Ábyrgðin þeirra sem deila myndinni

Þegar myndefni sem sýna börn á kynferðislegan hátt og er ...
Þegar myndefni sem sýna börn á kynferðislegan hátt og er dreift á netinu er um stafrænt kynferðisofbeldi að ræða. AFP

„Það þarf ekkert að vera athugavert við að unglingar sem hafa náð 15 ára aldri taki af sér nektarmynd og deili með sínum nánasta en um leið og þeir hafa deilt myndinni með einhverjum hafa þeir misst stjórn á henni. Ábyrgðin er samt alltaf þeirra sem deila myndinni áfram,“ segir Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, um „sexting“ í tilefni Alþjóðlega netöryggisdagsins í dag.

Þóra bendir á að þegar myndum sem sýna börn á kynferðislegan hátt og er dreift á netinu er um stafrænt kynferðisofbeldi að ræða. Það getur til dæmis átt sér stað eftir „sexting“ og stundum er það kallað hrelliklám. Stundum er það með ásetningi um að beita yngri börn ofbeldi og dreifa því og selja. Framleiðsla, skoðun, öflun og dreifing á slíkum myndum er refsiverð samkvæmt hegningarlögum.  

Skömmin ekki þeirra sem taka af sér myndir

„Við viljum samt vekja athygli á því að það eitt og sér að ákveða að taka mynd af sér ætti ekki að vera feimnismál eða skömm. Þeir sem gera slíkt ættu ekki að vera dæmdir fyrir það,“ segir Þóra og ítrekar að sá sem ákveður að deila áfram mynd brýtur gegn barni í hvert einasta sinn.

„Það þarf að vekja athygli á því að þetta er yfirleitt barn sem er lifandi og með réttindi sem á að sjálfsögðu að virða. Það þarf að vekja unglinga og ungt fólk til meðvitundar um ábyrgð þeirra á því að taka þátt í því að dreifa þessu. Það er nefnilega skaðlegt að þekkja ekki afleiðingarnar á því að dreifa slíku myndefni,“ segir Þóra.  

Fræðandi mynd um „sexting“

Í þessu samhengi bendir hún á að góða fræðslumynd, Myndin af mér, sem kom út á dögunum eftir þær Bryn­hild­i Björns­dótt­ur og Þór­dísi Elvu Þor­valds­dótt­ur. Hún fjall­ar um kyn­ferðisof­beldi sem þrífst í net­heim­um, meðal ann­ars þegar nekt­ar­mynd­ir, sem send­ar eru í trúnaði, fara á flakk. Í þessari leiknu íslensku mynd er að finna ákveðna lausn á vandamálinu sem skapast, að sögn Þóru sem vill þó ekki gefa of mikið upp um efni myndarinnar og hvetur alla til að sjá hana.

Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum.
Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum. Ljósmynd/Aðsend

Sköpum, tengjum og deilum virðingu

Slagorð Alþjóðlega netöryggisdagsins í ár er: Sköpum, tengjum og deilum virðingu: betra net byrjar hjá þér! Í tilefni dagsins mun SAFT opna nýja heimasíðu og senda nýtt kennsluefni á leik, grunn- og framhaldsskóla landsins ásamt heilræðum og leiðbeinandi efni til foreldra.

Eitt af þessu er nýtt viðmið um umfjöllun um börn á samfélagsmiðlum sem er beint til foreldra, forráðamanna og þeirra sem vinna með börnum. Í þeim eru til dæmis leiðbeiningar um mannréttindi barna á netinu, friðhelgi og persónufrelsi þeirra. „Foreldrar verða til dæmis að vita að þær myndir og umfjallanir um börn sem eru birt á netinu getur haft óþægilegar og  skaðlegar afleiðingar fyrir þau í nútíð eða framtíð,“ segir Þóra. 

Foreldrar fái leyfi barna sinna fyrir myndbirtingu á netinu

Hún bendir á að foreldrar verði að muna að spyrja börn sín um leyfi áður en þeir birta myndir af þeim á samfélagsmiðlum. „Börnin hafa auðvitað sjálf rétt á að hafa áhrif á ákvarðanir sem varða þau sjálf. Þau eiga rétt á að skapa sér sjálf sína sjálfsmynd og hvernig þau birtast út á við,“ segir Þóra og bætir við: „Það fer ekkert af netinu sem birtist þar einu sinni.“

Hún ítrekar mikilvægi þess að skapa barnvænt umhverfi á netinu og þessi dagur er stór þáttur í því að vekja athygli á því. 

Á samfélagsmiðlum hafa margir birt myndir í tilefni dagsins undir merkjum: #SAFT og #SID2018. Sjá nánar heimasíðu SAFT. 

Ábyrgðin liggur alltaf hjá þeim sem deila myndum áfram.
Ábyrgðin liggur alltaf hjá þeim sem deila myndum áfram. AFP
mbl.is

Innlent »

Veður ætti ekki að hafa áhrif á kjörsókn

Í gær, 23:06 Útlit er fyrir vætusaman kjördag á öllu landinu á morgun, að minnsta kosti framan af degi. „Það er þessi mikla úrkoma á sunnan- og vestanverðu landinu í fyrramálið og svo rignir áfram suðvestan til alveg fram á kvöld en styttir upp á Norðvestur- og Norðurlandi,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. Meira »

Stofnendur WOW Cyclothon þáðu björgun

Í gær, 22:45 Þátttakendur í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon munu safna áheitum fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg, annað árið í röð. Í keppninni, sem verður haldin í sjöunda sinn dagana 26. - 30. júní, hjóla einstaklingar og lið hringinn í kringum Ísland. Meira »

Um 20.000 hafa kosið utan kjörfundar

Í gær, 22:28 Um 20.300 manns hafa kosið utan kjör­fund­ar á land­inu öllu sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá sýslu­mann­in­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Þá hafa 13.296 kosið hjá embætt­inu. Í dag kusu 2.318 manns í utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslu sem fer fram í versl­un­ar­miðstöðinni Smáralind. Meira »

„Þetta eru ansi langar pípur“

Í gær, 22:06 Tekist var hart á í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins í kvöld þar sem oddvitar framboðanna í Reykjavík ræddu um þau málefni sem helst hafa verið til umræðu í kosningabaráttunni undanfarnar vikur og mánuði í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna á morgun. Meira »

75 ára gekk einn á Hvannadalshnúk

Í gær, 21:15 „Þetta er mest tilviljanakenndi hlutur sem ég hef nokkurn tíma lent í,“ segir fjallaleiðsögumaðurinn Sigurður Ragnarsson í samtali við mbl.is, sem varð fyrir óvæntri uppákomu þegar hann rakst á hinn 75 ára Luigi Rampini á Hvannadalshnúk. Meira »

Grunnskólakennarar undirrita kjarasamning

Í gær, 20:59 Samn­inga­nefnd­ir Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Kenn­ara­sam­bands Íslands vegna Fé­lags grunn­skóla­kenn­ara (FG) und­ir­rituðu nýj­an kjara­samn­ing síðdeg­is. Í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands kemur fram að samningurinn gildi til 30. júní 2019. Meira »

Mokka fagnar sextíu árum

Í gær, 20:35 Mokka-Kaffi var opnað 24. maí 1958 og átti því 60 ára afmæli í gær. Hjónin Guðný Guðjónsdóttir og Guðmundur Baldursson stofnuðu staðinn en börnin þeirra sjá að stórum hluta um hann í dag. Meira »

Tífaldur pottur í Eurojackpot í næstu viku

Í gær, 20:16 Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Potturinn verður því tífaldur í næstu viku. Fjórir skiptu með sér öðrum vinningi og hlýtur hver 287 milljónir króna. Tveir miðanna voru keyptir á Ítalíu, einn í Danmörku og einn í Þýskalandi. Meira »

Heldur einn í ævintýraför

Í gær, 20:05 „Ert þú ekki að fara?“ var það fyrsta sem Kristófer Arnar Einarsson, stuðningsmaður Liverpool, sagði þegar blaðamaður ræddi við hann. Kristófer er „að sjálfsögðu“ á leið til Kiev þar sem Liverpool mætir Real Madríd í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu annað kvöld. Meira »

Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum

Í gær, 20:04 „Við erum heppin núna þar sem síðast þegar það kom svona mikil úrkoma var svo mikill klaki alls staðar að það urðu flóð hér og þar í borginni,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. Gert er ráð fyrir óvenjumikilli úrkomu á Suður- og Suðvesturlandi í nótt og alla helgina. Meira »

Eitt bréf getur svipt fólk lífsviðurværinu

Í gær, 18:35 „Bráðavandi fólks í dag snýr að húsnæði,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á opnum fundi sem haldinn var á Hotel Natura í dag. Ragnar Þór og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, ræddu húsnæðisvandann og fátækt í Reykjavík. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Í gær, 18:29 Sjö flokkar verða með fulltrúa í borgarstjórn samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup sem gerð var fyrir Rúv. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 28,3 prósenta fylgi og er stærsti flokkurinn í borginni. Samfylkingin fær næstmest fylgi samkvæmt könnuninni, eða 26 prósent. Meira »

Allt gert til að börnin tjái sig ekki

Í gær, 18:20 „Við þurfum að ræða hvort sakamálalögin verndi brotaþola nægilega mikið og tryggi réttindi þeirra,“ sagði yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, í erindi sínu „Skýrslutaka af barni á rannsóknarstigi“ á ráðstefnu um kynferðisbrot sem haldin var í dag. Meira »

Vilja gera Sigríði að heiðursborgara

Í gær, 18:15 Tillaga hefur verið lögð fram af Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og óháðum í Skagafirði um að Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagafjarðar, verði gerð að heiðursborgara sveitarfélagsins fyrir starf sitt að safnamálum og menningarmálum undanfarna þrjá áratugi og brautryðjendastarf við uppbyggingu safnsins. Meira »

Farbann yfir Sigurði staðfest

Í gær, 18:05 Landsréttur staðfesti í dag farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigurði Kristinssyni, fyrrverandi eiganda verktakafyrirtækisins SS húsa, frá 18. maí en hann er grunaður um að vera viðriðinn innflutning á 5 kílóum af amfetamíni til landsins. Meira »

Sumarlokanir á LSH lengri en í fyrra

Í gær, 17:58 Gera má ráð fyrir að lokanir á deildum Landspítala vegna sumarleyfa verði lengri í ár en í fyrra. Þetta kemur fram í föstudagspistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Meira »

Líkamsleifarnar af Arturi

Í gær, 17:50 Staðfest hefur verið að líkamsleifar sem fundust undan ströndum Snæfellsness í febrúar séu af Arturi Jarmoszko sem saknað hafði verið frá því í mars í fyrra. Lögreglan telur ekki að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins. Meira »

Fimmtán skráningar felldar niður

Í gær, 16:37 Þjóðskrá Íslands hefur fellt niður lögheimilisskráningar 15 af þeim 18 einstaklingum sem skráðu lögheimili sitt í Árneshreppi á stuttu tímabili í vor. Tvær skráningar voru samþykktar, þar af annað málið á grundvelli endurupptökuheimildar, og í einu máli sendi einstaklingur beiðni um leiðréttingu sem var samþykkt. Meira »

Segir rök Vilhjálms ekki sannfærandi

Í gær, 16:27 „Þetta er að mínu mati alveg fjarstæðukennt,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, um áform Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, verjanda Guðmundar Andra Ástráðssonar, að vísa máli skjólstæðings síns til Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1090..000 + vsk ...
Íbúð til leigu
Til leigu 3ja herbergja íbúð með bílskúr á svæði 110 Reykjavík. Langtímaleiga....
Reiðhjólaviðgerðir
Hjólaspítalinn Auðbrekku 4. Viðgerðir á öllum gerðum hjóla, stuttur biðtími, flj...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Fræðslufulltrúi 50%
Önnur störf
Fræðslufulltrúi - 50...
Vélstjóri
Sjávarútvegur
Vélstjóri óskast á Dala Rafn VE 508, ...
Framkvæmdastjóri barnaverndar reykjavík
Sérfræðistörf
Mynd af auglýsingu ...