„Ég hef ekki fengið medalíu“

Ásmundur Friðriksson telur ekki ólíklegt að hann hafi fengið 4,6 ...
Ásmundur Friðriksson telur ekki ólíklegt að hann hafi fengið 4,6 milljónir endurgreiddar vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Það er ekki gefin út nein keppnisskýrsla í þinginu um þetta og ég hef ekki fengið medalíu, en ég er allavega kandídat í þetta,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort hann sé sá þingmaður sem fékk mestan aksturskostnað endurgreiddan fyrir síðasta ár, eða 4,6 milljónir króna. Þrátt fyrir að vita það ekki með vissu hvort hann hafi fengið mest endurgreitt þá telur hann það alls ekki ólíklegt, enda keyri hann mjög mikið.

„Ég fylgist ekkert með þessu, ég fæ bara mánaðarlegt uppgjör. Ég legg þetta ekki saman frekar en launaseðlana mína. Ég er ekkert alveg klár á því sem ég var með á síðasta ári, en ég keyri mjög mikið, segir Ásmundur sem hyggst halda þeirri iðju áfram. Segist þingmaðurinn vera mjög stoltur af því að vera ofarlega á blaði hvað þetta varðar.

Fram kom í dag, í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, að aksturskostnaður þingmanna í fyrra hafi numið rúmlega 29 milljónum króna, en sá þingmaður sem fékk mestan kostnað endurgreiddan hafi fengið 4,6 milljónir króna.

Ásmundur bendir á hann hafi stóru kjördæmi að sinna og þetta sé því fljótt að koma. „Svo keyri ég auðvitað í vinnuna á hverjum degi, það eru yfir 100 kílómetrar. Það eru 500 kílómetrar á viku og 2.000 kílómetrar á mánuði bara í vinnuna, þannig þetta er fljótt að koma,“ segir Ásmundur en hann býr í Keflavík.

Fer alltaf heim til sín á kvöldin

Þá hafa kjördæmavikurnar einnig sitt að segja. „Nú erum við að fara í kjördæmaviku og það verður byrjað á Höfn á sunnudaginn. Svo verðum við í Reykjanesbæ á þriðjudaginn. Við tökum allt kjördæmið, þetta er mjög stíft prógram og við keyrum mjög mikið. Ég hef oft keyrt 2.000 kílómetra í kjördæmaviku.“ Ásmundur bendir á að þingið greiði ekki gistingu fyrir þingmenn í kjördæminu og hann keyri því alltaf heim á kvöldin, þó hann hafi farið langt að heiman.

Hann segir alla sem vilja geta lesið um ferðir hans á Facebook, en þar hefur hann gert öllum ferðalögum sínum góð skil, bæði vinnuferðum og skemmtiferðum. „Ég hef skrifað um nánast hverja einustu ferð á Facebook frá því ég fór á þing árið 2013. Ég tek myndir og segi frá því sem ég geri.“

Bendir á að sumir fljúgi í vinnuna í hverri viku

Ásmundur vill vekja athygli því að það þurfi að skoða málið í heild sinni þegar verið er að fjalla um endurgreiðslu aksturskostnaðar, enda keyri ekki allir í vinnuna að heiman líkt og hann.

„Það eru þingmenn sem búa á landsbyggðinni sem fljúga fram og til baka í vinnuna í hverri viku, hafa bílaleigubíla í Reykjavík og jafnvel í kjördæminu heima hjá sér, og fá á þriðja hundrað þúsund í húsnæðisstyrk í hverjum mánuði. Þannig það þarf að skoða þetta í heild sinni. “ Bendir hann á að þeir sem fljúgi í vinnuna í hverri viku fljúgi kannski 80 til 100 ferðir á ári. „Það er mikill kostnaður í kringum landsbyggðarþingmenn. Það er bara hluti af þessu.“

Í nóvember á síðasta ári neitaði Ásmundur að upplýsa um hve mikið hann fengi endurgreitt vegna aksturs sem þingmaður og í samtali við Fréttablaðið sagði hann að fréttamenn væru ekki að spyrja hvað lögfræðingar Rauða krossins fengju greitt fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda. Sama dag baðst hann hins vegar afsökunar á ummælum sínum í færslu sem hann birti á Facebook og sagðist hafa verið afar illa fyrirkallaður í viðtalinu.

mbl.is: Ásmundur biðst afsökunar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Íslenskir nemar elstir og tekjuhæstir

21:03 Íslenskir háskólanemar eru þeir elstu í Evrópu, eiga fleiri börn og eru með hærri tekjur en háskólanemar í öðrum Evrópulöndum, en kostnaður íslenskra háskólanema vegna fæðis og húsnæðis er um tvöfalt hærri en meðaltalið er í Evrópu. Meira »

Sveitarstjórn mótmælir seinagangi

20:58 Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir seinagangi vegna gistináttaskatts í ályktun sem var samþykkt á dögunum.  Meira »

Kröfugerð VR samþykkt

20:32 Kröfugerð VR fyrir komandi kjaraviðræður var samþykkt á fundi trúnaðarráðs í kvöld. Í kröfugerðinni kemur fram að markmið kjarasamninga nú verði að rétta hlut þeirra lægst launuðu og auka ráðstöfunartekjur allra félagsmana. Meira »

Vilja láta rjúpuna njóta vafans

20:24 „Það er ljóst að við ofmetum rjúpnastofninn og það er skylda Náttúrufræðistofnunnar að hvetja til varfærni í tengslum við nytjar,“ segir fuglafræðingar hjá Náttúrufræðistofnun. Stofnunin hafi því ákveðið að miða rjúpnaveiðiráðgjöf sína við Vesturland í stað Norðausturlands eins og hefð sé fyrir. Meira »

Minnir á Bakkabræður

20:18 Veiðigjöld á útgerðir eru ósanngjörn og gríðarlegur munur er á veiðigjöldum eftir fisktegundum, segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Meira »

Hagsýni er kvenfélagskonum í blóð borin

20:05 „Kvenfélög hafa nú sem endranær mikilvægu hlutverki að gegna. Í ýmsum líknar- og velferðarmálum úti um allt land hefur mjög munað um framlag kvenfélaganna, enda er starfsemi félaganna öflug mjög víða, og áherslumál að styðja góð málefni í nærsamfélaginu. Á árabilinu 2007 til 2017 var þetta samanlagt stuðningur upp á einn milljarð króna,“ segir Guðrún Þórðardóttir, formaður Kvenfélagasambands Íslands. Meira »

„Ég var ekki aðalhönnuður verksins“

19:30 Arkitekt hjá Arkibúllunni segir reikninga fyrirtækisins vegna braggans við Nauthólsveg ekki óvenjuháa og að tímarnir séu ekki óvenjulega margir í ljósi þess hve verkefnið dróst á langinn. Meira »

Kvartað yfir aðstæðum í skólamötuneyti

19:11 Umboðsmaður barna sendi síðasta vor bréf til Hafnarfjarðarbæjar eftir að embættinu hafði borist ábending vegna aðstæðna í skólamötuneyti í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Meira »

Styttri vinnuvika hjá Hugsmiðjunni

18:57 Minni vinna og allir vinna segir Margeir Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar sem hefur gengið mjög langt í vegferð jafnréttis með því að stytta vinnuviku starfsfólks fyrirtækisins úr átta í sex. Mælingar sýna meiri framleiðni, færri veikindadaga og aukna starfsánægju starfsfólksins. Meira »

Músarrindill, glókollur og rjúpa

18:43 Fuglalífið í Hrísey hefur sjaldan verið blómlegra en nú. Þegar sumrin eru góð og áfallalaus verður viðkoma fuglanna góð og lífið dafnar. Alls verpa um 40 tegundir fugla í eynni og mér finnst alltaf ævintýrið eitt að fylgjast með lífi þeirra,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, fuglaáhugamaður á Akureyri. Hann á sínar rætur í Hrísey og hefur síðan í æsku fylgst vel með fuglalífinu þar. Meira »

„Innri endurskoðun hlífir engum“

18:41 „Það var gott að það var farið fram á að innri endurskoðun tæki út þessar framkvæmdir og viðhald við Írabakka,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, um úttekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Öðruvísi staðið að framkvæmdum núna

17:55 „Ég fagna því að það hafi verið ráðist í þessa úttekt,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn um út­tekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Nauðganir öflugt vopn í stríði

17:55 Kynferðislegt ofbeldi á ekkert sammerkt með kynlífi heldur er það glæpur og er notað sem valdatæki segir Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins. Nauðganir eru öflugt vopn á átakasvæðum og rödd Íslands skiptir máli þegar kemur að mannréttindum segir hann. Meira »

Hljóp á brott frá lögreglunni

17:52 Ökumaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði stöðvað í Grafarvogi vegna gruns um ölvunarakstur hljóp úr bíl sínum á brott frá lögreglunni um fimmleytið í dag. Meira »

Fiskeldi í Reyðarfirði fyrir dóm

17:50 Mál málsóknarfélagsins Náttúruverndar 2 á hendur Matvælastofnun og Löxum fiskeldi ehf. verður flutt fyrir Héraðsdómi Reykjaness 15. nóvember. Meira »

Krefjast farbanns yfir skútuþjófnum

17:24 Lögreglan á Vestfjörðum hefur yfirheyrt manninn sem handtekinn var um borð í skútu á Rifi á Snæfellsnesi í gær.   Meira »

Sigurvissir Svisslendingar

17:20 Þeir voru sigurvissir stuðningsmenn svissneska landsliðsins sem voru í miðbænum í dag og biðu eftir landsleiknum við Ísland á Laugardalsvelli í kvöld. Minnugir stórsigursins í síðasta leik spá þeir sínum mönnum öruggum sigri. Meira »

EES-samningurinn ekki til endurskoðunar

17:01 Ekki kemur til greina að endurskoða EES-samning Íslands vegna úrskurða EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar þess efnis að ólögmætt sé að takmarka innflutning á fersku kjöti. „Það hvarflar ekki einu sinni að mér,“ sagði Kristján Þór Júlíusson. Meira »

2.000 klukkutímar vegna braggans

16:52 Yfir tvö þúsund klukkutímar fóru í verkefni tengd hönnun braggans í Nauthólsvík, samkvæmt reikningum sem Arkibúllan sendi eignasjóði Reykjavíkurborgar vegna hönnunarinnar. Þetta kemur fram í frétt DV. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Tjarnarmyri íbúð
Íbúð með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergi. Húsgögnum, fullbúið eldhús, svalir,...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...