Ábyrgðin þeirra sem deila myndinni

Þegar myndefni sem sýna börn á kynferðislegan hátt og er ...
Þegar myndefni sem sýna börn á kynferðislegan hátt og er dreift á netinu er um stafrænt kynferðisofbeldi að ræða. AFP

„Það þarf ekkert að vera athugavert við að unglingar sem hafa náð 15 ára aldri taki af sér nektarmynd og deili með sínum nánasta en um leið og þeir hafa deilt myndinni með einhverjum hafa þeir misst stjórn á henni. Ábyrgðin er samt alltaf þeirra sem deila myndinni áfram,“ segir Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, um „sexting“ í tilefni Alþjóðlega netöryggisdagsins í dag.

Þóra bendir á að þegar myndum sem sýna börn á kynferðislegan hátt og er dreift á netinu er um stafrænt kynferðisofbeldi að ræða. Það getur til dæmis átt sér stað eftir „sexting“ og stundum er það kallað hrelliklám. Stundum er það með ásetningi um að beita yngri börn ofbeldi og dreifa því og selja. Framleiðsla, skoðun, öflun og dreifing á slíkum myndum er refsiverð samkvæmt hegningarlögum.  

Skömmin ekki þeirra sem taka af sér myndir

„Við viljum samt vekja athygli á því að það eitt og sér að ákveða að taka mynd af sér ætti ekki að vera feimnismál eða skömm. Þeir sem gera slíkt ættu ekki að vera dæmdir fyrir það,“ segir Þóra og ítrekar að sá sem ákveður að deila áfram mynd brýtur gegn barni í hvert einasta sinn.

„Það þarf að vekja athygli á því að þetta er yfirleitt barn sem er lifandi og með réttindi sem á að sjálfsögðu að virða. Það þarf að vekja unglinga og ungt fólk til meðvitundar um ábyrgð þeirra á því að taka þátt í því að dreifa þessu. Það er nefnilega skaðlegt að þekkja ekki afleiðingarnar á því að dreifa slíku myndefni,“ segir Þóra.  

Fræðandi mynd um „sexting“

Í þessu samhengi bendir hún á að góða fræðslumynd, Myndin af mér, sem kom út á dögunum eftir þær Bryn­hild­i Björns­dótt­ur og Þór­dísi Elvu Þor­valds­dótt­ur. Hún fjall­ar um kyn­ferðisof­beldi sem þrífst í net­heim­um, meðal ann­ars þegar nekt­ar­mynd­ir, sem send­ar eru í trúnaði, fara á flakk. Í þessari leiknu íslensku mynd er að finna ákveðna lausn á vandamálinu sem skapast, að sögn Þóru sem vill þó ekki gefa of mikið upp um efni myndarinnar og hvetur alla til að sjá hana.

Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum.
Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum. Ljósmynd/Aðsend

Sköpum, tengjum og deilum virðingu

Slagorð Alþjóðlega netöryggisdagsins í ár er: Sköpum, tengjum og deilum virðingu: betra net byrjar hjá þér! Í tilefni dagsins mun SAFT opna nýja heimasíðu og senda nýtt kennsluefni á leik, grunn- og framhaldsskóla landsins ásamt heilræðum og leiðbeinandi efni til foreldra.

Eitt af þessu er nýtt viðmið um umfjöllun um börn á samfélagsmiðlum sem er beint til foreldra, forráðamanna og þeirra sem vinna með börnum. Í þeim eru til dæmis leiðbeiningar um mannréttindi barna á netinu, friðhelgi og persónufrelsi þeirra. „Foreldrar verða til dæmis að vita að þær myndir og umfjallanir um börn sem eru birt á netinu getur haft óþægilegar og  skaðlegar afleiðingar fyrir þau í nútíð eða framtíð,“ segir Þóra. 

Foreldrar fái leyfi barna sinna fyrir myndbirtingu á netinu

Hún bendir á að foreldrar verði að muna að spyrja börn sín um leyfi áður en þeir birta myndir af þeim á samfélagsmiðlum. „Börnin hafa auðvitað sjálf rétt á að hafa áhrif á ákvarðanir sem varða þau sjálf. Þau eiga rétt á að skapa sér sjálf sína sjálfsmynd og hvernig þau birtast út á við,“ segir Þóra og bætir við: „Það fer ekkert af netinu sem birtist þar einu sinni.“

Hún ítrekar mikilvægi þess að skapa barnvænt umhverfi á netinu og þessi dagur er stór þáttur í því að vekja athygli á því. 

Á samfélagsmiðlum hafa margir birt myndir í tilefni dagsins undir merkjum: #SAFT og #SID2018. Sjá nánar heimasíðu SAFT. 

Ábyrgðin liggur alltaf hjá þeim sem deila myndum áfram.
Ábyrgðin liggur alltaf hjá þeim sem deila myndum áfram. AFP
mbl.is

Innlent »

Tengivagn hafnaði á hliðinni

12:17 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út á tólfta tímanum vegna flutningsbíls sem lenti í vanda í svokallaðri Ullarnesbrekku á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór tengivagn, sem flutningabíllinn var með í eftirdragi, á hliðina. Meira »

Hvenær æfum við íþróttir of mikið?

11:53 „Margar rannsóknir sýna að íþróttaiðkun hafi jákvæð áhrif á námsárangur en ég velti fyrir mér hvort það séu einhver hámörk, það er að segja hvort of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð áhrif á námsárangur,“ segir Bjarni Rúnar Lárusson sem skoðaði þessa þætti í meistararitgerð sinni í menntunarfræði. Meira »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Garðar Kári er kokkur ársins

07:17 Garðar Kári Garðarsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu í gær og háðu keppendur harða baráttu um titilinn eftirsótta. Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Geir Kristinsson í því þriðja. Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Hjálmar leiðir lista sjálfstæðismanna í Grindavík

07:05 Hjálmar Hallgrímsson, sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, mun áfram leiða flokkinn fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en prófkjör fór fram hjá flokknum í gær. Sjö voru í framboði og 208 tóku þátt í kjörinu. Meira »

Frumkvöðlar í sviðsljósinu

Í gær, 20:34 Nemendur og kennarar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti taka árlega þátt í fjölmörgum mismunandi verkefnum erlendis og næstu vikur og mánuði fara um 70 nemendur í námsheimsóknir, nemendaskiptaferðir og starfsþjálfun á erlendri grundu, að sögn Ágústu Unnar Gunnarsdóttur, kynningarstjóra og alþjóðafulltrúa FB. Meira »

Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað

Í gær, 20:05 Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað í augnablikinu svo að sími 1777 er óvirkur. Unnið er að viðgerð.  Meira »

Vann sjö milljónir í lottó

Í gær, 19:44 Einn miðahafi var með allar tölur réttar þegar dregið var út í lottó í kvöld. Sá heppni hlýtur rúmlega 7 milljónir í vinning. Meira »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

Í gær, 19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

Í gær, 18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

Í gær, 19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

Í gær, 18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

Í gær, 17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
"Lítil" og gömul ritvél með @ óskast
Áttu svoleiðis vél í dóti sem er í góðu lagi? Sendu mér þá tölvupóst á: hagbokh...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...