Þurfa skýringar á framúrkeyrslu

Vatnajökulsþjóðgarður.
Vatnajökulsþjóðgarður. mbl.is/Rax

Ármann Höskuldsson, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs, segist ekki getað tjáð sig um neikvætt frávik í rekstri síðasta árs fyrr en að lokinni úttekt. Fjárreiður og rekstur þjóðgarðsins sætir úttekt óháðs aðila vegna fráviks.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskaði eftir úttektinni um miðjan janúar eftir að gögn sýndu fram á töluverða framúrkeyrslu frá rekstraráætlun. Fréttablaðið greindi frá málinu.

Þar kemur fram að þjóðgarðurinn hafi fengið 671 milljón frá ríkinu á síðasta ári en gert er ráð fyrir því að niðurstöður úttektarinnar liggi fyrir í lok mánaðar.

Ármann segir að ekki sé ljóst um hversu mikla framúrkeyrslu sé að ræða fyrr en að úttekt lokinni. Hann lagði fram bókun fyrir hönd stjórnar 22. janúar en þar kom fram að stjórnin harmaði að framkvæmdastjóri hefði ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni.

„Menn þurfa skýringar á þessum framúrkeyrslum og eina leiðin til að fá þær er að láta þetta í óháða úttekt og þá kemur væntanlega skýring á framúrkeyrslum, ef skýring er á þeim. Við bíðum eftir útektinni,“ segir Ármann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert