Fæddur á Íslandi en fær ekki ríkisfang

Eggert er líklega á leið úr landi því honum finnst …
Eggert er líklega á leið úr landi því honum finnst hann ekki velkominn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Eggert Einer Nielson á íslenska móður og er fæddur á Íslandi. Hann var búsettur hér á landi fyrstu ár sjö ár ævi sinnar en flutti svo til Bandaríkjanna, en hélt alltaf tengslum við Ísland. Fyrir sjö árum flutti hann aftur til Íslands og hefur búið í Súðavík og á Ísafirði. Hann vill fá að gerast íslenskur ríkisborgari en umsókn hans hefur verið synjað.

Það var vinur Eggerts sem vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag.

Ástæðan fyrir synjunni er sú að þegar Eggert fæddist hér á landi árið 1957 fengu börn sjálfkrafa ríkisfang föður, en faðir Eggerts var danskur. Þegar hann flutti til Bandaríkjanna fékk hann svo bandarískan ríkisborgararétt. Þessu ákvæði í lögum var hins vegar breytt árið 1982 og fengu börn íslenskra mæðra sjálfkrafa íslenskan ríkisborgararétt. Lögin eru hins vegar ekki afturvirk og því var umsókn Eggerts synjað.

Í samtali við RÚV sagði Eggert að Íslendingurinn verði ekki tekinn af honum þó hann fái ekki ríkisfang. Hann sagði fjölskylduna þó líklega vera á förum úr landi, þar sem þau virtust ekki velkomin. Fólkið hefði tekið þeim vel en stjórnvöld ekki.

„Ekki oft sem ég verð reiður en þegar það gerist er málið sérstakt. Eggert Einer Nielson er búinn að vera hér í 10 ár og á þeim tíma gert samfélag okkar betra. Hann hefur keypt eignir og gert upp. Hann hefur kennt börnum tónlist af þvílíkri natni. Hann er með bláberjadagana í Súðavík á haustin þar sem fjöldi erlendra og innlendra listamanna hafa komið til okkar. Hann hefur ekið börnum frá Súðavík í sund til Bolungarvíkur,“ skrifaði Gaui M. Þorsteinsson, vinur Eggerts á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert