„Viðkvæm“ mál þögguð niður

Frummælendur á fundinum í morgun.
Frummælendur á fundinum í morgun. Ljósmynd/Hrafnhildur Hafsteinsdóttir

„Mér finnst eins og við séum stödd í hvirfilbyl og ég veit ekki hvert hann tekur okkur,“ sagði Helen Breiðfjörð, mannauðsstjóri Vodafone, á ráðstefnu um áhrif metoo á fyrirtækjamenningu sem haldin var á vegum fræðsludeildar Félags kvenna í atvinnulífinu í morgun.

Hún sýndi mynd þar sem sjá mátti starfsfólk Vodafone með Fokk ofbeldi húfur. „Þessi mynd lýsir viðhorfi Vodafone til ofbeldis og þetta er í eina skiptið þar sem það má segja „fokk“ á mínu heimili,“ sagði Helen.

Hún benti á að ef ofbeldi komi upp á vinnustað sé það ekki bara mál þolanda og enginn vilji starfa í vinnumenningu þar sem ofbeldi viðgangist.

Óheppilegt að grínast með metoo

Helen talaði um að sumir grínuðust með metoo byltinguna og að væntanlega væri það út af óöryggi viðkomandi. „Það er óheppilegt og ekki í boði að nota grín í þessari byltingu en ég held að flestir meini ekkert illa með því. Það þarf að leggja mat á aðstæður, hvenær megi grínast og hvenær ekki.“

Helen fjallaði um ósýnlega ofbeldið; tilfinningalega ofbeldið. Hún benti á að það væri lúmsk tegund ofbeldis og fólk áttaði sig oft ekki á því þegar því sé beitt. „Við heyrum oft: hættu að vera svona dramatísk, hættu þessu væli, hættu að vera svona reið. Svona samskipti meiða en okkur má alltaf líða eins og okkur líður,“ sagði Helen og bætti við að það ætti að takast á við ákvarðanir og verkefni en ekki hjóla í einstaklinginn.

Hún sagði að það væri gerð krafa um að fyrirtæki skapi umhverfi til menningarbreytingar. Þöggun og meðvirkni yrði ekki liðin. „Við þurfum að setja mörk og segja frá. Við höfum ekki þol fyrir hegðun sem áður var „samþykkt,““ sagði Helen.

Vilji sé til þess að byltingin lifi og skili breytingum en til þess segir Helen að þurfi aga, þol og þor. „Við viljum að það sé eðlilegt að virða mörk, segja frá ofbeldishegðun og koma henni upp á yfirborðið,“ sagði Helen en bætti við að næsta byltingin mætti ekki sópa metoo undir teppið.

„Metoo má ekki verða eitthvað sem gleymist.“

Konur voru í miklum meirihluta fundargesta.
Konur voru í miklum meirihluta fundargesta. Ljósmynd/Hrafnhildur Hafsteinsdóttir

Karlar hafa ekki þroskann

Gestur Pálmason markþjálfi ræddi sjónarhorn karla sem vilja taka ábyrgð í tengslum við #metoo byltinguna. Karlar þyrftu að sjálfsögðu að taka þátt en hann og séra Vigfús Bjarni Albertsson stofnuðu Facebook-hópinn #égertil. Þar eru karlar hvattir til að hlusta á konur í tengslum við #metoo.

Gestur sagði að þetta væri fyrst og fremst þroskamál og tók skemmtilegt dæmi, máli sínu til stuðnings. Hann sýndi bók sem var græn öðru megin og grá hinum megin. Hann sneri grænu hliðinni að salnum og spurði hvernig hliðin sem sneri að honum væri og allir sögðu „grá“ í kór.

Gestur benti á að fjögurra ára barn hefði sagt græn. „Það hefur ekki þroskann til að hugsa abstrakt. Það sama á við um karlmenn,“ sagði Gestur og þá var mikið hlegið í salnum.

Ásmundur Einar Daðason jafnréttisráðherra og Guðni Th. Jóhannesson forseti.
Ásmundur Einar Daðason jafnréttisráðherra og Guðni Th. Jóhannesson forseti. Ljósmynd/Hrafnhildur Hafsteinsdóttir

Eitthvert valdaójafnvægi í samfélaginu

Ásmundur Einar Daðason jafnréttismálaráðherra sagði að þrátt fyrir reglugerðir gegn ofbeldi á vinnustöðum væri víða pottur brotinn. Hann sagðist hafa haldið fyrir um 15 árum síðan að jafnrétti væri náð á Íslandi.

„Síðan hef ég eignast þrjár dætur og þá varð ég var við að staða þeirra er ekki jöfn við stöðu drengjanna,“ sagði Ásmundur.

„Það er eitthvert valdaójafnvægi og einhver menning sem hefur verið við líði í samfélaginu allt of lengi. Þessu skulum við breyta og það þarf að setja kraft í allt sem tengist jafnréttismálum,“ sagði Ásmundur.

Hann telur að þurfi að lengja fæðingarorlof og brúa betur bilið frá fæðingarorlofi til leikskóla. Það muni jafna stöðu kynja í atvinnulífi og á vinnumarkaði. „Ég vonast til þess að þegar dætur mínar komist út á vinnumarkaðinn að metoo umræðan verði óþörf því þær, eins og allar stúlkur þessa lands, eiga skilið sömu tækifæri og drengirnir.“

Fyrirtæki upptekin af ímynd

Rakel Sveinsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, sagði að þöggun í atvinnulífinu væri staðreynd og hefði verið lengi þegar kæmi að „viðkvæmum“ málum. Einnig væru ekki öll mál komin fram þó mörg hefðu komið fram í byltingunni.

Rakel Sveinsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu.
Rakel Sveinsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Ljósmynd/Hrafnhildur Hafsteinsdóttir

„Síðustu 15 ár höfum við verið góð í því að þagga niður mál. Við erum svo upptekin af ímynd fyrirtækja að við hugsum frekar um að dempa mál niður til að ímynd fyrirtækis haldi ósködduð út á við,“ sagði Rakel.

Hún tók dæmi um starfslokasamning við lykilstjórnanda í fyrirtæki þar sem verið væri að þagga niður viðkvæmt mál. Þá væri samið við viðkomandi að láta af störfum, viðkomandi „segði sjálfur upp“ eða samið væri um starfslokatímabil og starfslokakjör.

Einnig fengi viðkomandi oft hin bestu meðmæli. „Þar með þarf næsta fyrirtæki að glíma við vandamálin sem hafa fylgt þeim manni,“ sagði Rakel.

Í kjölfar #metoo byltingarinnar væri þetta einfaldlega ekki í boði og fyrirtæki þyrftu að verða heiðarlegri sín á milli.

Rakel sagði stöðu kvenna í litlum fyrirtækjum oft erfiðari, sérstaklega ef gerandi væri yfirmaður og/eða atvinnurekandi. Hún tók dæmi af manni sem henni var sagt að passa sig aðeins á árið 1990. Áratug síðar frétti hún að maðurinn hagaði sér enn eins.

Árið 2014 leitar kona til Rakelar sem var þá að hætta í stjórnendastarfi hjá manninum. „Ég áttaði mi9g á því að hann væri enn að. Þessi kona var þrítug og ég hugsaði „ætlar karlinn aldrei að hætta“? Konunni fannst hún vera heppin í svona góðu starfi eftir hrun og gekk vel í starfi. Hún var góð í því sem hún gerði en sögurnar voru hræðilegar.“

Konan sagði Rakel að það eitt að fara inn í kompu að sækja ljósritunarpappír væri hættulegt. Konan varð óvinnufær um tíma eftir að hún sagði frá málinu en hún brotnaði niður í kjölfar þess. „Ég sá síðan manninn síðast í nóvember fagna ráðningu ungrar konu í stjórnunarstarf í fyrirtækinu.“

Rakel sagði að vandamálið væri rótgróið og það þurfi að breyta mörgu. „Einnig er ég svolítið svekkt yfir því hversu fáir karlar eru hér í dag,“ sagði hún en fjöldi karlmanna var teljandi á fingrum annarrar handar. „Hlutfall karla og kvenna á að vera jafnt og við verðum að gera þetta saman.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bústaður og bíll brunnu til kaldra kola

22:37 Sumarbústaður og bifreið í Tungunum á Suðurlandi brunnu til kaldra kola síðdegis í dag. Viðbragðsaðilum barst tilkynning vegna eldsvoðans um klukkan hálf fimm í dag. Meira »

Útkall vegna fólksbíls í Krossá

22:09 Útkall barst lögreglunni á Hvolsvelli og björgunarsveitum á Suðurlandi rétt eftir klukkan sex í kvöld um fólksbíl sem hafði farið ofan í Krossá. Bíllinn sem var ekki útbúinn fyrir slíkar torfærur komst ekki langt yfir ánna áður en hann byrjaði að fljóta niður meðfram straumnum. Tveir erlendir ferðamenn voru í bílnum og sluppu þeir við meiðsli, segir varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli. Meira »

Svæðið ekki lokað á hálendiskorti

21:11 Leiðin á milli Kerlingarfjalla og Setursins undir Hofsjökli var ekki merkt lokuð á hálendiskorti Vegagerðarinnar þegar tveir ökumenn festu jeppa sína utan vegar á svæðinu á sunnudag. Meira »

Mikil samstaða með ljósmæðrum

21:05 Mikil samstaða var meðal fólks sem safnaðist saman á Austurvelli í dag til þess að vekja athygli á slæmri stöðu sem upp er komin vegna kjaradeilu ljósmæðra. Nokkur hundruð manns mættu á svæðið. Meira »

Kjærsgaard ávarpar Alþingi

20:56 Forseti danska þingsins, Pia Kjærsgaard, mun flytja ávarp á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum á morgun. Kjærsgaard er fyrrverandi formaður Danska þjóðarflokksins og stofnandi flokksins en flokkurinn hefur rekið harða stefnu í málefnum innflytjenda. Meira »

