„Þetta yrðu talsverð tíðindi“

Óánægja er meðal sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum.
Óánægja er meðal sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Sigurður Bogi Sævarsson

Klofningur er meðal sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum og stefna óánægðir sjálfstæðismenn að því að bjóða fram sérlista í komandi bæjarstjórnarkosningum. Hins vegar hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um slíkt.

„Þetta yrðu talsverð tíðindi því þetta er flokkur sem var með yfirgnæfandi meirihluta í síðustu kosningum eða yfir 70% atkvæða,” segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann tekur fram að ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun og því gæti málið náð að leysast innan flokksins. 

Átökin innan flokksins snúast um hvernig valið er á framboðslista. Óánægja er með að ekki fari fram prófkjör en kosið var um þá tillögu og hún felld. „Það hefur alveg gerst á sveitarstjórnarstiginu að fólk hafi tekist á um það,“ segir Grétar. 

Í síðustu sveitarstjórnarkosningum var klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokki í Reykjanesbæ árið 2014. Fyrir kosningar var Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta en eftir kosningar féll meirihlutinn og nýr var myndaður. 

Frétt mbl.is: Nýr meirihluti í Reykjanesbæ

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert