Jón Steinar stefnir Reimari

Jón Steinar Gunnlaugsson.
Jón Steinar Gunnlaugsson.

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur stefnt Reimari Péturssyni, formanni Lögmannafélagsins, fyrir dóm fyrir hönd félagsins, til að freista þess að fá fellda úr gildi áminningu sem hann hlaut í fyrrasumar fyrir tölvupóstssendingar til dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV.

Jón Steinar sendi Ingimundi Einarssyni, þáverandi dómstjóra í Reykjavík, harðorða tölvupósta í desember 2016 þar sem hann lýsti óánægju sinni með afgreiðslu Ingimundar á beiðni um flýtimeðferð í tilteknu dómsmáli. Ingimundi blöskraði orðbragðið í skeytum Jóns Steinars illilega, áframsendi þau á Lögmannafélagið og sagðist leggja framhald málsins í hendur félagsins.

Stjórn Lögmannafélagsins tók málið fyrir og ákvað að vísa því til úrskurðarnefndar lögmanna, sem fer með mál sem varða brot lögmanna á siðareglum. Í sumar komst úrskurðarnefndin svo að þeirri niðurstöðu að Jón Steinar hefði brotið gegn siðareglunum með alvarlegum hætti og áminnti hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert