Margs konar ávinningur af styttri vinnuviku

Stytting vinnuvikunnar gefur fólki aukinn frítíma, sem hægt er að ...
Stytting vinnuvikunnar gefur fólki aukinn frítíma, sem hægt er að nýta til hvíldar og hreyfingar eða annarra hugðarefna. Mynd úr safni. mbl.is/Golli

„Þó að vinnan göfgi manninn gerir frítíminn það líka og samvera með fjölskyldunni. Sumir vinna allt of mikið og sjá eftir því síðar,“ sagði Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, á málþingi á vegum Reykjavíkurborgar og BSRB í dag.

Hann sagðist fagna tilraunum á vegum sveitarfélaga um styttingu vinnuvikunnar, þær væru grundvöllur breytinga og reynslan hefði verið góð, en stytting vinnuvikunnar væri þó að lokum kjarasamningsatriði.

Eins og áður hefur komið fram var á málþinginu tilkynnt um mikla stækkun tilraunaverkefnis Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, en alls munu 2.200 starfsmenn taka þátt í öðrum áfanga verkefnisins og stytta vinnuvikuna úr 40 stundum niður í 37-39 stundir.

Aukin lífsgæði fylgja styttingunni

Ester Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, lýsti sinni upplifun af þátttöku í verkefninu sem stjórnandi. Sem starfsmaður í fullu starfi hefur hún fengið fjórar klukkustundir í afslátt af vikulegri mætingaskyldu og því unnið 36 stundir á viku.

„Ég vinn 46 vinnuvikur á ári og það gerir alveg 184 klst. á ári, 23 daga í það heila,“ sagði Ester og bætti við að hún gæti gert ýmislegt á þessum 23 heilu vinnudögum sem styttingin skilar henni.

Hún sagði styttinguna hafa kallað á samræmingu innan vinnustaðarins. „Það geta ekkert allir gengið út kl. 12 á föstudegi eða ekki mætt fyrr en 12 á mánudegi,“ sagði Ester. Hún viðurkennir að það hafi verið svolítið púsl og að starfsmenn hafi þurft að fóta sig saman með það að markmiði að gera vinnuna skipulegri og teymisvinnu markvissari.

Ester segir minna „skrepp“ hafa fylgt styttingunni og að því fylgi ávinningur fyrir vinnustaðinn, auk þess sem starfsmönnum líði betur þegar þeir geti skipulagt erindi sem þarf að sinna á vinnutíma innan styttingarinnar.

„Það veldur minni streitu hjá starfsmönnunum þegar þeir þurfa ekki að fara til næsta yfirmanns og biðja um að fá að skreppa,“ segir Ester.

Hún segir aukin lífsgæði hafa verið hennar persónulegi ávinningur af styttri vinnuviku.

„Ég hef getað nýtt tímann vel,“ segir Ester, en hún er í námi og fer gjarnan á bókasafnið í styttingunni, til að þurfa ekki að læra um kvöldið. Einnig hefur hún getað notað tímann til að styðja aldraðan föður sinn, fara með hann í læknisheimsóknir og fleira.

Henni finnst framtakið frábært og þakkar Reykjavíkurborg fyrir að ráðast í það, auk þess að hvetja önnur sveitarfélög og fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama.

Fyrirtæki tók upp sex tíma vinnudag með góðum árangri

Margeir Steinar Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar, kom og kynnti verkefni fyrirtækisins um sex klukkustunda vinnudag, sem staðið hefur yfir í tvö ár.

Niðurstöðurnar hafa nánast verið lygilega góðar, en greint var frá þeim á vefsíðu fyrirtækisins í gær. 25 starfsmenn starfa hjá Hugsmiðjunni.

Þar kemur fram að framleiðni hafi aukist um 23%, veikindafjarvistum fækkað um 44% og starfsánægja allra starfsmanna aukist.

„Aukinn frítími hefur skilað sér í betri heilsu, aukinni hugarró og einbeitingu á vinnutíma,“ sagði Margeir.

Fram kom í máli hans að starfsmenn og hluthafar fyrirtækisins hafi ekki allir talið fyrirkomulagið líklegt til árangurs í upphafi, en gerður hafi verið óformlegur samningur við starfsmenn um að breyta vinnumenningunni. Þegar starfsmenn mæti til vinnu séu þeir að vinna, ekki að taka persónuleg símtöl eða skreppa frá vinnu til að sinna erindum.

Margeir Steinar Ingólfsson hélt erindi um árangur Hugsmiðjunnar af sex ...
Margeir Steinar Ingólfsson hélt erindi um árangur Hugsmiðjunnar af sex klukkustunda vinnudegi. mbl.is/Arnar Þór

Þannig sé hægt að skila aukinni framleiðni, auk þess sem það hafi sýnt sig að 8-12 klukkustunda vinnudagur sé einfaldlega ekki góður fyrir fólk.

„Þegar við vinnum svona mikið, mun eitthvað klikka,“ sagði Margeir. Hann sagði líklegra að fyrirtækið stytti vinnudag starfsmanna enn frekar en að snúið verði aftur til átta tíma vinnudags.

Hreyfing og hvíld lykilatriði fyrir andlega heilsu

Dr. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir frá Forvörnum, hélt erindi um sálfélagslega vinnuvernd, vinnutíma og streitu. Hann sagði „faraldur af streitu“ nú geisa í Evrópu og að sá faraldur muni berast hingað.

Við því þurfi að bregðast með því að huga að félagslegum og andlegum vinnuverndarþáttum. Hann sagði rannsóknir sýna að eitt það allra mikilvægasta fyrir starfsfólk væri að geta haft áhrif á vinnuumhverfi sitt.

„Þeim mun meiri ábyrgð sem þú hefur, því mikilvægara er að þú getir stjórnað því sjálfur,“ sagði Ólafur Þór. Einnig sé mikilvægt að fá stuðning og hvatningu í starfi og að starfsmenn upplifi að álag þeirra í starfi sé í samræmi við kjör þeirra, ekki bara launakjör heldur einnig önnur.

Hann sagði þá sem leita sér hjálpar vegna streitu og álags oft vilja fá pillur til að bæta líðan sína. Margir verði hálfsúrir þegar læknar veiti þau svör að hreyfing og hvíld sé besta meðalið. Stytting vinnuvikunnar geti verið liður í að bæta andlega heilsu.

„Með styttingu vinnutíma er hægt að koma inn meiri hreyfingu, meiri hvíld og meiri tíma með fjölskyldunni,“ sagði Ólafur Þór.

mbl.is

Innlent »

Skútuþjófurinn í farbann

22:08 Héraðsdómur Vestfjarða hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum um að maðurinn sem sigldi seglskútu í heimildarleysi úr höfn á Ísafirði aðfararnótt sunnudags sæti farbanni. Meira »

Íslenskir nemar elstir og tekjuhæstir

21:03 Íslenskir háskólanemar eru þeir elstu í Evrópu, eiga fleiri börn og eru með hærri tekjur en háskólanemar í öðrum Evrópulöndum, en kostnaður íslenskra háskólanema vegna fæðis og húsnæðis er um tvöfalt hærri en meðaltalið er í Evrópu. Meira »

Sveitarstjórn mótmælir seinagangi

20:58 Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir seinagangi vegna gistináttaskatts í ályktun sem var samþykkt á dögunum.  Meira »

Kröfugerð VR samþykkt

20:32 Kröfugerð VR fyrir komandi kjaraviðræður var samþykkt á fundi trúnaðarráðs í kvöld. Í kröfugerðinni kemur fram að markmið kjarasamninga nú verði að rétta hlut þeirra lægst launuðu og auka ráðstöfunartekjur allra félagsmana. Meira »

Vilja láta rjúpuna njóta vafans

20:24 „Það er ljóst að við ofmetum rjúpnastofninn og það er skylda Náttúrufræðistofnunnar að hvetja til varfærni í tengslum við nytjar,“ segir fuglafræðingar hjá Náttúrufræðistofnun. Stofnunin hafi því ákveðið að miða rjúpnaveiðiráðgjöf sína við Vesturland í stað Norðausturlands eins og hefð sé fyrir. Meira »

Minnir á Bakkabræður

20:18 Veiðigjöld á útgerðir eru ósanngjörn og gríðarlegur munur er á veiðigjöldum eftir fisktegundum, segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Meira »

Hagsýni er kvenfélagskonum í blóð borin

20:05 „Kvenfélög hafa nú sem endranær mikilvægu hlutverki að gegna. Í ýmsum líknar- og velferðarmálum úti um allt land hefur mjög munað um framlag kvenfélaganna, enda er starfsemi félaganna öflug mjög víða, og áherslumál að styðja góð málefni í nærsamfélaginu. Á árabilinu 2007 til 2017 var þetta samanlagt stuðningur upp á einn milljarð króna,“ segir Guðrún Þórðardóttir, formaður Kvenfélagasambands Íslands. Meira »

„Ég var ekki aðalhönnuður verksins“

19:30 Arkitekt hjá Arkibúllunni segir reikninga fyrirtækisins vegna braggans við Nauthólsveg ekki óvenjuháa og að tímarnir séu ekki óvenjulega margir í ljósi þess hve verkefnið dróst á langinn. Meira »

Kvartað yfir aðstæðum í skólamötuneyti

19:11 Umboðsmaður barna sendi síðasta vor bréf til Hafnarfjarðarbæjar eftir að embættinu hafði borist ábending vegna aðstæðna í skólamötuneyti í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Meira »

Styttri vinnuvika hjá Hugsmiðjunni

18:57 Minni vinna og allir vinna segir Margeir Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar sem hefur gengið mjög langt í vegferð jafnréttis með því að stytta vinnuviku starfsfólks fyrirtækisins úr átta í sex. Mælingar sýna meiri framleiðni, færri veikindadaga og aukna starfsánægju starfsfólksins. Meira »

Músarrindill, glókollur og rjúpa

18:43 Fuglalífið í Hrísey hefur sjaldan verið blómlegra en nú. Þegar sumrin eru góð og áfallalaus verður viðkoma fuglanna góð og lífið dafnar. Alls verpa um 40 tegundir fugla í eynni og mér finnst alltaf ævintýrið eitt að fylgjast með lífi þeirra,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, fuglaáhugamaður á Akureyri. Hann á sínar rætur í Hrísey og hefur síðan í æsku fylgst vel með fuglalífinu þar. Meira »

„Innri endurskoðun hlífir engum“

18:41 „Það var gott að það var farið fram á að innri endurskoðun tæki út þessar framkvæmdir og viðhald við Írabakka,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, um úttekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Öðruvísi staðið að framkvæmdum núna

17:55 „Ég fagna því að það hafi verið ráðist í þessa úttekt,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn um út­tekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Nauðganir öflugt vopn í stríði

17:55 Kynferðislegt ofbeldi á ekkert sammerkt með kynlífi heldur er það glæpur og er notað sem valdatæki segir Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins. Nauðganir eru öflugt vopn á átakasvæðum og rödd Íslands skiptir máli þegar kemur að mannréttindum segir hann. Meira »

Hljóp á brott frá lögreglunni

17:52 Ökumaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði stöðvað í Grafarvogi vegna gruns um ölvunarakstur hljóp úr bíl sínum á brott frá lögreglunni um fimmleytið í dag. Meira »

Fiskeldi í Reyðarfirði fyrir dóm

17:50 Mál málsóknarfélagsins Náttúruverndar 2 á hendur Matvælastofnun og Löxum fiskeldi ehf. verður flutt fyrir Héraðsdómi Reykjaness 15. nóvember. Meira »

Krefjast farbanns yfir skútuþjófnum

17:24 Lögreglan á Vestfjörðum hefur yfirheyrt manninn sem handtekinn var um borð í skútu á Rifi á Snæfellsnesi í gær.   Meira »

Sigurvissir Svisslendingar

17:20 Þeir voru sigurvissir stuðningsmenn svissneska landsliðsins sem voru í miðbænum í dag og biðu eftir landsleiknum við Ísland á Laugardalsvelli í kvöld. Minnugir stórsigursins í síðasta leik spá þeir sínum mönnum öruggum sigri. Meira »

EES-samningurinn ekki til endurskoðunar

17:01 Ekki kemur til greina að endurskoða EES-samning Íslands vegna úrskurða EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar þess efnis að ólögmætt sé að takmarka innflutning á fersku kjöti. „Það hvarflar ekki einu sinni að mér,“ sagði Kristján Þór Júlíusson. Meira »
Hauststemning í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í okt/nóv. Hlý og kósí hús með heitum potti.. Besti vinur...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri 659 5648...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...