„Ég hef ekki fengið medalíu“

Ásmundur Friðriksson telur ekki ólíklegt að hann hafi fengið 4,6 ...
Ásmundur Friðriksson telur ekki ólíklegt að hann hafi fengið 4,6 milljónir endurgreiddar vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Það er ekki gefin út nein keppnisskýrsla í þinginu um þetta og ég hef ekki fengið medalíu, en ég er allavega kandídat í þetta,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort hann sé sá þingmaður sem fékk mestan aksturskostnað endurgreiddan fyrir síðasta ár, eða 4,6 milljónir króna. Þrátt fyrir að vita það ekki með vissu hvort hann hafi fengið mest endurgreitt þá telur hann það alls ekki ólíklegt, enda keyri hann mjög mikið.

„Ég fylgist ekkert með þessu, ég fæ bara mánaðarlegt uppgjör. Ég legg þetta ekki saman frekar en launaseðlana mína. Ég er ekkert alveg klár á því sem ég var með á síðasta ári, en ég keyri mjög mikið, segir Ásmundur sem hyggst halda þeirri iðju áfram. Segist þingmaðurinn vera mjög stoltur af því að vera ofarlega á blaði hvað þetta varðar.

Fram kom í dag, í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, að aksturskostnaður þingmanna í fyrra hafi numið rúmlega 29 milljónum króna, en sá þingmaður sem fékk mestan kostnað endurgreiddan hafi fengið 4,6 milljónir króna.

Ásmundur bendir á hann hafi stóru kjördæmi að sinna og þetta sé því fljótt að koma. „Svo keyri ég auðvitað í vinnuna á hverjum degi, það eru yfir 100 kílómetrar. Það eru 500 kílómetrar á viku og 2.000 kílómetrar á mánuði bara í vinnuna, þannig þetta er fljótt að koma,“ segir Ásmundur en hann býr í Keflavík.

Fer alltaf heim til sín á kvöldin

Þá hafa kjördæmavikurnar einnig sitt að segja. „Nú erum við að fara í kjördæmaviku og það verður byrjað á Höfn á sunnudaginn. Svo verðum við í Reykjanesbæ á þriðjudaginn. Við tökum allt kjördæmið, þetta er mjög stíft prógram og við keyrum mjög mikið. Ég hef oft keyrt 2.000 kílómetra í kjördæmaviku.“ Ásmundur bendir á að þingið greiði ekki gistingu fyrir þingmenn í kjördæminu og hann keyri því alltaf heim á kvöldin, þó hann hafi farið langt að heiman.

Hann segir alla sem vilja geta lesið um ferðir hans á Facebook, en þar hefur hann gert öllum ferðalögum sínum góð skil, bæði vinnuferðum og skemmtiferðum. „Ég hef skrifað um nánast hverja einustu ferð á Facebook frá því ég fór á þing árið 2013. Ég tek myndir og segi frá því sem ég geri.“

Bendir á að sumir fljúgi í vinnuna í hverri viku

Ásmundur vill vekja athygli því að það þurfi að skoða málið í heild sinni þegar verið er að fjalla um endurgreiðslu aksturskostnaðar, enda keyri ekki allir í vinnuna að heiman líkt og hann.

„Það eru þingmenn sem búa á landsbyggðinni sem fljúga fram og til baka í vinnuna í hverri viku, hafa bílaleigubíla í Reykjavík og jafnvel í kjördæminu heima hjá sér, og fá á þriðja hundrað þúsund í húsnæðisstyrk í hverjum mánuði. Þannig það þarf að skoða þetta í heild sinni. “ Bendir hann á að þeir sem fljúgi í vinnuna í hverri viku fljúgi kannski 80 til 100 ferðir á ári. „Það er mikill kostnaður í kringum landsbyggðarþingmenn. Það er bara hluti af þessu.“

Í nóvember á síðasta ári neitaði Ásmundur að upplýsa um hve mikið hann fengi endurgreitt vegna aksturs sem þingmaður og í samtali við Fréttablaðið sagði hann að fréttamenn væru ekki að spyrja hvað lögfræðingar Rauða krossins fengju greitt fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda. Sama dag baðst hann hins vegar afsökunar á ummælum sínum í færslu sem hann birti á Facebook og sagðist hafa verið afar illa fyrirkallaður í viðtalinu.

mbl.is: Ásmundur biðst afsökunar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Brugðist við aukinni ásókn í þyrluna

17:13 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, segir ekki gott að sú staða geti komið upp að þyrla Landhelgisgæslunnar geti ekki sinnt útkalli vegna manneklu. Sú staða kom upp í sunnudag að vakt­haf­andi þyrlu­sveit gat því ekki komið til aðstoðar vegna tveggja ferðamanna sem höfðu lent í Þingvallavatni. Meira »

Vísaði kæru Pírata frá

17:10 Kæru Pírata í Reykjavík, vegna úthlutunar á listabókstafnum Þ til Frelsisflokksins, hefur verið vísað frá. Rökin eru þau að Píratar hafi áður notað listabókstafinn Þ og hann væri líkur listabókstafnum P sem þeir notuðu í dag. Þetta gæti því valdið ruglingi. Meira »

Vilja stytta bið eftir byggingarleyfum

16:19 Viðreisn ætlar að stytta biðtíma eftir byggingarleyfum í Reykjavík. Flokkurinn vill skipa starfshóp til að yfirfara ferli vegna veitingu byggingarleyfa sem mun hafa það markmið að fækka þeim stjórnsýsluskrefum vegna veitingu byggingarleyfa og stytta afgreiðslutíma. Meira »

24 sóttu um embætti forstjóra

16:15 Alls sóttu 24 um embætti forstjóra Vegagerðarinnar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipar í embættið til fimm ára og er miðað við að skipunin taki gildi 1. júlí. Meira »

Sömdu um stofnframlag vegna fjögurra íbúða

16:00 Undirritað var samkomulag um stofnframlag vegna kaupa á fjórum íbúðum í Kópavogi í dag. Kópavogsbær mun sjá um úthlutanir íbúðanna af biðlista eftir leiguíbúðir hjá Brynju – Hússjóð ÖBÍ og Kópavogsbæ. Meira »

Helmingurinn andvígur veggjöldum

15:00 Helmingur landsmanna er andvígur innheimtu veggjalda til þess að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem MMR gerði dagana 13.-19. apríl og birtar voru í dag. Meira »

„Ein stór svikamylla“

15:00 „Þetta er náttúrulega ein stór svikamylla,” sagði Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari í máli gegn fyrrverandi eiganda netverslanna buy.is og bestbuy.is í Landsrétti. Meira »

Boða átak í uppsetningu hleðslustöðva

14:45 Oddvitar Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu kynntu áherslur sínar í umhverfismálum á blaðamannafundi í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í dag. Þeir boða meðal annars átak í uppbyggingu hleðslustöðva, að sveitarfélögin sniðgangi plast eins og hægt er og valfrelsi í samgöngum. Meira »

Veðurgrínið fór úr böndunum

14:15 „Þetta átti bara að vera smá grín,“ segir Ingþór Ingólfsson í samtali við mbl.is. Gríninu, hræðilegri langtímaveðurspá fyrir Reykjavík, var dreift víða um samfélagsmiðla með tilheyrandi harmakveinum. Meira »

Vill flýta stjórnarfundi Hörpu

13:45 „Ég hef verið að pressa á að stjórnarfundurinn verði haldinn fyrr til þess að fá niðurstöðu í málið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stjórnarfund Hörpu sem fram fer þann 30. maí næstkomandi. Uppsagnir 20 þjónustufulltrúa Hörpu taka gildi þann 1. júní. Meira »

„Maður er frjáls í Mosó“

13:20 „Ætli það sé ekki helst ástandið á íþróttavöllum og íþróttahúsinu. Það er enn spilað á dúkum í handboltanum og blakinu meðan flest önnur félög hafa fært sig yfir á parketið,“ segir Ragnar Bjarni Hreiðarsson, ungur Mosfellingur, spurður hvað mætti helst gera fyrir ungt fólk í bænum. Meira »

Harður árekstur á Selfossi

13:18 Harður tveggja bíla árekstur varð á Eyrarvegi á Selfossi rétt fyrir klukkan ellefu í dag, með þeim afleiðingum að önnur bifreiðin valt. Beita þurfti klippum til að ná ökumönnunum úr bílunum. Meira »

Ítrekað bent á þörf fyrir aukna mönnun

13:16 Forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar hafa ítrekað bent á að auka þurfi mönnun á þyrlum Gæslunnar. Þetta segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Vonast er til að hægt verði á næsta ári að halda úti tveimur þyrluáhöfnum stærstan hluta tímans. Meira »

Ein lögheimilisskráning staðfest

12:40 Þjóðskrá Íslands hefur afgreitt tvö mál til viðbótar sem tengjast lögheimilisflutningum í Árneshrepp. Í öðru málinu var skráning staðfest en í hinu var hún felld niður, líkt og gert var í ellefu öðrum málum fyrir helgi. Meira »

Svipt forræði vegna vanrækslu

12:11 Landsréttur staðfesti nýverið niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að svipta foreldra forræði yfir sjö ára gömlum syni sínum vegna vanrækslu en afskipti Barnaverndar Reykjavíkur af drengnum hófust þegar hann var sjö mánaða gamall. Meira »

Mosfellsbær hefur haldið sérkennum sínum sem sveit í borg

11:45 Salome Þorkelsdóttir man tímana tvenna úr Mosfellsdalnum. Hún er meðal frumbyggja bæjarins. Fædd í Reykjavík en fluttist í Mosfellsdalinn árið 1948, þá 21 árs og nýgift. Á þeim tíma bjuggu um 600 manns í Mosfellssveit. Meira »

Enn óvissa um kjörskrá í Árneshreppi

11:36 Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, staðfestir við mbl.is að hreppsnefnd mun funda í kvöld klukkan 20:00 til þess að samþykkja kjörskrá vegna kosninganna á laugardag. Þjóðskrá er enn með lögheimilisflutninga 6 einstaklinga til skoðunar. Meira »

Ekki góð staða þegar þyrluna vantar

11:03 Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur reynst lögreglunni á Suðurlandi verðmætt tæki í mörgum málum og hefur skipt sköpum í mörgum björgunaraðgerðum að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Það sé því ekki góð staða þegar þyrlan er ekki til taks. Meira »

Mikið byggt en margir vilja byggja meira

10:55 Kjósendum á Seltjarnarnesi standa fjórir valkostir til boða þegar þeir ganga að kjörborðinu á laugardag, Sjálfstæðisflokkurinn, Fyrir Seltjarnarnes, Viðreisn/Neslisti og Samfylkingin. Meira »
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Starfsmaður í þjónustu við atvinnutæki
Önnur störf
STARFSMAÐUR Í þjónustu við atvinnutæki ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel m...
Kennarar
Afgreiðsla/verslun
Okkur vantar kennara í Borgarhólsskó...
Utankjörfundaratkvæðisgreiðsla
Tilkynningar
Auglýsing vegna utankjörfundaratkvæðagre...