„Sýnist að óbreyttu stefna í tvö framboð“

Frá Vestmannaeyjum
Frá Vestmannaeyjum mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Mér sýnist að óbreyttu stefna í tvö framboð sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, en ég trúi því að hægt verði að leysa málið með þeim hætti að þeir gangi ekki klofnir til kosninga í vor.“

Þetta segir Páll Magnússon alþingismaður, fyrsti þingmaður flokksins á Suðurlandi, um klofninginn í röðum sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, í Morgunblaðinu í dag.

„Ég vona að það finnist farsæl lausn á deilunni, það væri leitt ef allt þetta góða fólk byði ekki fram undir nafni Sjálfstæðisflokksins,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og ritari flokksins, sem situr í miðstjórn hans. Bæði voru sammála um að ekki væri um málefnaágreining að ræða heldur deilu um aðferð við val á framboðslistann. Sl. 28 ár hefur verið stillt upp á lista, en ýmsir vilja nú breyta til og halda prófkjör í staðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert