Vegalokanir komnar úr böndunum

Vegagerðin hefur oft lokað Hellisheiði vegna ófærðar í vetur.
Vegagerðin hefur oft lokað Hellisheiði vegna ófærðar í vetur. mbl.is/Styrmir Kári

„Þetta er orðið allt of algengt. Við sjáum það öll sem höfum reynslu af því að keyra þennan veg,“ segir Eyþór H. Ólafsson, íbúi í Hveragerði, um lokanir Vegagerðarinnar á Hellisheiði í vetur. Eyþór segist hafa ekið veginn um Hellisheiðina nánast daglega, stundum tvisvar á dag, í að verða tuttugu ár en hann starfar hjá Eimskip í Reykjavík. 

„Þessar lokanir eru komnar úr böndunum og það er gríðarleg óánægja með þetta fyrir austan,“ segir Eyþór og vitnar í mikla umræðu í Facebook-hópi Hvergerðinga máli sínu til stuðnings.

Það sem Eyþór og fleiri gagnrýna er að í raun sé ekkert að færðinni þegar veginum um heiðina sé lokað. Að sjálfsögðu sé þar vetrarfærð eins og við er að búast á þessum árstíma en vegurinn sé langoftast fær vönum bílstjórum á vel útbúnum bílum. 

„Ég var nýkominn yfir heiðina til Reykjavíkur í morgun þegar tilkynnt var að henni hefði verið lokað. Það var ekkert að færðinni. Stundum er auðvitað slæmt skyggni og svona en þannig hefur það nú oft verið í gegnum tíðina.“

Eyþór segir að vandinn virðist vera sá að Vegagerðin sé að lenda í vandræðum vegna bíla sem eru illa útbúnir til vetraraksturs og þá oft bílaleigubíla ferðamanna. „En þetta bitnar á öllum, sérstaklega þeim sem þurfa á veginum að halda, og það er það sem er vont við þetta.“

Engum er hleypt fram hjá vegatálmunum að sögn Eyþórs, jafnvel ekki þeim sem eru á vel útbúnum bílum. „Það er bara lokað og sett í lás.“ Sjálfur er Eyþór á fjórhjóladrifnum meðalstórum bíl. Hann segist lengi hafa ekið heiðina á minni bíl og það hafi gengið vel.

Hvergerðingar vilja að Hellisheiðin sé rudd oftar og að oftar ...
Hvergerðingar vilja að Hellisheiðin sé rudd oftar og að oftar verði boðið upp á fylgdarakstur, þ.e. að hægt sé að elta snjóruðningstækin yfir heiðina. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lokanirnar hafa bitnað á vinnunni hjá Eyþóri. Hann segir að Vegagerðin bendi stundum á að Suðurstrandarvegurinn sé opinn þegar heiðin er lokuð en það sé tveggja klukkustunda akstursleið og í raun ekki valkostur. 

Hann segir að þeir sem hafa mikla reynslu af að aka um heiðina skilji oft ekki af hverju henni er lokað. „Hellisheiðin er lífæð fjölda fólks,“ bendir hann á. Oft sé nú talað um að byggðirnar fyrir austan séu orðnar hluti af atvinnusvæði höfuðborgarsvæðisins og sífellt fleiri búi á Selfossi og í Hveragerði en sæki vinnu til borgarinnar og nágrannasveitarfélaganna.

Þá gagnrýnir Eyþór einnig upplýsingastreymið inni á vef Vegagerðarinnar. Seint sé látið vita þegar búið er að opna vegina og þá sé aldrei látið vita ef fylgdarakstur sé í boði.

Eyþór segir að endurskoða þurfi framkvæmd lokananna. Meðal þess sem fólk austan heiðar ræði um sé að Vegagerðin hleypi vel útbúnum bílum í gegn. „Auðvitað er það erfitt í framkvæmd en það þarf að finna einhverja lausn. Að setja „lok, lok og læs“ gengur ekki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Garðar Kári er Kokkur ársins

07:17 Garðar Kári Garðarsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu í gær og háðu keppendur harða baráttu um titilinn eftirsótta. Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Geir Kristinsson í því þriðja. Meira »

Hjálmar leiðir lista sjálfstæðismanna í Grindavík

07:05 Hjálmar Hallgrímsson, sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, mun áfram leiða flokkinn fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en prófkjör fór fram hjá flokknum í gær. Sjö voru í framboði og 208 tóku þátt í kjörinu. Meira »

Frumkvöðlar í sviðsljósinu

Í gær, 20:34 Nemendur og kennarar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti taka árlega þátt í fjölmörgum mismunandi verkefnum erlendis og næstu vikur og mánuði fara um 70 nemendur í námsheimsóknir, nemendaskiptaferðir og starfsþjálfun á erlendri grundu, að sögn Ágústu Unnar Gunnarsdóttur, kynningarstjóra og alþjóðafulltrúa FB. Meira »

Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað

Í gær, 20:05 Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað í augnablikinu svo að sími 1777 er óvirkur. Unnið er að viðgerð.  Meira »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Vann sjö milljónir í lottó

Í gær, 19:44 Einn miðahafi var með allar tölur réttar þegar dregið var út í lottó í kvöld. Sá heppni hlýtur rúmlega 7 milljónir í vinning. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

Í gær, 19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

Í gær, 19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

Í gær, 18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

Í gær, 18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

Í gær, 17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »

Tók u-beygju í lífinu

Í gær, 17:15 „Við erum miklir vinir og erum í reglulegu sambandi,“ segir Magnús G. Sigurðsson þroskaþjálfi um félaga sinn Kristján sem hann kynntist fyrir 13 árum þegar hann hóf störf í íbúðakjarnanum Skipholti. Hann tók u-beygju í lífinu eftir að hann kynntist starfi með fötluðum, hætti sem rafvirki og fór í þroskaþjálfanám. Meira »

Rökkvi þefaði upp 100 gr. af kannabis

Í gær, 15:54 Síðdegis í gær var maður handtekinn þegar hann var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja en í fórum hans fundust um 100 gr. af kannabis. Þetta er annað málið á einni viku þar sem nokkuð magn fíkniefna finnst á farþega sem er að koma til Eyja. Meira »

Betra útlit til ferðalaga

Í gær, 17:21 Nokkur straumhvörf eru að verða með veðrinu í dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Upp frá þessu mun veðrið róast og í stað vetrarlægða í runum tekur við letilegt háþrýstisvæði. Engu að síður má til morguns búast við éljum á fjallvegum og eins frystir í bjartviðri ansi víða í nótt. Meira »

Hræðist pólitíska tengingu Eflingar

Í gær, 16:02 Ingvar Halldórsson, oddviti A-listans í kosningu til stjórnar Eflingar, segir mjög óeðlilegt hvernig formenn annarra stéttarfélaga og stjórnmálaöfl hafi beitt sér í kosningabaráttunni. Hann vill Eflingu áfram innan ASÍ og segist hafa áhyggjur ef félagið verði beintengt pólitík. Meira »

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík kynntur

Í gær, 15:19 Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur kynnti í dag 11 efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vigdís Hauksdóttir skipar efsta sætið, Vilborg Hansen annað og Baldur Borgþórsson það þriðja. Meira »
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...