Í gæsluvarðhald til 7. mars

Gæsluvarðhald yfir manninum hefur verið framlengt fram í mars.
Gæsluvarðhald yfir manninum hefur verið framlengt fram í mars. mbl.is

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur fram­lengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni, sem var hand­tek­inn við kom­una til lands­ins í janúar, á grund­velli al­manna­hags­muna um fjórar vikur. Hann er í haldi vegna rann­sókn­ar á inn­flutn­ingi fíkni­efna í send­ingu sem merkt var Skák­sam­bandi Íslands.

Maðurinn kom til landsins seint fimmtudagskvöldið 25. janúar síðastliðinn. Hann var handtekinn við komuna og mun því sitja í gæsluvarðhaldi til 7. mars. 

mbl.is