Telja ástæðu til að áminna starfsmann borgarinnar

Veghúsastígur 1.
Veghúsastígur 1. mbl.is/Árni Sæberg

Eigendur lóðarinnar á Klapparstíg 19 og Veghúsastíg 1 hafa skrifað borgarstjóra bréf til að lýsa þeirri skoðun sinni að full ástæða sé til að áminna þann starfsmann borgarinnar sem í greinargerð til úrskurðarnefndar skipulags- og auðlindamála sakaði þá um að láta húsið á Veghúsastíg 1 drabbast niður.

Segjast þeir jafnframt reikna með að málið verði falið öðrum starfsmönnum þegar það kemur til meðferðar á ný, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær kom fram að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur um að synja tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Klapparstíg 19 og Veghúsastíg 1. Ástæðan var áform eigenda lóðarinnar og mannvirkjanna að rífa húsið Veghúsastíg 1, sem talið er ónýtt, og byggja hús með nýjum íbúðum á lóðunum.

„Ekki verður deilt við dómarann. Niðurstaðan er tekin alvarlega og verður virt,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, um niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar.

Borgin skipti um skoðun

Eigendur lóðarinnar hafa í fjölda ára verið í samskiptum við borgina um uppbyggingu á lóðum sínum. „Málið á sér margar hliðar. Þegar þessi hluti málsins fór af stað áttum við fund með Hjálmari Sveinssyni og sögðum honum frá hugmynd um uppbyggingu á reitnum,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda lóðarinnar. Hann lýsir gangi málsins frá sínum sjónarhóli: „Við ætluðum að halda í steinbæinn sem var á lóðinni en byggja önnur hús í stíl við það sem fyrir er og í nágrenninu. Honum leist vel á það og hvatti okkur til að fara af stað. Við útbjuggum svokallaða fyrirspurnartillögu sem ætluð er til að auðvelda fólki ferlið. Hún var samþykkt í skipulagsráði. Þá var málið komið á alvarlegra stig þó að ekki sé nema vegna útgjalda sem fylgja því að leggja út í deiliskipulagsvinnu. Það var gert og deiliskipulagstillagan var samþykkt, fyrst í skipulagsráði og svo í borgarráði. Hún fór í grenndarkynningu og örfáar athugasemdir bárust og aðeins ein efnisleg, varðandi friðun Veghúsastígs 1 sem áður var búið að fjalla um. Svo líður tíminn og loks er haft samband við okkur, við boðuð á fund og tilkynnt að borgin hefði skipt um skoðun, eftir allt það sem á undan var gengið.“

Rökstuðningur ófullnægjandi

Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar kemur fram að ekki einungis hafi rannsókn málsins hjá borginni verið verulega áfátt heldur hafi rökstuðningur ákvörðunarinnar verið ófullnægjandi. Er í því efni meðal annars vísað til þess að hvorki umsagnir Minjastofnunar né Borgarsögusafns hafi legið fyrir hjá borgarstjórn við afgreiðslu á umsókninni. Það séu umsagnir sérfróðra aðila sem gátu haft úrslitaþýðingu við afgreiðslu málsins. Í umsögn Minjastofnunar kom fram að húsið Vegahúsastígur 1 væri óviðgerðarhæft og að friðun þess hefði verið aflétt á árinu 2014. Talin eru upp fleiri gögn sem ekki voru lögð fram. Úrskurðarnefndin getur þess að borgarstjórn hafi borið að fara að rannsóknarreglu stjórnsýslulaga og einnig líta til stjórnarskrárvarinna eignarréttinda lóðarhafa við afgreiðslu málsins.

 Sex athugasemdir bárust á kynningartíma deiliskipulagstillögunnar. Af umfjöllun úrskurðarnefndarinnar að ráða voru þær ekki veigamiklar. Fjórar voru efnislega samhljóða og vísuðu til viðtals sem birst hafði við Hjálmar Sveinsson þar sem fram kom að húsið Vegamótastígur 1 væri friðað sökum aldurs auk skoðunar hans um að það bæri að gera upp. Haft var eftir Hjálmari að það kæmi „ekki til greina að eigendur komist upp með að láta aldursfriðað hús grotna innan frá árum saman og krefjast svo þess að borgin leyfi þeim að rífa það og vitni í slökkviliðið um slysahættu“.

Úrskurðarnefndin bendir á að ummælin um friðun hússins hafi verið röng og því geti þær umsagnir sem á þeim grundvallast vart talist gefnar á réttum forsendum. Þær hafi því ekki veitt viðhlítandi stoð fyrir þeirri ályktun skipulagsyfirvalda að húsið skyldi standa. „Með hliðsjón af því sem að framan er rakið verður að telja að svo verulegir annmarkar hafi verið á undirbúningi og málsmeðferð hinnar kærðu ákvörðunar að fella beri hana úr gildi,“ segir úrskurðarnefndin.

Hún telur einnig að aðild Hjálmars formanns að meðferð málsins hjá skipulagsráði og í borgarstjórn orki tvímælis í ljósi ummæla hans enda hafi þau verið til þess fallin að draga í efna óhlutdrægni hans.

Stendur fast á sínu

Hjálmar vísar til Facebook-færslu þar sem hann segist hafa beðist afsökunar á ónákvæmni sinni í umræddu viðtali. Þá segist hann munu víkja af fundum þegar þetta mál verði tekið til afgreiðslu aftur.

Spurður hvort hann hafi íhugað að segja af sér í ljósi þess að brotnar hafi verið reglur stjórnsýsluréttar um rannsóknarskyldu segir Hjálmar að það hafi ekki hvarflað að sér. „Minn hlutur í þessu máli er fyrst og fremst að standa fastur á því að vernda gömul hús. Ég hef aldrei dregið dul á það að ég tel ótækt að rifa þessi gömlu hús þarna. Ég er húsafriðunarmaður og stend við það,“ segir hann. Hann segist heldur ekki sjá ástæðu til að aðrir íhugi afsögn. Sér þyki miður að úrskurðarnefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að rannsókn og undirbúningi hafi ekki verið nógu vel sinnt og af því þurfi að læra.

 Vonast eftir annarri niðurstöðu

Stefán S. Guðjónsson telur eðlilegast að fulltrúar borgarinnar kalli eigendur lóðarinnar til fundar við sig til að fara yfir málið. Það hafi ekki verið gert. Getur hann þess að margsinnis hafi verið óskað eftir viðtali við borgarstjóra um málið en það hafi ekki fengist. Verði ekki haft samband muni eigendurnir óskað eftir því að borgin afgreiði málið að nýju. Segist Stefán gera sér vonir um að önnur niðurstaða fáist og ekki verði reynt að þverskallast við, eftir allt sem á undan er gengið.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hrafnaþing — Þriðji þáttur

Í gær, 22:06 Þriðji þáttur Hrafnaþings er nú aðgengilegur í Sjónvarpi mbl.is. Smávægilegir tæknilegir örðugleikar urðu til þess að þátturinn fór ekki loftið á tilskildum tíma, það er klukkan 20. Meira »

Vann tvær milljónir í Jókernum

Í gær, 21:57 Enginn var með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Rúmlega 3,8 milljarðar voru í pottinum og flyst upphæðin yfir í næstu viku. Einn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Olís við Gullinbrú í Reykjavík. Meira »

Kerfi loks sniðið að þörfum starfsmanna

Í gær, 20:52 Miðstöðin tók í dag í notkun nýtt samskiptakerfi sem starfsmenn með skerta sjón geta notað. Kerfið var formlega tekið í notkun af Eyþóri Þrastarsyni, blindum starfsmanni Miðstöðvarinnar, en Miðstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Meira »

Gillette á hvers manns vörum

Í gær, 20:50 Sérfræðingar í auglýsinga- og markaðsmálum virðast almennt ánægðir með nýja auglýsingu rakvélaframleiðandans Gillette sem vakið hefur mikla athygli í vikunni. Meira »

Harmar ákvörðun ráðuneytisins

Í gær, 20:10 Fjölskylduráð Hafnarfjarðar harmar ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um að hafna því að greiða fyrir viðbótarrými í Drafnarhúsi fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Það er fram á að ákvörðunin verði endurskoðuð. Meira »

Katrín Júl og Margeir gestir

Í gær, 19:13 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og margt annað eins og hún segir sjálf og Margeir Vihjálmsson voru gestir síðdegis á K100. Þau munu seint þykja skoðanalaus og var reifað á málefnum vikunnar. Meira »

Boðar lækkun tekjuskatts

Í gær, 17:53 Unnið hefur verið að því um langt skeið að útfæra leiðir til þess að aðstoða aðila vinnumarkaðarins að ná saman í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þegar hefur verið gripið til ráðstafana. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um mögulega aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum. Meira »

Áreitti og sendi „ógeðslegar typpamyndir“

Í gær, 17:07 Landsréttur hefur staðfest þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm yfir karlmanni fyrir að áreita konu með dónalegum smáskilaboðum. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, bauð konunni meðal annars pening í skiptum fyrir kynlíf og sendi henni þrjár typpamyndir. Meira »

Tólf aðstoðarsáttasemjarar tilnefndir

Í gær, 16:54 Ríkissáttasemjari hefur tilnefnt hóp aðstoðarsáttasemjara sem koma til með að aðstoða ríkissáttasemjara og aðstoðarríkissáttasemjara, sem aðeins hefur verið einn hingað til, í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Meira »

Skora á ráðuneyti að bregðast við

Í gær, 16:19 Hjúkrunarráð Landspítala skorar á heilbrigðisyfirvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Þetta kemur fram í áskorun sem hjúkrunarráð sendi heilbrigðisráðuneyti í gær. Meira »

Pattstaða í fatasöfnun yfir jólin

Í gær, 16:00 „Allt þetta hökt í keðjunni hafði mikil áhrif. Við gátum ekki annað öllu sem okkur barst, en við erum að ná þessu upp aftur og fólk þarf ekki að óttast að ekki verði tekið við fötum í Sorpu um helgina,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins. Meira »

Skoða aðstæður barnshafandi á landsbyggðinni

Í gær, 15:56 Félags- og barnamálaráðherra og heilbrigðisráðherra kynntu á ríkisstjórnarfundi í morgun áform um skoða í sameiningu breytingar til að styðja betur við barnshafandi konur á landsbyggðinni og fjölskyldur þeirra. Meira »

Greiðir fyrir beinu flugi milli Íslands og Japans

Í gær, 15:28 Sendinefnd utanríkisráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fundaði með fulltrúum samgönguráðuneytis Japans í Tókýó í gær um gagnkvæm loftferðasamskipti. Meira »

Flugvirkjar semja við Bluebird

Í gær, 14:53 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Bluebird undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara á öðrum tímanum í dag samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara. Meira »

Mikill meirihluti vill seinkun klukku

Í gær, 14:48 Rúm 63% Íslendinga eru hlynnt því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er, en rúm 36% vilja óbreytta stöðu klukkunnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Meira »

Landsréttur staðfestir dóm yfir Cairo

Í gær, 14:11 Sextán ára fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Khaled Cairo, sem varð Sanitu Brauna að bana í íbúð við Hagamel í september árið 2017, hefur verið staðfestur af Landsrétti. Cairo mun una niðurstöðu Landsréttar. Meira »

Vatnsmýri verði 102 Reykjavík

Í gær, 13:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu borgarstjóra um að þess verði farið á leit við póstnúmeranefnd Íslandspósts að Vatnsmýri fái póstnúmerið 102. Íbúar í Skerjafirði eru mótfallnir breytingunni og segja að íbúðaverð muni lækka við póstnúmerabreytinguna. Meira »

Meðferð Hjartar Elíasar gengur vel

Í gær, 13:45 „Það gengur vel með Hjört sem lauk krabbameinsmeðferð þegar hann útskrifaðist frá Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð en hann þarf enn að taka krabbameinslyf. Hjörtur fór í jáeindaskanna í dag [í gær] og það kemur í ljós næstu daga hvort hann sé læknaður af krabbameininu,“ segir móðir hans. Meira »

Nauðungarvistun litlar skorður settar

Í gær, 13:38 Sérfræðinefnd Evrópuráðsins hefur ítrekað farið fram á endurbætur á lögræðislögum Íslands, en það er ekkert í íslenskum lögum sem kemur í veg fyrir að saga Aldísar Schram, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar, endurtaki sig. Meira »
Bókhaldsþjónusta
Skattframtöl, bókhald, ársreikningar, vsk uppgjör & launauppgjör, stofnun félaga...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...