Margs konar ávinningur af styttri vinnuviku

Stytting vinnuvikunnar gefur fólki aukinn frítíma, sem hægt er að ...
Stytting vinnuvikunnar gefur fólki aukinn frítíma, sem hægt er að nýta til hvíldar og hreyfingar eða annarra hugðarefna. Mynd úr safni. mbl.is/Golli

„Þó að vinnan göfgi manninn gerir frítíminn það líka og samvera með fjölskyldunni. Sumir vinna allt of mikið og sjá eftir því síðar,“ sagði Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, á málþingi á vegum Reykjavíkurborgar og BSRB í dag.

Hann sagðist fagna tilraunum á vegum sveitarfélaga um styttingu vinnuvikunnar, þær væru grundvöllur breytinga og reynslan hefði verið góð, en stytting vinnuvikunnar væri þó að lokum kjarasamningsatriði.

Eins og áður hefur komið fram var á málþinginu tilkynnt um mikla stækkun tilraunaverkefnis Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, en alls munu 2.200 starfsmenn taka þátt í öðrum áfanga verkefnisins og stytta vinnuvikuna úr 40 stundum niður í 37-39 stundir.

Aukin lífsgæði fylgja styttingunni

Ester Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, lýsti sinni upplifun af þátttöku í verkefninu sem stjórnandi. Sem starfsmaður í fullu starfi hefur hún fengið fjórar klukkustundir í afslátt af vikulegri mætingaskyldu og því unnið 36 stundir á viku.

„Ég vinn 46 vinnuvikur á ári og það gerir alveg 184 klst. á ári, 23 daga í það heila,“ sagði Ester og bætti við að hún gæti gert ýmislegt á þessum 23 heilu vinnudögum sem styttingin skilar henni.

Hún sagði styttinguna hafa kallað á samræmingu innan vinnustaðarins. „Það geta ekkert allir gengið út kl. 12 á föstudegi eða ekki mætt fyrr en 12 á mánudegi,“ sagði Ester. Hún viðurkennir að það hafi verið svolítið púsl og að starfsmenn hafi þurft að fóta sig saman með það að markmiði að gera vinnuna skipulegri og teymisvinnu markvissari.

Ester segir minna „skrepp“ hafa fylgt styttingunni og að því fylgi ávinningur fyrir vinnustaðinn, auk þess sem starfsmönnum líði betur þegar þeir geti skipulagt erindi sem þarf að sinna á vinnutíma innan styttingarinnar.

„Það veldur minni streitu hjá starfsmönnunum þegar þeir þurfa ekki að fara til næsta yfirmanns og biðja um að fá að skreppa,“ segir Ester.

Hún segir aukin lífsgæði hafa verið hennar persónulegi ávinningur af styttri vinnuviku.

„Ég hef getað nýtt tímann vel,“ segir Ester, en hún er í námi og fer gjarnan á bókasafnið í styttingunni, til að þurfa ekki að læra um kvöldið. Einnig hefur hún getað notað tímann til að styðja aldraðan föður sinn, fara með hann í læknisheimsóknir og fleira.

Henni finnst framtakið frábært og þakkar Reykjavíkurborg fyrir að ráðast í það, auk þess að hvetja önnur sveitarfélög og fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama.

Fyrirtæki tók upp sex tíma vinnudag með góðum árangri

Margeir Steinar Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar, kom og kynnti verkefni fyrirtækisins um sex klukkustunda vinnudag, sem staðið hefur yfir í tvö ár.

Niðurstöðurnar hafa nánast verið lygilega góðar, en greint var frá þeim á vefsíðu fyrirtækisins í gær. 25 starfsmenn starfa hjá Hugsmiðjunni.

Þar kemur fram að framleiðni hafi aukist um 23%, veikindafjarvistum fækkað um 44% og starfsánægja allra starfsmanna aukist.

„Aukinn frítími hefur skilað sér í betri heilsu, aukinni hugarró og einbeitingu á vinnutíma,“ sagði Margeir.

Fram kom í máli hans að starfsmenn og hluthafar fyrirtækisins hafi ekki allir talið fyrirkomulagið líklegt til árangurs í upphafi, en gerður hafi verið óformlegur samningur við starfsmenn um að breyta vinnumenningunni. Þegar starfsmenn mæti til vinnu séu þeir að vinna, ekki að taka persónuleg símtöl eða skreppa frá vinnu til að sinna erindum.

Margeir Steinar Ingólfsson hélt erindi um árangur Hugsmiðjunnar af sex ...
Margeir Steinar Ingólfsson hélt erindi um árangur Hugsmiðjunnar af sex klukkustunda vinnudegi. mbl.is/Arnar Þór

Þannig sé hægt að skila aukinni framleiðni, auk þess sem það hafi sýnt sig að 8-12 klukkustunda vinnudagur sé einfaldlega ekki góður fyrir fólk.

„Þegar við vinnum svona mikið, mun eitthvað klikka,“ sagði Margeir. Hann sagði líklegra að fyrirtækið stytti vinnudag starfsmanna enn frekar en að snúið verði aftur til átta tíma vinnudags.

Hreyfing og hvíld lykilatriði fyrir andlega heilsu

Dr. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir frá Forvörnum, hélt erindi um sálfélagslega vinnuvernd, vinnutíma og streitu. Hann sagði „faraldur af streitu“ nú geisa í Evrópu og að sá faraldur muni berast hingað.

Við því þurfi að bregðast með því að huga að félagslegum og andlegum vinnuverndarþáttum. Hann sagði rannsóknir sýna að eitt það allra mikilvægasta fyrir starfsfólk væri að geta haft áhrif á vinnuumhverfi sitt.

„Þeim mun meiri ábyrgð sem þú hefur, því mikilvægara er að þú getir stjórnað því sjálfur,“ sagði Ólafur Þór. Einnig sé mikilvægt að fá stuðning og hvatningu í starfi og að starfsmenn upplifi að álag þeirra í starfi sé í samræmi við kjör þeirra, ekki bara launakjör heldur einnig önnur.

Hann sagði þá sem leita sér hjálpar vegna streitu og álags oft vilja fá pillur til að bæta líðan sína. Margir verði hálfsúrir þegar læknar veiti þau svör að hreyfing og hvíld sé besta meðalið. Stytting vinnuvikunnar geti verið liður í að bæta andlega heilsu.

„Með styttingu vinnutíma er hægt að koma inn meiri hreyfingu, meiri hvíld og meiri tíma með fjölskyldunni,“ sagði Ólafur Þór.

mbl.is

Innlent »

13 fá styrk frá Isavia

19:52 Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum. Verkefnin eru af fjölbreyttum toga. Við val á styrkþegum er áhersla er lögð á umhverfismál, mannúðarmál, forvarnir, flugtengd málefni, listir, menningu og menntamál. Meira »

Lögreglan leitar að Davíð Fannari

19:46 Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar að Davíð Fannari Thorlacius, 19 ára.  Meira »

Átti ekki von á þessari niðurstöðu

19:19 „Frekar óvænt kom tækifærið núna og ég ákvað bara að stökkva á það,“ segir Hildur Björnsdóttir sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún segir áhugann alltaf hafa blundað í sér en hún hefur hefur starfað sem lögmaður síðustu ár. Meira »

Heimsþing kvenleiðtoga næstu 4 ár

19:11 Ríkisstjórn Íslands og Alþingi hafa gert samkomulag við WPL, Women Political Leaders, Global Forum um að efna til Heimsþings kvenleiðtoga á Íslandi ár hvert næstu fjögur ár. Meira »

Kastað í djúpu laugina strax

18:40 Árdís Ilmur Petty er 21 árs Reykjavíkurmær sem hafði lengi langað til þess að flytja til útlanda. Hún útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 2016 og þaðan lá leið hennar til Bournemouth á Bretlandi þar sem hún leggur stund á viðburðastjórnun við Bournemouth University. Meira »

Fær 8,7 milljónir vegna umferðarslyss

18:29 Hæstiréttur dæmdi föður manns og tryggingafélag hans til bótaskyldu vegna alvarlegs bílslyss. Farþegi bílsins fær frá þeim tæpar 8,7 milljónir króna í skaðabætur en hann slasaðist töluvert í slysinu. Hann er þó talinn meðábyrgur en ökumaðurinn, sonur hins bótaskylda, lést í slysinu. Meira »

Síðasti „hvellurinn“ í langri hrinu

17:58 Spár gera ráð fyrir enn einu leiðindaveðrinu síðdegis á morgun og annað kvöld. Veðurfræðingur segir þó huggun harmi gegn að allt líti út fyrir að hvellurinn á morgun sé sá síðasti í bili. Meira »

Framboðslistinn samþykktur í Valhöll

18:12 Tillaga kjörnefndar að framboðslista Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninga í vor var samþykktur nánast samhljóða á fundi í Valhöll. Þar fundaði Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Meira »

Svala fékk snert af heilablóðfalli

17:45 Svala Björgvinsdóttir fékk snert af heilablóðfalli síðastliðinn þriðjudag og var flutt á sjúkrahús í Los Angeles.  Meira »

Telur siðareglur hafa verið brotnar

17:37 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi þar sem hann óskar formlega eftir því að nefndin taki til umfjöllunar hvort siðareglur alþingismanna hafi verið brotnar. Meira »

Skilur ekkert í „ísköldu mati“ Bjarna

17:28 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekkert skilja í nýjasta „ískalda hagsmunamati“ Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í tengslum við sölu ríkisins á hlut í Arion banka. Meira »

Uppsagnir hjá sýslumanni Vestlendinga

17:22 Talsverðar breytingar eru fram undan í hagræðingarskyni á skrifstofum sýslumannsins á Vesturlandi. Starfsmönnum verður fækkað um þrjá og starfshlutfall þriggja annarra verður lækkað, en tilkynnt var um þessar breytingar í síðustu viku. Meira »

Sameining skilar lægri rekstrarkostnaði

17:12 Eftir að þrjár ríkisstofnanir voru sameinaðar í eina stofnun, Samgöngustofu, hefur rekstrarkostnaðurinn lækkað. Árið 2013 voru Siglingastofnun Íslands, Umferðarstofa og Flugmálastjórn Íslands sameinaðar undir einn hatt, Samgöngustofnun. Meira »

Missti af 10 milljóna króna vinningi

16:33 Hæstiréttur sýknaði í dag Happdrætti Háskóla Íslands af skaðabótakröfu karlmanns. Maðurinn hafði samið um það við happdrættið að happdrættismiði yrði endurnýjaður mánaðarlega með skuldfærslu á kreditkort hans. Meira »

„Þetta er bara annað módel“

16:18 „Þetta er bara annað módel,“ segir Ragnar Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is spurður út í áform félagsins um að stofna leigufélag á sama tíma og það er þátttakandi í slíku félagi innan Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og hvort það sé ekki ávísin á óhagræði. Meira »

Fimm áskrifendur á leið til Cincinnati

16:42 Fimm áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins duttu í lukkupott­inn í morg­un þegar dregið var í happ­drætti Morg­un­blaðsins. Vinn­ings­haf­arn­ir hljóta hver fyr­ir sig gjafa­bréf fyr­ir tvo til Cincinnati í Banda­ríkj­un­um með WOW air. Meira »

Saur makað á útidyrahurðina

16:26 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að kona skuli sæta nálgunarbanni gagnvart barnsföður sínum í sex mánuði. Ekki var fallist á að konan skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart tveimur sonum þeirra eins og Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað. Meira »

Pawel gefur kost á sér í borginni

15:57 Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að hann ætli að gefa kost á sér til framboðs í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...