Ákvörðun um áfrýjun ekki verið tekin

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu lögbannsmáli verði áfrýjað til Landsréttar.

Þetta segir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, í samtali við mbl.is. Ákvörðun verði þó tekin áður en áfrýjunarfrestur renni út en fresturinn er þrjár vikur frá uppkvaðningu dómsins síðasta föstudag.

Málið snýst um gögn innan út Glitni banka sem Stundin og Reykjavík Media hafa undir höndum um viðskiptavini bankans og ritaðar voru fréttir upp úr.

Glitnir HoldCo fór fram á lögbann á notkun gagnanna sem sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti. Héraðsdómur staðfesti hins vegar ekki lögbannið en það verður þó áfram í gildi út áfrýjunarfrestinn.

Verði málinu áfrýjað til Landsréttar mun lögbannið verða áfram í gildi á meðan málið verður rekið fyrir dómstólum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert