athygli á því að þetta er yfirleitt barn sem er lifandi og með réttindi sem á að sjálfsögðu að virða. Það þarf að vekja unglinga og ungt fólk til meðvitundar um ábyrgð þeirra á því að taka þátt í því að dreifa þessu. Það er nefnilega skaðlegt að þekkja ekki afleiðingarnar á því að dreifa slíku myndefni,“ segir Þóra.  

Fræðandi mynd um „sexting“

Í þessu samhengi bendir hún á að góða fræðslumynd, Myndin af mér, sem kom út á dögunum eftir þær Bryn­hild­i Björns­dótt­ur og Þór­dísi Elvu Þor­valds­dótt­ur. Hún fjall­ar um kyn­ferðisof­beldi sem þrífst í net­heim­um, meðal ann­ars þegar nekt­ar­mynd­ir, sem send­ar eru í trúnaði, fara á flakk. Í þessari leiknu íslensku mynd er að finna ákveðna lausn á vandamálinu sem skapast, að sögn Þóru sem vill þó ekki gefa of mikið upp um efni myndarinnar og hvetur alla til að sjá hana.

Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum.
Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum. Ljósmynd/Aðsend

Sköpum, tengjum og deilum virðingu

Slagorð Alþjóðlega netöryggisdagsins í ár er: Sköpum, tengjum og deilum virðingu: betra net byrjar hjá þér! Í tilefni dagsins mun SAFT opna nýja heimasíðu og senda nýtt kennsluefni á leik, grunn- og framhaldsskóla landsins ásamt heilræðum og leiðbeinandi efni til foreldra.

Eitt af þessu er nýtt viðmið um umfjöllun um börn á samfélagsmiðlum sem er beint til foreldra, forráðamanna og þeirra sem vinna með börnum. Í þeim eru til dæmis leiðbeiningar um mannréttindi barna á netinu, friðhelgi og persónufrelsi þeirra. „Foreldrar verða til dæmis að vita að þær myndir og umfjallanir um börn sem eru birt á netinu getur haft óþægilegar og  skaðlegar afleiðingar fyrir þau í nútíð eða framtíð,“ segir Þóra. 

Foreldrar fái leyfi barna sinna fyrir myndbirtingu á netinu

Hún bendir á að foreldrar verði að muna að spyrja börn sín um leyfi áður en þeir birta myndir af þeim á samfélagsmiðlum. „Börnin hafa auðvitað sjálf rétt á að hafa áhrif á ákvarðanir sem varða þau sjálf. Þau eiga rétt á að skapa sér sjálf sína sjálfsmynd og hvernig þau birtast út á við,“ segir Þóra og bætir við: „Það fer ekkert af netinu sem birtist þar einu sinni.“

Hún ítrekar mikilvægi þess að skapa barnvænt umhverfi á netinu og þessi dagur er stór þáttur í því að vekja athygli á því. 

Á samfélagsmiðlum hafa margir birt myndir í tilefni dagsins undir merkjum: #SAFT og #SID2018. Sjá nánar heimasíðu SAFT. 

Ábyrgðin liggur alltaf hjá þeim sem deila myndum áfram.
Ábyrgðin liggur alltaf hjá þeim sem deila myndum áfram. AFP
mbl.is

Innlent »

Vill að borgarstjóri axli ábyrgð

23:13 „Munurinn á þessum tveimur málum er þessi: framkvæmdastjóri félagsbústaða hefur sagt af sér en framkvæmdastjóri braggamálsins, sem er framkvæmdastjóri borgarinnar og borgarstjóri, hefur ekki gert það,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins, spurður út í sitt álit á verkefni Félagsbústaða við Írabakka. Meira »

Skútuþjófurinn í farbann

22:08 Héraðsdómur Vestfjarða hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum um að maðurinn sem sigldi seglskútu í heimildarleysi úr höfn á Ísafirði aðfararnótt sunnudags sæti farbanni. Meira »

Íslenskir nemar elstir og tekjuhæstir

21:03 Íslenskir háskólanemar eru þeir elstu í Evrópu, eiga fleiri börn og eru með hærri tekjur en háskólanemar í öðrum Evrópulöndum, en kostnaður íslenskra háskólanema vegna fæðis og húsnæðis er um tvöfalt hærri en meðaltalið er í Evrópu. Meira »

Sveitarstjórn mótmælir seinagangi

20:58 Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir seinagangi vegna gistináttaskatts í ályktun sem var samþykkt á dögunum.  Meira »

Kröfugerð VR samþykkt

20:32 Kröfugerð VR fyrir komandi kjaraviðræður var samþykkt á fundi trúnaðarráðs í kvöld. Í kröfugerðinni kemur fram að markmið kjarasamninga nú verði að rétta hlut þeirra lægst launuðu og auka ráðstöfunartekjur allra félagsmana. Meira »

Vilja láta rjúpuna njóta vafans

20:24 „Það er ljóst að við ofmetum rjúpnastofninn og það er skylda Náttúrufræðistofnunnar að hvetja til varfærni í tengslum við nytjar,“ segir fuglafræðingar hjá Náttúrufræðistofnun. Stofnunin hafi því ákveðið að miða rjúpnaveiðiráðgjöf sína við Vesturland í stað Norðausturlands eins og hefð sé fyrir. Meira »

Minnir á Bakkabræður

20:18 Veiðigjöld á útgerðir eru ósanngjörn og gríðarlegur munur er á veiðigjöldum eftir fisktegundum, segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Meira »

Hagsýni er kvenfélagskonum í blóð borin

20:05 „Kvenfélög hafa nú sem endranær mikilvægu hlutverki að gegna. Í ýmsum líknar- og velferðarmálum úti um allt land hefur mjög munað um framlag kvenfélaganna, enda er starfsemi félaganna öflug mjög víða, og áherslumál að styðja góð málefni í nærsamfélaginu. Á árabilinu 2007 til 2017 var þetta samanlagt stuðningur upp á einn milljarð króna,“ segir Guðrún Þórðardóttir, formaður Kvenfélagasambands Íslands. Meira »

„Ég var ekki aðalhönnuður verksins“

19:30 Arkitekt hjá Arkibúllunni segir reikninga fyrirtækisins vegna braggans við Nauthólsveg ekki óvenjuháa og að tímarnir séu ekki óvenjulega margir í ljósi þess hve verkefnið dróst á langinn. Meira »

Kvartað yfir aðstæðum í skólamötuneyti

19:11 Umboðsmaður barna sendi síðasta vor bréf til Hafnarfjarðarbæjar eftir að embættinu hafði borist ábending vegna aðstæðna í skólamötuneyti í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Meira »

Styttri vinnuvika hjá Hugsmiðjunni

18:57 Minni vinna og allir vinna segir Margeir Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar sem hefur gengið mjög langt í vegferð jafnréttis með því að stytta vinnuviku starfsfólks fyrirtækisins úr átta í sex. Mælingar sýna meiri framleiðni, færri veikindadaga og aukna starfsánægju starfsfólksins. Meira »

Músarrindill, glókollur og rjúpa

18:43 Fuglalífið í Hrísey hefur sjaldan verið blómlegra en nú. Þegar sumrin eru góð og áfallalaus verður viðkoma fuglanna góð og lífið dafnar. Alls verpa um 40 tegundir fugla í eynni og mér finnst alltaf ævintýrið eitt að fylgjast með lífi þeirra,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, fuglaáhugamaður á Akureyri. Hann á sínar rætur í Hrísey og hefur síðan í æsku fylgst vel með fuglalífinu þar. Meira »

„Innri endurskoðun hlífir engum“

18:41 „Það var gott að það var farið fram á að innri endurskoðun tæki út þessar framkvæmdir og viðhald við Írabakka,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, um úttekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Öðruvísi staðið að framkvæmdum núna

17:55 „Ég fagna því að það hafi verið ráðist í þessa úttekt,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn um út­tekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Nauðganir öflugt vopn í stríði

17:55 Kynferðislegt ofbeldi á ekkert sammerkt með kynlífi heldur er það glæpur og er notað sem valdatæki segir Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins. Nauðganir eru öflugt vopn á átakasvæðum og rödd Íslands skiptir máli þegar kemur að mannréttindum segir hann. Meira »

Hljóp á brott frá lögreglunni

17:52 Ökumaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði stöðvað í Grafarvogi vegna gruns um ölvunarakstur hljóp úr bíl sínum á brott frá lögreglunni um fimmleytið í dag. Meira »

Fiskeldi í Reyðarfirði fyrir dóm

17:50 Mál málsóknarfélagsins Náttúruverndar 2 á hendur Matvælastofnun og Löxum fiskeldi ehf. verður flutt fyrir Héraðsdómi Reykjaness 15. nóvember. Meira »

Krefjast farbanns yfir skútuþjófnum

17:24 Lögreglan á Vestfjörðum hefur yfirheyrt manninn sem handtekinn var um borð í skútu á Rifi á Snæfellsnesi í gær.   Meira »

Sigurvissir Svisslendingar

17:20 Þeir voru sigurvissir stuðningsmenn svissneska landsliðsins sem voru í miðbænum í dag og biðu eftir landsleiknum við Ísland á Laugardalsvelli í kvöld. Minnugir stórsigursins í síðasta leik spá þeir sínum mönnum öruggum sigri. Meira »