„Það er frost!“

20:01 Bóndinn Unnsteinn Hermannsson í Dalabyggð, rétt austan við Búðardal, birti síðastliðna nótt myndskeið þar sem sjá má hvar hann er við slátt á bænum Svarfhóli í Laxárdal í frosti. Meira »

Ammoníakleki í húsnæði Hvals

19:41 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna ammoníakleka í húsnæði Hvals hf. í Hafnarfirði um fimmleytið í dag. Tveir dælubílar voru sendir á vettvang ásamt bíl sem er sérstaklega útbúinn til þess að eiga við eiturefnaleka, segir Bjarni Ingimarsson, aðstoðarvarðstjóri slökkviliðsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Funda með MAST um heyútflutning

19:34 Fulltrúar Matvælastofnunar funduðu með fulltrúum norskra yfirvalda í gær í þeim tilgangi að skoða fýsileika þess að flutt verði hey frá Íslandi til Noregs. Þetta segir framkvæmdastjóri markaðsstofu MAST. Útflutningnum er ætlað að mæta fóðurskorti sem orðið hefur í Noregi vegna mikilla þurrka. Meira »

738 leituðu sér aðstoðar vegna áverka eftir hund

18:59 Samtals 738 einstaklingar leituðu sér aðstoðar á sjúkrahúsum og heilsugæslum hér á landi á fimm ára tímabili frá 2013 til 2017 vegna áverka eftir hund. Að meðaltali gera það 147 skipti á ári. Fæst voru þau árið 2015 eða 123 talsins, en flest árið 2014 þegar tilvikin voru 163. Meira »

„Við erum að tala um fæðandi konur“

18:33 „Ástandið hefur verið erfitt, alveg frá mánaðamótum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti en næsti fundur í kjaradeilunni er eftir sex daga. Meira »

Isavia ósammála niðurstöðunni

18:29 „Isavia vill taka það fram að farið verður að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins og gjaldtöku hætt strax í dag.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia en fyrr í dag úrskurðaði Samkeppniseftirlitið að Isa­via ohf. skyldi tíma­bundið hætta gjald­töku á ytri rútu­stæðum (fjar­stæðum) við Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar meðan Sam­keppnis­eft­ir­litið skoðar kæru Gray Line. Meira »

Eini sumardagurinn í bili

18:19 Veður hefur verið með besta móti á höfuðborgarsvæðinu í dag og nýttu ferðamenn jafnt sem Íslendingar langþráð blíðviðrið til þess að spóka sig í miðborginni. Veðurfar hefur ekki verið upp á marga fiska og hefur grámi og væta sett svip sinn á höfuðborgarsvæðið í sumar. Meira »

„Algjört virðingarleysi við konur“

17:36 „Mér finnst þetta algjört virðingarleysi við konur yfir höfuð. Þetta endar ekki vel ef þetta heldur svona áfram. Þetta er grafalvarlegt mál,“ segir Hildur Sólveig Ragnarsdóttir ljósmóðir í samtali við mbl.is. Meira »

Komu heim á tryggingunni

17:34 Ferðaskrifstofa Austurlands fór í rekstrarstöðvun í apríl, en á sama tíma var hópur á vegum fyrirtækisins staddur í Alicante á Spáni. Virkja þurfti lögbundnar tryggingar Ferðamálastofu til þess að koma hluta hópsins heim til Íslands. Meira »

Fyllast von þegar sólin lætur sjá sig

17:06 Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa margir orðið varir við auknar vegaframkvæmdir á síðustu tveimur sólarhringum, svo sem í Ártúnsbrekku. Fyrirsvarsmenn malbikunarfyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu hafa beðið óþreyjufullir að undanförnu eftir þurru og hlýju veðri svo unnt sé að klára þau stóru verk sem hafa hrannast upp í vætutíðinni. Meira »

Kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir

15:53 Áætlaður heildarlaunakostnaður ríkisins vegna aðstoðarmanna ráðherra og ríkisstjórnar er 427 milljónir á þessu ári, en ráðherrar og ríkisstjórnin eru með samtals 22 aðstoðarmenn. Meira »

Sólböð og ísát í veðurblíðunni

15:41 Víða er veðurblíða á landinu í dag en samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er hæstu hitatölurnar að finna á Suðurlandi. Hitinn fór mest upp í 17,1 stig á Básum í Goðalandi. „Hér er alveg bongó,“ segir Freyja Ingadóttir, skálavörður í Básum, í samtali við mbl.is. Meira »

Meðalflutningstími sjúklinga 111 mínútur

15:35 Meðalflutningstími sjúklinga sem fóru með sjúkraflugi á síðasta ári var 111 mínútur, en þá er horft til heildarflutnings frá því þar sem sjúklingur er sóttur og fluttur í flug, svo með flugi og að lokum frá flugvelli að sjúkrastofnun. Lengri tími fór í að flytja sjúklinga að flugvél en flugið sjálft. Meira »

Mótmælin hafin á Austurvelli

15:23 Mótmælafundur er hafinn á Austurvelli þar sem nokkur hundruð eru saman komin til þess að vekja athygli ríkisstjórnarinnar á slæmri stöðu í kjaradeilu ljósmæðra. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 6...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...