Margs konar ávinningur af styttri vinnuviku

Stytting vinnuvikunnar gefur fólki aukinn frítíma, sem hægt er að ...
Stytting vinnuvikunnar gefur fólki aukinn frítíma, sem hægt er að nýta til hvíldar og hreyfingar eða annarra hugðarefna. Mynd úr safni. mbl.is/Golli

„Þó að vinnan göfgi manninn gerir frítíminn það líka og samvera með fjölskyldunni. Sumir vinna allt of mikið og sjá eftir því síðar,“ sagði Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, á málþingi á vegum Reykjavíkurborgar og BSRB í dag.

Hann sagðist fagna tilraunum á vegum sveitarfélaga um styttingu vinnuvikunnar, þær væru grundvöllur breytinga og reynslan hefði verið góð, en stytting vinnuvikunnar væri þó að lokum kjarasamningsatriði.

Eins og áður hefur komið fram var á málþinginu tilkynnt um mikla stækkun tilraunaverkefnis Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, en alls munu 2.200 starfsmenn taka þátt í öðrum áfanga verkefnisins og stytta vinnuvikuna úr 40 stundum niður í 37-39 stundir.

Aukin lífsgæði fylgja styttingunni

Ester Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, lýsti sinni upplifun af þátttöku í verkefninu sem stjórnandi. Sem starfsmaður í fullu starfi hefur hún fengið fjórar klukkustundir í afslátt af vikulegri mætingaskyldu og því unnið 36 stundir á viku.

„Ég vinn 46 vinnuvikur á ári og það gerir alveg 184 klst. á ári, 23 daga í það heila,“ sagði Ester og bætti við að hún gæti gert ýmislegt á þessum 23 heilu vinnudögum sem styttingin skilar henni.

Hún sagði styttinguna hafa kallað á samræmingu innan vinnustaðarins. „Það geta ekkert allir gengið út kl. 12 á föstudegi eða ekki mætt fyrr en 12 á mánudegi,“ sagði Ester. Hún viðurkennir að það hafi verið svolítið púsl og að starfsmenn hafi þurft að fóta sig saman með það að markmiði að gera vinnuna skipulegri og teymisvinnu markvissari.

Ester segir minna „skrepp“ hafa fylgt styttingunni og að því fylgi ávinningur fyrir vinnustaðinn, auk þess sem starfsmönnum líði betur þegar þeir geti skipulagt erindi sem þarf að sinna á vinnutíma innan styttingarinnar.

„Það veldur minni streitu hjá starfsmönnunum þegar þeir þurfa ekki að fara til næsta yfirmanns og biðja um að fá að skreppa,“ segir Ester.

Hún segir aukin lífsgæði hafa verið hennar persónulegi ávinningur af styttri vinnuviku.

„Ég hef getað nýtt tímann vel,“ segir Ester, en hún er í námi og fer gjarnan á bókasafnið í styttingunni, til að þurfa ekki að læra um kvöldið. Einnig hefur hún getað notað tímann til að styðja aldraðan föður sinn, fara með hann í læknisheimsóknir og fleira.

Henni finnst framtakið frábært og þakkar Reykjavíkurborg fyrir að ráðast í það, auk þess að hvetja önnur sveitarfélög og fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama.

Fyrirtæki tók upp sex tíma vinnudag með góðum árangri

Margeir Steinar Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar, kom og kynnti verkefni fyrirtækisins um sex klukkustunda vinnudag, sem staðið hefur yfir í tvö ár.

Niðurstöðurnar hafa nánast verið lygilega góðar, en greint var frá þeim á vefsíðu fyrirtækisins í gær. 25 starfsmenn starfa hjá Hugsmiðjunni.

Þar kemur fram að framleiðni hafi aukist um 23%, veikindafjarvistum fækkað um 44% og starfsánægja allra starfsmanna aukist.

„Aukinn frítími hefur skilað sér í betri heilsu, aukinni hugarró og einbeitingu á vinnutíma,“ sagði Margeir.

Fram kom í máli hans að starfsmenn og hluthafar fyrirtækisins hafi ekki allir talið fyrirkomulagið líklegt til árangurs í upphafi, en gerður hafi verið óformlegur samningur við starfsmenn um að breyta vinnumenningunni. Þegar starfsmenn mæti til vinnu séu þeir að vinna, ekki að taka persónuleg símtöl eða skreppa frá vinnu til að sinna erindum.

Margeir Steinar Ingólfsson hélt erindi um árangur Hugsmiðjunnar af sex ...
Margeir Steinar Ingólfsson hélt erindi um árangur Hugsmiðjunnar af sex klukkustunda vinnudegi. mbl.is/Arnar Þór

Þannig sé hægt að skila aukinni framleiðni, auk þess sem það hafi sýnt sig að 8-12 klukkustunda vinnudagur sé einfaldlega ekki góður fyrir fólk.

„Þegar við vinnum svona mikið, mun eitthvað klikka,“ sagði Margeir. Hann sagði líklegra að fyrirtækið stytti vinnudag starfsmanna enn frekar en að snúið verði aftur til átta tíma vinnudags.

Hreyfing og hvíld lykilatriði fyrir andlega heilsu

Dr. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir frá Forvörnum, hélt erindi um sálfélagslega vinnuvernd, vinnutíma og streitu. Hann sagði „faraldur af streitu“ nú geisa í Evrópu og að sá faraldur muni berast hingað.

Við því þurfi að bregðast með því að huga að félagslegum og andlegum vinnuverndarþáttum. Hann sagði rannsóknir sýna að eitt það allra mikilvægasta fyrir starfsfólk væri að geta haft áhrif á vinnuumhverfi sitt.

„Þeim mun meiri ábyrgð sem þú hefur, því mikilvægara er að þú getir stjórnað því sjálfur,“ sagði Ólafur Þór. Einnig sé mikilvægt að fá stuðning og hvatningu í starfi og að starfsmenn upplifi að álag þeirra í starfi sé í samræmi við kjör þeirra, ekki bara launakjör heldur einnig önnur.

Hann sagði þá sem leita sér hjálpar vegna streitu og álags oft vilja fá pillur til að bæta líðan sína. Margir verði hálfsúrir þegar læknar veiti þau svör að hreyfing og hvíld sé besta meðalið. Stytting vinnuvikunnar geti verið liður í að bæta andlega heilsu.

„Með styttingu vinnutíma er hægt að koma inn meiri hreyfingu, meiri hvíld og meiri tíma með fjölskyldunni,“ sagði Ólafur Þór.

mbl.is

Innlent »

Brugðist við aukinni ásókn í þyrluna

17:13 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, segir ekki gott að sú staða geti komið upp að þyrla Landhelgisgæslunnar geti ekki sinnt útkalli vegna manneklu. Sú staða kom upp í sunnudag að vakt­haf­andi þyrlu­sveit gat því ekki komið til aðstoðar vegna tveggja ferðamanna sem höfðu lent í Þingvallavatni. Meira »

Vísaði kæru Pírata frá

17:10 Kæru Pírata í Reykjavík, vegna úthlutunar á listabókstafnum Þ til Frelsisflokksins, hefur verið vísað frá. Rökin eru þau að Píratar hafi áður notað listabókstafinn Þ og hann væri líkur listabókstafnum P sem þeir notuðu í dag. Þetta gæti því valdið ruglingi. Meira »

Vilja stytta bið eftir byggingarleyfum

16:19 Viðreisn ætlar að stytta biðtíma eftir byggingarleyfum í Reykjavík. Flokkurinn vill skipa starfshóp til að yfirfara ferli vegna veitingu byggingarleyfa sem mun hafa það markmið að fækka þeim stjórnsýsluskrefum vegna veitingu byggingarleyfa og stytta afgreiðslutíma. Meira »

24 sóttu um embætti forstjóra

16:15 Alls sóttu 24 um embætti forstjóra Vegagerðarinnar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipar í embættið til fimm ára og er miðað við að skipunin taki gildi 1. júlí. Meira »

Sömdu um stofnframlag vegna fjögurra íbúða

16:00 Undirritað var samkomulag um stofnframlag vegna kaupa á fjórum íbúðum í Kópavogi í dag. Kópavogsbær mun sjá um úthlutanir íbúðanna af biðlista eftir leiguíbúðir hjá Brynju – Hússjóð ÖBÍ og Kópavogsbæ. Meira »

Helmingurinn andvígur veggjöldum

15:00 Helmingur landsmanna er andvígur innheimtu veggjalda til þess að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem MMR gerði dagana 13.-19. apríl og birtar voru í dag. Meira »

„Ein stór svikamylla“

15:00 „Þetta er náttúrulega ein stór svikamylla,” sagði Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari í máli gegn fyrrverandi eiganda netverslanna buy.is og bestbuy.is í Landsrétti. Meira »

Boða átak í uppsetningu hleðslustöðva

14:45 Oddvitar Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu kynntu áherslur sínar í umhverfismálum á blaðamannafundi í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í dag. Þeir boða meðal annars átak í uppbyggingu hleðslustöðva, að sveitarfélögin sniðgangi plast eins og hægt er og valfrelsi í samgöngum. Meira »

Veðurgrínið fór úr böndunum

14:15 „Þetta átti bara að vera smá grín,“ segir Ingþór Ingólfsson í samtali við mbl.is. Gríninu, hræðilegri langtímaveðurspá fyrir Reykjavík, var dreift víða um samfélagsmiðla með tilheyrandi harmakveinum. Meira »

Vill flýta stjórnarfundi Hörpu

13:45 „Ég hef verið að pressa á að stjórnarfundurinn verði haldinn fyrr til þess að fá niðurstöðu í málið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stjórnarfund Hörpu sem fram fer þann 30. maí næstkomandi. Uppsagnir 20 þjónustufulltrúa Hörpu taka gildi þann 1. júní. Meira »

„Maður er frjáls í Mosó“

13:20 „Ætli það sé ekki helst ástandið á íþróttavöllum og íþróttahúsinu. Það er enn spilað á dúkum í handboltanum og blakinu meðan flest önnur félög hafa fært sig yfir á parketið,“ segir Ragnar Bjarni Hreiðarsson, ungur Mosfellingur, spurður hvað mætti helst gera fyrir ungt fólk í bænum. Meira »

Harður árekstur á Selfossi

13:18 Harður tveggja bíla árekstur varð á Eyrarvegi á Selfossi rétt fyrir klukkan ellefu í dag, með þeim afleiðingum að önnur bifreiðin valt. Beita þurfti klippum til að ná ökumönnunum úr bílunum. Meira »

Ítrekað bent á þörf fyrir aukna mönnun

13:16 Forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar hafa ítrekað bent á að auka þurfi mönnun á þyrlum Gæslunnar. Þetta segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Vonast er til að hægt verði á næsta ári að halda úti tveimur þyrluáhöfnum stærstan hluta tímans. Meira »

Ein lögheimilisskráning staðfest

12:40 Þjóðskrá Íslands hefur afgreitt tvö mál til viðbótar sem tengjast lögheimilisflutningum í Árneshrepp. Í öðru málinu var skráning staðfest en í hinu var hún felld niður, líkt og gert var í ellefu öðrum málum fyrir helgi. Meira »

Svipt forræði vegna vanrækslu

12:11 Landsréttur staðfesti nýverið niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að svipta foreldra forræði yfir sjö ára gömlum syni sínum vegna vanrækslu en afskipti Barnaverndar Reykjavíkur af drengnum hófust þegar hann var sjö mánaða gamall. Meira »

Mosfellsbær hefur haldið sérkennum sínum sem sveit í borg

11:45 Salome Þorkelsdóttir man tímana tvenna úr Mosfellsdalnum. Hún er meðal frumbyggja bæjarins. Fædd í Reykjavík en fluttist í Mosfellsdalinn árið 1948, þá 21 árs og nýgift. Á þeim tíma bjuggu um 600 manns í Mosfellssveit. Meira »

Enn óvissa um kjörskrá í Árneshreppi

11:36 Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, staðfestir við mbl.is að hreppsnefnd mun funda í kvöld klukkan 20:00 til þess að samþykkja kjörskrá vegna kosninganna á laugardag. Þjóðskrá er enn með lögheimilisflutninga 6 einstaklinga til skoðunar. Meira »

Ekki góð staða þegar þyrluna vantar

11:03 Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur reynst lögreglunni á Suðurlandi verðmætt tæki í mörgum málum og hefur skipt sköpum í mörgum björgunaraðgerðum að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Það sé því ekki góð staða þegar þyrlan er ekki til taks. Meira »

Mikið byggt en margir vilja byggja meira

10:55 Kjósendum á Seltjarnarnesi standa fjórir valkostir til boða þegar þeir ganga að kjörborðinu á laugardag, Sjálfstæðisflokkurinn, Fyrir Seltjarnarnes, Viðreisn/Neslisti og Samfylkingin. Meira »
Heitir pottar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Til leigu
Til leigu Rekstur á söluturni í Grafarvogi upplýsingar snot ra1950@gmail.com...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
 
Starfsmaður í vöruhús veltis að hádegi
Önnur störf
STARFSMAÐUR Í VÖRUHÚS VELTIS AÐ HÁDEG...
Atvinnuauglýsing
Önnur störf
Sérfræðingur í mannauðsmálum ?????? ?...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel m...
Yfirlæknir á sviði eftirlits
Heilbrigðisþjónusta
Yfirlæknir á sviði e?irlits Embæ? lan...