Máli Hreiðars Más frestað vegna veikinda

Aðalmeðferð málsins frestast vegna veikinda, líklega fram í apríl.
Aðalmeðferð málsins frestast vegna veikinda, líklega fram í apríl. mbl.is/Árni Sæberg

Aðalmeðferð í máli Hreiðars Más Sig­urðsson­ar, fyrrverandi for­stjóra Kaupþings, gegn íslenska rík­inu vegna ólög­mætra hler­ana og órétt­látr­ar málsmeðferðar hefur verið frestað vegna veikinda. Aðalmeðferðin var á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur á morgun.

Ólafur Eiríksson, lögmaður Hreiðars Más, segir í samtali við mbl.is að ný dagsetning hafi ekki verið fundin, en að öllum líkindum fer málið ekki fram fyrr en í apríl.

Í stefn­u málsins fer Hreiðar Már fram á 10 millj­óna króna miska­bæt­ur, auk drátt­ar­vaxta og kröfu um máls­kostnað, eins og fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins í dag.

Mál hans byggist á því að allir símhlustunarúrskurðir sem sérstökum saksóknara var veitt gagnvart honum hafi verið ólögmætir, þar sem þeir hafi verið kveðnir upp í röngu varnarþingi.

Höfðuð voru fimm saka­mál á hend­ur Hreiðari Má með ákæru á grund­velli rann­sókna sér­staks sak­sókn­ara. Tveim­ur þess­ara mála er lokið með sak­fell­ingu fyr­ir Hæsta­rétti, eitt var ógilt og vísað aft­ur í hérað af Hæsta­rétti, eitt bíður meðferðar fyr­ir Lands­rétti og eitt er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykja­vík­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert