Margs konar ávinningur af styttri vinnuviku

Stytting vinnuvikunnar gefur fólki aukinn frítíma, sem hægt er að ...
Stytting vinnuvikunnar gefur fólki aukinn frítíma, sem hægt er að nýta til hvíldar og hreyfingar eða annarra hugðarefna. Mynd úr safni. mbl.is/Golli

„Þó að vinnan göfgi manninn gerir frítíminn það líka og samvera með fjölskyldunni. Sumir vinna allt of mikið og sjá eftir því síðar,“ sagði Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, á málþingi á vegum Reykjavíkurborgar og BSRB í dag.

Hann sagðist fagna tilraunum á vegum sveitarfélaga um styttingu vinnuvikunnar, þær væru grundvöllur breytinga og reynslan hefði verið góð, en stytting vinnuvikunnar væri þó að lokum kjarasamningsatriði.

Eins og áður hefur komið fram var á málþinginu tilkynnt um mikla stækkun tilraunaverkefnis Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, en alls munu 2.200 starfsmenn taka þátt í öðrum áfanga verkefnisins og stytta vinnuvikuna úr 40 stundum niður í 37-39 stundir.

Aukin lífsgæði fylgja styttingunni

Ester Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, lýsti sinni upplifun af þátttöku í verkefninu sem stjórnandi. Sem starfsmaður í fullu starfi hefur hún fengið fjórar klukkustundir í afslátt af vikulegri mætingaskyldu og því unnið 36 stundir á viku.

„Ég vinn 46 vinnuvikur á ári og það gerir alveg 184 klst. á ári, 23 daga í það heila,“ sagði Ester og bætti við að hún gæti gert ýmislegt á þessum 23 heilu vinnudögum sem styttingin skilar henni.

Hún sagði styttinguna hafa kallað á samræmingu innan vinnustaðarins. „Það geta ekkert allir gengið út kl. 12 á föstudegi eða ekki mætt fyrr en 12 á mánudegi,“ sagði Ester. Hún viðurkennir að það hafi verið svolítið púsl og að starfsmenn hafi þurft að fóta sig saman með það að markmiði að gera vinnuna skipulegri og teymisvinnu markvissari.

Ester segir minna „skrepp“ hafa fylgt styttingunni og að því fylgi ávinningur fyrir vinnustaðinn, auk þess sem starfsmönnum líði betur þegar þeir geti skipulagt erindi sem þarf að sinna á vinnutíma innan styttingarinnar.

„Það veldur minni streitu hjá starfsmönnunum þegar þeir þurfa ekki að fara til næsta yfirmanns og biðja um að fá að skreppa,“ segir Ester.

Hún segir aukin lífsgæði hafa verið hennar persónulegi ávinningur af styttri vinnuviku.

„Ég hef getað nýtt tímann vel,“ segir Ester, en hún er í námi og fer gjarnan á bókasafnið í styttingunni, til að þurfa ekki að læra um kvöldið. Einnig hefur hún getað notað tímann til að styðja aldraðan föður sinn, fara með hann í læknisheimsóknir og fleira.

Henni finnst framtakið frábært og þakkar Reykjavíkurborg fyrir að ráðast í það, auk þess að hvetja önnur sveitarfélög og fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama.

Fyrirtæki tók upp sex tíma vinnudag með góðum árangri

Margeir Steinar Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar, kom og kynnti verkefni fyrirtækisins um sex klukkustunda vinnudag, sem staðið hefur yfir í tvö ár.

Niðurstöðurnar hafa nánast verið lygilega góðar, en greint var frá þeim á vefsíðu fyrirtækisins í gær. 25 starfsmenn starfa hjá Hugsmiðjunni.

Þar kemur fram að framleiðni hafi aukist um 23%, veikindafjarvistum fækkað um 44% og starfsánægja allra starfsmanna aukist.

„Aukinn frítími hefur skilað sér í betri heilsu, aukinni hugarró og einbeitingu á vinnutíma,“ sagði Margeir.

Fram kom í máli hans að starfsmenn og hluthafar fyrirtækisins hafi ekki allir talið fyrirkomulagið líklegt til árangurs í upphafi, en gerður hafi verið óformlegur samningur við starfsmenn um að breyta vinnumenningunni. Þegar starfsmenn mæti til vinnu séu þeir að vinna, ekki að taka persónuleg símtöl eða skreppa frá vinnu til að sinna erindum.

Margeir Steinar Ingólfsson hélt erindi um árangur Hugsmiðjunnar af sex ...
Margeir Steinar Ingólfsson hélt erindi um árangur Hugsmiðjunnar af sex klukkustunda vinnudegi. mbl.is/Arnar Þór

Þannig sé hægt að skila aukinni framleiðni, auk þess sem það hafi sýnt sig að 8-12 klukkustunda vinnudagur sé einfaldlega ekki góður fyrir fólk.

„Þegar við vinnum svona mikið, mun eitthvað klikka,“ sagði Margeir. Hann sagði líklegra að fyrirtækið stytti vinnudag starfsmanna enn frekar en að snúið verði aftur til átta tíma vinnudags.

Hreyfing og hvíld lykilatriði fyrir andlega heilsu

Dr. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir frá Forvörnum, hélt erindi um sálfélagslega vinnuvernd, vinnutíma og streitu. Hann sagði „faraldur af streitu“ nú geisa í Evrópu og að sá faraldur muni berast hingað.

Við því þurfi að bregðast með því að huga að félagslegum og andlegum vinnuverndarþáttum. Hann sagði rannsóknir sýna að eitt það allra mikilvægasta fyrir starfsfólk væri að geta haft áhrif á vinnuumhverfi sitt.

„Þeim mun meiri ábyrgð sem þú hefur, því mikilvægara er að þú getir stjórnað því sjálfur,“ sagði Ólafur Þór. Einnig sé mikilvægt að fá stuðning og hvatningu í starfi og að starfsmenn upplifi að álag þeirra í starfi sé í samræmi við kjör þeirra, ekki bara launakjör heldur einnig önnur.

Hann sagði þá sem leita sér hjálpar vegna streitu og álags oft vilja fá pillur til að bæta líðan sína. Margir verði hálfsúrir þegar læknar veiti þau svör að hreyfing og hvíld sé besta meðalið. Stytting vinnuvikunnar geti verið liður í að bæta andlega heilsu.

„Með styttingu vinnutíma er hægt að koma inn meiri hreyfingu, meiri hvíld og meiri tíma með fjölskyldunni,“ sagði Ólafur Þór.

mbl.is

Innlent »

Dálítil rigning í kortunum

Í gær, 23:33 Dálítil rigning eða súld verður í flestum landshlutum næsta sólarhringinn, en úrkomulítið á Suðvesturlandi. Gera má ráð fyrir norðaustanátt, 8-13 metrum á sekúndu á Vestfjörðum, en annars hægari vindi. Meira »

Góðir hlustendur og sálfræðingar

Í gær, 21:50 Rakarastofa Björns og Kjartans á Selfossi fagnar 70 ára afmæli í dag og verður boðið upp á kaffi og meðlæti í tilefni dagsins. Í haust verður svo afmælispartí. „Þá gerum við afa góð skil,“ segir Kjartan Björnsson hárskeri, einn fjögurra bræðra. Meira »

Nota stór orð til að „dreifa athyglinni“

Í gær, 20:58 Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það fjarri sannleikanum að fulltrúar flokksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur hafi sett á svið „eitthvert leikrit“ þegar þeir gengu af fundi ráðsins í morgun. Meira »

Íhuga nýja málsókn gegn veiðiþjófum

Í gær, 20:44 „Veiðifélagið íhugar það alvarlega að fara í einkamál við þessa þjófa. Sérstaklega á grundvelli þess að þeir hafa nú þegar verið sakfelldir fyrir þjófnað,“ segir formaður veiðifélags Þverár og Kjarrár. Veiðiþjófar sem játuðu sök fyrir dómi voru sýknaðir af skaðabótakröfum og þurftu einungis að greiða 50 þúsund króna sekt. Landssamband veiðifélaga vill að refsirammi slíkra brota verði hækkaður. Meira »

„Allir jafnstressaðir yfir þessu“

Í gær, 20:10 „Maður hefur lent í slæmum sumrum en engu eins og þessu,“ segir Ívar Þór Hilmarsson, framkvæmdastjóri Stjörnumálunar, sem hefur starfað í málningarbransanum í nítján ár. Allt sem tengist útivinnu er á eftir áætlun, að sögn Ívars Þórs, og óvíst er hvort það náist að klára allt á þessu ári. Meira »

Lækka laun bæjarstjóra Garðabæjar

Í gær, 19:25 Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í gær að lækka laun Gunnars Einarssonar bæjarstjóra. Eftir að Gunnar tók sæti sem bæjarfulltrúi í kjölfar sveitarstjórnarkosninga sagðist hann líklega ætla að afþakka laun sem fylgdu þeirri stöðu. Samkvæmt lögum er það óheimilt og voru bæjarstjóralaun hans því lækkuð. Heildarlaun Gunnars eru kr. 2.213.799 á mánuði auk bifreiðahlunninda. Meira »

Kambarnir lokaðir á morgun

Í gær, 19:05 Kambarnir á Hellisheiði verða lokaðir á morgun vegna malbikunarvinnu. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að stefnt er á að malbika um það bil tveggja kílómetra kafla á báðum akreinum í vestur upp Kamba. Meira »

Vann eina og hálfa milljón

Í gær, 18:46 Hvorki fyrsti né annar vinningur gekk út í Víkingalottóútdrætti kvöldsins. Einn heppinn miðaeigandi fékk hins vegar hinn alíslenska þriðja vinning og hlýtur hann 1.454.440 krónur. Miðinn var keyptur í Kúlunni, Réttarholtsvegi 1 í Reykjavík. Meira »

Stríð milli stjórnsýslu og kjörins fulltrúa

Í gær, 18:35 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segist ekki ætla að tjá sig efnislega um bréf sem Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri borgarstjóra, sendi forsætisnefnd. Helga fjallar þar um alvarleg og meiðandi ummæli borgarfulltrúa en umræddur borgarfulltrúi er ekki nefndur á nafn. Meira »

Hipphopphátíðin orðin fastur liður

Í gær, 18:30 Hipphopphátíð Menningarnætur í Reykjavík verður haldin í þriðja skiptið á laugardaginn á Ingólfstorgi og mætti þar með segja að hún sé orðin fastur liður. Hún hefur frá upphafi verið afar vel sótt og það sem kemur e.t.v. mest á óvart er að hún var hugarfóstur manns sem fæddist árið 2001. Meira »

„Yrði aldrei smíðuð í dag“

Í gær, 18:29 Þetta er mjög sérstakt mannvirki. Menn myndu aldrei byggja svona brú í dag sem treystir aðeins á eitt stag,“ segir forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar um Morandi-brúna í Genúa á Ítalíu sem hrundi í gærmorgun. Hann telur hrun brúarinnar ekki kalla á breytt verklag á Íslandi. Meira »

Óljóst hver á rústir herstöðvar

Í gær, 18:25 Fasteignir á Straumnesfjalli, sem eru rústir herstöðvar, eru ekki skráðar í fasteignaskrá og því er eignarhald þeirra ekki ljóst. Þetta kemur fram í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, við fyrirspurn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttir, þingkonu VG. Meira »

Stjórn SUS mótfallin myndavélaeftirliti

Í gær, 18:18 Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) andmælir harðlega tillögum sjávarútvegsráðherra um víðtækt og umfangsmikið myndavélaeftirlit Fiskistofu með sjávarútvegi. Meira »

Ásthildur sækist eftir formennsku

Í gær, 18:05 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Neytendasamtakanna. Meira »

Settu upp „leikrit fyrir fjölmiðla“

Í gær, 17:23 „Þetta er í rauninni ótrúlegt og virðist hafa verið ákveðið leikrit fyrir fjölmiðla,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, um þá ákvörðun fulltrúa Sjálfstæðisflokks að ganga út af fundi ráðsins í morgun. Meira »

Þriðjungur á biðlista fer ekki í meðferð

Í gær, 16:43 Það sem af eru þessu ári hefur þriðjungur þeirra sem hafa verið skráðir á biðlista á Vogi ekki skilað sér í meðferð þegar rými losnaði. Hlutfallið hefur haldist svipað síðustu þrjú ár. Um miðjan júlí voru 534 skráðir á biðlista eftir innlögn. Meira »

„Meiðandi og alvarleg“ ummæli fulltrúa

Í gær, 16:37 Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg hefur óskað eftir því við forsætisnefnd borgarinnar að tekið verið til skoðunar hvort ákvæði sveitarstjórnarlaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur þeirra hafi verið brotin í umræðu þeirra um að hún hafi lagt undirmann sinn í einelti. Meira »

Kæra ákvörðun meirihlutans um Kaplakrika

Í gær, 15:40 Minnihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hyggst kæra samþykkt meirihluta bæjarstjórnar til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Umrædd samþykkt lýtur að þeirri ákvörðun meirihlutans að falla frá áætlunum um byggingu knatthúss í Kaplakrika og kaupa þess í stað aðrar eignir á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu minnihlutans. Meira »

55 dekk ónýt eftir flugeldasýningu

Í gær, 15:39 Við flugeldasýninguna sem var haldin í lok Fiskidagsins mikla á laugardaginn komst eldur í dekkjaþybbur á Suðurgarði við Dalvíkurhöfn. Meira »
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Ukulele
...