Söfnuðu milljón fyrir rohingja

Aðalheiður Héðinsdóttir, Brynhildur Bolladóttir og Atli Viðar Thorstensen.
Aðalheiður Héðinsdóttir, Brynhildur Bolladóttir og Atli Viðar Thorstensen. mbl.is/Eggert

Kaffitár afhenti Rauða krossi Íslands söfnunarfé eina milljón króna sem safnaðist við sölu á hátíðarkaffi fyrir jólin. Hundrað krónur af hverjum seldum kaffipoka rann í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi handa rohingjum á flótta í Búrma. 

Hólmfríður Garðarsdóttir sendifulltrúi Rauða krossins í Bangladesh greindi frá dvöl sinni þar í landi.  

Í fyrra fóru eigendur Kaffitárs þau Aðalheiður Héðinsdóttir og Eiríkur Hilmarsson til Búrma og keyptu kaffi milliliðalaust af bændum. Eftir heimsóknina var ákveðið að verja ákveðinni upphæð til styrktar Rohingjum á flótta sem hafa sætt ofsóknum í landinu.

Kaffibændur í Búrma hafa fengið þróunaraðstoð frá hjálparsamtökum sem hefur gjörbreytt ræktun þeirra og  vinnslu. Gæði kaffisins eru núna orðin slík að bændur geta vænst þess að fá hátt verð fyrir afurð sína, ólíkt því sem áður var. 

Þökk sé viðskiptavinum Kaffitárs söfnuðust 1.057.000 krónur í neyðarsöfnun fyrir …
Þökk sé viðskiptavinum Kaffitárs söfnuðust 1.057.000 krónur í neyðarsöfnun fyrir rohingja. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert