Hannaði föt á dræsur og hjákonur

Versace með ofurfyrirsætum 10. áratugarins í lok sýningar sinnar á …
Versace með ofurfyrirsætum 10. áratugarins í lok sýningar sinnar á Ritz-hótelinu í París í janúar 1997 þar sem hann kynnti vor- og sumarlínuna. AFP

„Aðrir tískuhönnuðir hanna föt á glæsikvendi og fágaðar konur. Ég hanna föt á dræsur.“ Þetta er haft eftir ítalska tískuhönnuðinum Gianni Versace, einum mest umtalaða og mest áberandi hönnuði heims á 9. og 10. áratugnum. Rúmum 20 árum eftir að hann var myrtur í júlí 1997 er hann enn á ný kominn í heimsfréttirnar og það er vegna nýrra sjónvarpsþátta um andlát hans.

Í þáttunum, sem nú eru sýndir víða og hafa fengið góðar viðtökur, þykir nýju ljósi vera brugðið á manninn sem á sínum tíma þótti holdgervingur munaðar og óhófs og lífsstíls þeirra nýríku og svipleg örlög hans.

Fjöldamorðinginn Andrew Cunanan myrti Versace fyrir framan glæsihýsi hans við ströndina á Miami í Flórída að morgni hins 15. júlí 1997. Versace var þá fimmtugur að aldri. Morðið vakti óhug, hann var syrgður víða um heim og við útför hans var fjöldi frægðarfólks eins og t.d. söngvarinn Elton John, allar helstu ofurfyrirsætur 10. áratugarins, Alberto Tomba, skærasta skíðastjarna heim á þessum tíma, og Díana prinsessa, sem var mikill aðdáandi hönnunar Versaces, en hann nefndi m.a. handtösku í höfuðið á henni.

Sjá umfjöllun um Versace í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert