Séra Eiríkur fékk flestar tilnefningar til vígslubiskupskjörs

Séra Eiríkur Jóhannsson prestur í Háteigskirkju.
Séra Eiríkur Jóhannsson prestur í Háteigskirkju. mbl.is/Árni Sæberg

Nokkrar sviptingar urðu þegar tilnefnt var að nýju til kjörs vígslubiskups í Skálholtsumdæmi.

Séra Eiríkur Jóhannsson í Háteigskirkju fékk flestar tilnefningar, 51, séra Kristján Björnsson á Eyrarbakka fékk 44 tilnefningr og séra Axel Árnason Njarðvík, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi, varð í þriðja sæti. Kosið verður á milli þessara þriggja í marsmánuði.

Þegar kosningaferli við vígslubiskupkjör hófst á síðasta ári fékk Kristján flestar tilnefningar, 54 talsins, Eiríkur fékk 45 og Axel 35. Kristján fær því 10 tilnefningum færra nú en bæði Eiríkur og Axel bæta sinn hlut. Ákveðið var að endurtaka tilnefningar og kjörið frá grunni vegna þess að ekki voru allir kjörmenn réttkjörnir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert