Skipar tvo formenn í nýjan búvöruhóp

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur endurskipað í samráðshóp …
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur endurskipað í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga, en hann leysti fyrri hóp upp í desember. Fækkar Kristján í hópnum frá því síðast, en núna eru átta fulltrúar í samráðshópnum í stað þrettán. Brynhildur Pétursdóttir frá Neytendasamtökunum og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru formenn hópsins og fara sameiginlega með formennsku.

Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að við afgreiðslu búvörusamninga árið 2016 hafi verið lagt upp með að skipa sjö manna samráðshóp, en að í tíð síðustu tveggja ríkisstjórna hafi fulltrúum verið fjölgað í 12 og 13. Segir ráðherra að vinna hópsins eigi að taka mið af þeim áherslum sem komi fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og því hafi þótt rétt að endurskipa í hópinn.

Brynhildur Pétursdóttir er annar formaður nefndarinnar.
Brynhildur Pétursdóttir er annar formaður nefndarinnar. Ljósmynd/Hordur Sveinsson

Þeir sem nú sitja í samráðshópnum eru:

  •   Brynhildur Pétursdóttir, formaður (Neytendasamtökin)
  •   Haraldur Benediktsson, formaður (skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra)
  •   Þórlindur Kjartansson (skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra)
  •   Hafdís Hanna Ægisdóttir (skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra)
  •   Jóhanna Hreinsdóttir (Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði)
  •   Halldór Árnason (Samtök atvinnulífsins)
  •   Sindri Sigurgeirsson (Bændasamtök Íslands)
  •   Elín Heiða Valsdóttir (Bændasamtök Íslands)
Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er hinn formaður hópsins.
Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er hinn formaður hópsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina