Borðleggjandi að Eggert fái ríkisfang

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, hefur kallað eftir upplýsingum um mál Eggerts Einer Nielson sem hefur verið neitað um íslenskan ríkisborgararétt þrátt fyrir að hafa búið hérlendis fyrstu sjö ár ævi sinnar.

„Ég hef þegar kallað eftir upplýsingum um hvernig málið er vaxið og hver aðdragandinn er,“ segir Páll og býst við að fá skýrslu þess efnis síðar í dag. Óskað var eftir upplýsingum bæði frá Útlendingastofnun og lögmanni Eggerts. 

Hann segir að í fljótu bragði sé málið þannig vaxið að það hljóti að koma til kasta Allsherjar- og menntamálanefndar þegar næst verður ákveðið hverjir fá íslenskan ríkisborgararétt með lögum. Það er gert tvisvar á ári, fyrir þinglok um vor og haust.

„Miðað við það sem ég hef séð um málið finnst mér borðleggjandi að mál hans fái jákvæða afgreiðslu,“ segir Páll, aðspurður. 

Ástæðan fyr­ir synj­unni sem Eggert fékk er sú að þegar hann fædd­ist hér á landi árið 1957 fengu börn sjálf­krafa rík­is­fang föður, en faðir Eggerts var dansk­ur. Þegar hann flutti til Banda­ríkj­anna fékk hann svo banda­rísk­an rík­is­borg­ara­rétt.

Þessu ákvæði í lög­um var breytt árið 1982 og fengu börn ís­lenskra mæðra sjálf­krafa ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt. Lög­in eru hins veg­ar ekki aft­ur­virk og því var um­sókn Eggerts synjað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert