Fara fram á lengra gæsluvarðhald

Óskað verður eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir manninum.
Óskað verður eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir manninum. mbl.is/Eggert

Lögreglan hefur óskað eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir karlmanni sem var handtekinn í síðust viku við komuna til landsins á grundvelli almannahagsmuna. Hann er í haldi vegna rann­sókn­ar á inn­flutn­ingi fíkni­efna í send­ingu sem merkt var Skák­sam­bandi Íslands.

Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út í dag en hann hefur verið í haldi í tæpar tvær vikur. Héraðsdómur kveður upp dóm um gæsluvarðhaldið seinna í dag. Gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna er fjórar vikur. 

„Rannsóknin gengur þokkalega,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann vildi ekki gefa nánar upp um í hverju yfirheyrslurnar felast það er að segja hvort þær tengjast mögulega fíkniefnainnflutningi frá Spáni. 

Ekki er ólíklegt að fleiri verða yfirheyrðir vegna málsins þar sem málið er í rannsókn. Þrír eru í haldi lögreglu í tengslum við þetta mál, að sögn Margeirs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert