Ábyrgðin þeirra sem deila myndinni

Þegar myndefni sem sýna börn á kynferðislegan hátt og er ...
Þegar myndefni sem sýna börn á kynferðislegan hátt og er dreift á netinu er um stafrænt kynferðisofbeldi að ræða. AFP

„Það þarf ekkert að vera athugavert við að unglingar sem hafa náð 15 ára aldri taki af sér nektarmynd og deili með sínum nánasta en um leið og þeir hafa deilt myndinni með einhverjum hafa þeir misst stjórn á henni. Ábyrgðin er samt alltaf þeirra sem deila myndinni áfram,“ segir Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, um „sexting“ í tilefni Alþjóðlega netöryggisdagsins í dag.

Þóra bendir á að þegar myndum sem sýna börn á kynferðislegan hátt og er dreift á netinu er um stafrænt kynferðisofbeldi að ræða. Það getur til dæmis átt sér stað eftir „sexting“ og stundum er það kallað hrelliklám. Stundum er það með ásetningi um að beita yngri börn ofbeldi og dreifa því og selja. Framleiðsla, skoðun, öflun og dreifing á slíkum myndum er refsiverð samkvæmt hegningarlögum.  

Skömmin ekki þeirra sem taka af sér myndir

„Við viljum samt vekja athygli á því að það eitt og sér að ákveða að taka mynd af sér ætti ekki að vera feimnismál eða skömm. Þeir sem gera slíkt ættu ekki að vera dæmdir fyrir það,“ segir Þóra og ítrekar að sá sem ákveður að deila áfram mynd brýtur gegn barni í hvert einasta sinn.

„Það þarf að vekja athygli á því að þetta er yfirleitt barn sem er lifandi og með réttindi sem á að sjálfsögðu að virða. Það þarf að vekja unglinga og ungt fólk til meðvitundar um ábyrgð þeirra á því að taka þátt í því að dreifa þessu. Það er nefnilega skaðlegt að þekkja ekki afleiðingarnar á því að dreifa slíku myndefni,“ segir Þóra.  

Fræðandi mynd um „sexting“

Í þessu samhengi bendir hún á að góða fræðslumynd, Myndin af mér, sem kom út á dögunum eftir þær Bryn­hild­i Björns­dótt­ur og Þór­dísi Elvu Þor­valds­dótt­ur. Hún fjall­ar um kyn­ferðisof­beldi sem þrífst í net­heim­um, meðal ann­ars þegar nekt­ar­mynd­ir, sem send­ar eru í trúnaði, fara á flakk. Í þessari leiknu íslensku mynd er að finna ákveðna lausn á vandamálinu sem skapast, að sögn Þóru sem vill þó ekki gefa of mikið upp um efni myndarinnar og hvetur alla til að sjá hana.

Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum.
Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum. Ljósmynd/Aðsend

Sköpum, tengjum og deilum virðingu

Slagorð Alþjóðlega netöryggisdagsins í ár er: Sköpum, tengjum og deilum virðingu: betra net byrjar hjá þér! Í tilefni dagsins mun SAFT opna nýja heimasíðu og senda nýtt kennsluefni á leik, grunn- og framhaldsskóla landsins ásamt heilræðum og leiðbeinandi efni til foreldra.

Eitt af þessu er nýtt viðmið um umfjöllun um börn á samfélagsmiðlum sem er beint til foreldra, forráðamanna og þeirra sem vinna með börnum. Í þeim eru til dæmis leiðbeiningar um mannréttindi barna á netinu, friðhelgi og persónufrelsi þeirra. „Foreldrar verða til dæmis að vita að þær myndir og umfjallanir um börn sem eru birt á netinu getur haft óþægilegar og  skaðlegar afleiðingar fyrir þau í nútíð eða framtíð,“ segir Þóra. 

Foreldrar fái leyfi barna sinna fyrir myndbirtingu á netinu

Hún bendir á að foreldrar verði að muna að spyrja börn sín um leyfi áður en þeir birta myndir af þeim á samfélagsmiðlum. „Börnin hafa auðvitað sjálf rétt á að hafa áhrif á ákvarðanir sem varða þau sjálf. Þau eiga rétt á að skapa sér sjálf sína sjálfsmynd og hvernig þau birtast út á við,“ segir Þóra og bætir við: „Það fer ekkert af netinu sem birtist þar einu sinni.“

Hún ítrekar mikilvægi þess að skapa barnvænt umhverfi á netinu og þessi dagur er stór þáttur í því að vekja athygli á því. 

Á samfélagsmiðlum hafa margir birt myndir í tilefni dagsins undir merkjum: #SAFT og #SID2018. Sjá nánar heimasíðu SAFT. 

Ábyrgðin liggur alltaf hjá þeim sem deila myndum áfram.
Ábyrgðin liggur alltaf hjá þeim sem deila myndum áfram. AFP
mbl.is

Innlent »

Vannærðir kettlingar í pappakassa

Í gær, 23:25 Í dag kom dýravinur með læðu og fimm kettlinga hennar í Kattholt, en kettlingarnir höfðu fundist í pappakassa við ruslatunnur í Reykjanesbæ og læðan þar í grenndinni. Frá þessu er greint á vef Kattholts og brýnt fyrir kattaeigendum að sýna ábyrgð. Meira »

Sólin lætur víða sjá sig

Í gær, 22:55 Flestir landsmenn ættu að geta notið sólarinnar á morgun og vel virðist ætla að viðra til útiveru í miðborg Reykjavíkur, þar sem Menningarnótt fer fram og þúsundir hlaupara taka þátt í Reykjavíkumaraþoni. Meira »

Deilibílalausn fyrir ferðamenn á Íslandi

Í gær, 21:15 „Koride er leið fyrir ferðamenn til að tengjast á auðveldan hátt og sjá nákvæmlega hverjir vilja fara hvert. Þú getur á einfaldan hátt fundið ferðafélaga og gengið frá praktískum málum,“ segir Kristinn Evertsson, einn af stofnendum Koride, í samtali við mbl.is. Meira »

„Umtalsverðir annmarkar“ á kosningunum

Í gær, 20:35 Dómsmálaráðuneytið hefur hafnað kröfum þeirra Elíasar Svavars Kristinssonar og Ólafs Valssonar um að ráðuneytið felli úr gildi úrskurð kjörnefndar sýslumannsins á Vestfjörðum vegna sveitarstjórnarkosninganna í Árneshreppi og úrskurði sömuleiðis kosningarnar ógildar. Meira »

Íslenska módelið virkar

Í gær, 20:00 Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi nær hámarki í 7.-8. bekk þegar um 80% ungmenna eru virk í hverri viku. Eftir það hefst brottfall af alvöru. Þetta er meðal þess sem fram kemur á fyrirlestri Margrétar Guðmundsdóttur félagsfræðings á alþjóðlegri ráðstefnu um jafnrétti í íþróttum. Meira »

Metanframleiðsla mun tvöfaldast

Í gær, 19:45 Fyrsta skóflustungan að nýrri gas- og jarðgerðarstöð SORPU var tekin í dag í Álfsnesi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og sex fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og eigenda SORPU tóku fyrstu stunguna. Meira »

Skaraði fram úr í tónleikaröð

Í gær, 19:30 Kristín Anna Guðmundsdóttir sópransöngkona varð þess heiðurs aðnjótandi að vera valin af tónleikagestum sá söngvari sem þótti skara mest fram úr á sjö tónleikum sem nýverið voru haldnir í Torgau í NV-Saxlandi í Þýskalandi. Meira »

Leitar sameiginlegra lausna

Í gær, 19:30 „Það að hafa aðgengi að 500 millj­ón manna markaði með sam­eig­in­leg­ar regl­ur og staðla fyr­ir inn- og út­flutn­ing er gríðarlega mik­il­vægt til þess að skapa sann­gjörn sam­keppn­is­skil­yrði,“ seg­ir Ine Marie Erik­sen Sørei­de, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs. Meira »

Fiskidagsferðin varð til fjár

Í gær, 19:27 Vinningshafarnir heppnu, sem unnu fimmfaldan Lottópott um síðustu helgi eru búnir að gefa sig fram. Þau unnu 51,7 milljónir króna og voru stödd á Fiskideginum mikla á Dalvík er þau skutust á Akureyri og keyptu vinningsmiðann. Meira »

Segir ásakanirnar misbjóða sér

Í gær, 19:01 Þórður Georg Lárusson, fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gefið út yfirlýsingu vegna fyrirlesturs Þóru Bjargar Helgadóttur, fyrrverandi landsliðskonu, sem hún hélt á ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Kyn og Íþróttir,“ í Háskólanum í Reykjavík í gær. Meira »

Formaður hrifinn af furðubrögðum

Í gær, 18:57 Á milli þess sem Guðrún Hafsteinsdóttir starfar sem formaður Samtaka iðnaðarins og gegnir formennsku í stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða, situr hún og smakkar til ís í raspi og kæstan síldarís svo fátt eitt sé nefnt. Meira »

Útilíkamsrækt í hreystigörðum

Í gær, 18:30 Fimm sveitarfélög hafa sett upp hreystigarða fyrir íbúa sína. Í görðunum, sem eru úti og ýmist kallaðir hreyfi- eða hreystigarðar, eru tæki til þol-, styrktar- og teygjuæfinga. Ókeypis er í tækin, sem ætluð eru fullorðnum. Meira »

Fer maraþon á hjólabretti

Í gær, 18:15 „Þetta er sjötta maraþonið mitt. Ég er hérna til að hafa gaman og njóta andrúmsloftsins. Svo er þetta skemmtileg leið til að sjá borgina,“ segir Chris Koch, 39 ára ferðalangur og hlaupari. Chris tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun á hjólabretti, en hann fæddist bæði án handa og fóta. Meira »

Miðbærinn tekur á sig mynd

Í gær, 17:30 Það stendur mikið til í miðbænum á morgun þegar Menningarnótt fer fram í 23. skipti. Verið var að tyrfa Klapparstíginn þar sem mikið karnival fer fram á morgun á vegum Nova og við Arnarhól var verið að setja upp stærsta svið sem hefur verið á notað í Tónaflóði Rásar 2. Meira »

Vilja nútímavæða sjávarútveginn

Í gær, 17:15 „Sjávarútvegurinn hefur verið tiltölulega íhaldssöm atvinnugrein og hefur ekki tileinkað sér aðferðafræði sem hefur þekkst í fjármálakerfinu undanfarna áratugi. Við erum að reyna að koma þannig hugsun og aðferðafræði inn í sjávarútveginn,“ segir dr. Jón Þrándur Stefánsson, stjórnarformaður Sea Data Center, í samtali við mbl.is. Meira »

Tók ekki öskrandi á móti fólki

Í gær, 17:00 Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður KSÍ, segist ekki muna eftir fundi með leikmönnum kvennalandsliðsins í knattspyrnu vegna þáverandi landsliðsþjálfara liðsins, Þórðar Lárussonar, þar sem hann hafi öskrað á þær en það kom fram í fyrirlestri Þóru B. Helgadóttur, fyrrverandi landsliðskonu. Meira »

Birtir erindi framkvæmdastjóra KVH

Í gær, 16:19 „Á fundi forsætisnefndar sem var að ljúka rétt í þessu sá ég mig knúna til að leggja fram tölvuskeyti frá framkvæmdastjóra Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Ég hef því að fullu upplýst hvaðan ég fékk upplýsingarnar,“ segir Vigdís Hauksdóttir í tölvupósti til fjölmiðla í dag. Meira »

Hlaupandi fólk um allan bæ

Í gær, 16:04 „Það verður hlaupandi fólk um allan bæ á morgun fram eftir degi,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsinga- og samskiptastjóri hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur, og kveður skráningu og áheitasöfnun fyrir Reykjavíkurmaraþonið, sem haldið er á morgun, ganga mjög vel. Meira »

Forsetinn gaf frumkvöðlum heillaráð

Í gær, 15:35 Fjárfestadagur Startup Reykjavik var haldinn í höfuðstöðvum Arion banka í dag þar sem níu sprotafyrirtæki kynntu viðskiptahugmyndir sínar fyrir innlendum og erlendum fjárfestum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hóf daginn með því að gefa frumkvöðlum tvö heillaráð fyrir komandi áskoranir. Meira »