Vegalokanir komnar úr böndunum

Vegagerðin hefur oft lokað Hellisheiði vegna ófærðar í vetur.
Vegagerðin hefur oft lokað Hellisheiði vegna ófærðar í vetur. mbl.is/Styrmir Kári

„Þetta er orðið allt of algengt. Við sjáum það öll sem höfum reynslu af því að keyra þennan veg,“ segir Eyþór H. Ólafsson, íbúi í Hveragerði, um lokanir Vegagerðarinnar á Hellisheiði í vetur. Eyþór segist hafa ekið veginn um Hellisheiðina nánast daglega, stundum tvisvar á dag, í að verða tuttugu ár en hann starfar hjá Eimskip í Reykjavík. 

„Þessar lokanir eru komnar úr böndunum og það er gríðarleg óánægja með þetta fyrir austan,“ segir Eyþór og vitnar í mikla umræðu í Facebook-hópi Hvergerðinga máli sínu til stuðnings.

Það sem Eyþór og fleiri gagnrýna er að í raun sé ekkert að færðinni þegar veginum um heiðina sé lokað. Að sjálfsögðu sé þar vetrarfærð eins og við er að búast á þessum árstíma en vegurinn sé langoftast fær vönum bílstjórum á vel útbúnum bílum. 

„Ég var nýkominn yfir heiðina til Reykjavíkur í morgun þegar tilkynnt var að henni hefði verið lokað. Það var ekkert að færðinni. Stundum er auðvitað slæmt skyggni og svona en þannig hefur það nú oft verið í gegnum tíðina.“

Eyþór segir að vandinn virðist vera sá að Vegagerðin sé að lenda í vandræðum vegna bíla sem eru illa útbúnir til vetraraksturs og þá oft bílaleigubíla ferðamanna. „En þetta bitnar á öllum, sérstaklega þeim sem þurfa á veginum að halda, og það er það sem er vont við þetta.“

Engum er hleypt fram hjá vegatálmunum að sögn Eyþórs, jafnvel ekki þeim sem eru á vel útbúnum bílum. „Það er bara lokað og sett í lás.“ Sjálfur er Eyþór á fjórhjóladrifnum meðalstórum bíl. Hann segist lengi hafa ekið heiðina á minni bíl og það hafi gengið vel.

Hvergerðingar vilja að Hellisheiðin sé rudd oftar og að oftar ...
Hvergerðingar vilja að Hellisheiðin sé rudd oftar og að oftar verði boðið upp á fylgdarakstur, þ.e. að hægt sé að elta snjóruðningstækin yfir heiðina. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lokanirnar hafa bitnað á vinnunni hjá Eyþóri. Hann segir að Vegagerðin bendi stundum á að Suðurstrandarvegurinn sé opinn þegar heiðin er lokuð en það sé tveggja klukkustunda akstursleið og í raun ekki valkostur. 

Hann segir að þeir sem hafa mikla reynslu af að aka um heiðina skilji oft ekki af hverju henni er lokað. „Hellisheiðin er lífæð fjölda fólks,“ bendir hann á. Oft sé nú talað um að byggðirnar fyrir austan séu orðnar hluti af atvinnusvæði höfuðborgarsvæðisins og sífellt fleiri búi á Selfossi og í Hveragerði en sæki vinnu til borgarinnar og nágrannasveitarfélaganna.

Þá gagnrýnir Eyþór einnig upplýsingastreymið inni á vef Vegagerðarinnar. Seint sé látið vita þegar búið er að opna vegina og þá sé aldrei látið vita ef fylgdarakstur sé í boði.

Eyþór segir að endurskoða þurfi framkvæmd lokananna. Meðal þess sem fólk austan heiðar ræði um sé að Vegagerðin hleypi vel útbúnum bílum í gegn. „Auðvitað er það erfitt í framkvæmd en það þarf að finna einhverja lausn. Að setja „lok, lok og læs“ gengur ekki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þurfti að loka nokkrum búðum vegna bilunar

13:44 Bilun varð í tölvukerfi ÁTVR í morgun sem leiddi til þess að ekki var hægt að afgreiða viðskiptavini í Vínbúðum og þurfti að loka nokkrum verslunum um tíma. Meira »

60 milljónir aukalega ekki á borðinu

13:08 „Ég er tilbúin að koma að, eins og ég hef áður sagt, með þessar 60 milljónir sem gætu orðið til þess að liðka fyrir en aðra aðkomu hef ég ekki að samningagerð,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Meira »

Gísli verður bæjarstjóri Árborgar

13:03 Gísli Halldór Halldórsson fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar verður næsti bæjarstjóri Árborgar. Þetta staðfestir Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar í samtali við mbl.is. Meira »

Stemma áfrýjar gegn Sigmari Vilhjálmssyni

11:12 Félagið Stemma hf., sem er í meirihlutaeigu Skúla Gunnars Sigfússonar, hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sigmars Vilhjálmssyni og Sjarms og Garms ehf. gegn félaginu. Meira »

Níu sóttu um starf sveitarstjóra

11:11 Níu umsækjendur eru um stöðu sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps en einn dró umsókn sína til baka.   Meira »

Fullveldishátíð haldin hátíðleg á Hrafnistu

10:02 Í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands var blásið til veglegrar veislu á Hrafnistu í gær, en hátíðin var sérstaklega haldin til heiðurs svonefndum fullveldisbörnum, eða þeim sem fæddir eru 1918 eða fyrr. Alls boðuðu um tuttugu fullveldisbörn komu sína í veisluna. Meira »

Framkvæmdir á Breiðholtsbraut

09:45 Á morgun, laugardaginn 21. júlí, hefst uppsteypa brúargólfs nýrrar göngubrúar yfir Breiðholtsbraut milli Seljahverfis og Fellahverfis. Meira »

Í styrjöld við þá stétt sem allir dá mest

09:39 Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, segir „fullveldisfárið“ snúast um „danskan gest sem segi íslenskum þingmönnum að þeir séu dónar og eigi við kynþroskavanda að stríða“. Meira »

Sólin gleði vikunnar

09:17 Það þarf ekki mikið til að gleðja Þorvald Davíð Kristjánsson og Auði Jónsdóttur, sem fóru yfir vikuna í hnotskurn í morgunþættinum Ísland vaknar. Tveir sólardagar voru gleði vikunnar. Meira »

Skildu hvolp eftir í lengri tíma

09:11 Matvælastofnun hefur nýverið tekið dýr úr vörslum umráðamanna þar sem aðbúnaður stóðst ekki þær kröfur sem gerðar eru samkvæmt lögum um velferð dýra, annars vegar reglugerðar um velferð hrossa og hins vegar reglugerðar um velferð gæludýra. Meira »

Vopnaður maður á Svalbarðseyri

09:05 Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um klukkan þrjú í nótt um mann á Svalbarðseyri sem hefði sést handleika vopn á almannafæri. Meira »

Landsmönnum fjölgaði um 2.360

09:03 Um mitt ár bjuggu 353.070 manns á Íslandi, 180.420 karlar og 172.650 konur. Landsmönnum fjölgaði um 2.360 á 2. ársfjórðungi eða um 0,7%. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 225.210 manns en 127.860 utan þess. Meira »

Jarðskjálfti í Bárðarbungu

08:34 Í morgun kl. 06:28 varð skjálfti af stærð 3,4 í sunnanverðri Bárðarbunguöskjunni. Lítið er um eftirskjálfta og enginn gosórói mælist. Meira »

Brá sér einnig frá í kvöldverðinum

07:45 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, vék úr sal í mótmælaskyni þegar Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, ávarpaði gesti hátíðarkvöldverðar á Hótel Sögu í fyrradag. Meira »

Vill segja sem minnst um veðrið

06:33 „Best að segja sem minnst um veðrið [í] næstu viku, því ekki virðist blessuð sólin ætla að sýna sig mikið,“ segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Í dag er spáð rigningu sunnan- og vestanlands og helgarspáin „því miður lítt skárri“. Meira »

Börnin hans Hemma Gunn í Magasínið

06:30 Börnin hans Hemma Gunn slógu í gegn á sínum tíma. Þau mæta Í Magasínið, síðdegisþátt K100 á næstu dögum. Fanney Sigurðardóttir reið á vaðið. Hún segist muna þetta líkt og gerst hefði í gær. Meira »

Vatnasund nýtur vaxandi vinsælda

06:30 Við Hafravatn var hópur fólks að synda í blíðviðrinu í dag. Þau sögðust vera að æfa fyrir Urriðavatnsþrautina sem fram fer á Egilstöðum laugardaginn 28. júlí. Sundið er þriðja þrautin af fjórum, í Landvætta áskorun sem þau taka þátt í á vegum Ferðafélags Íslands. Meira »

Er vonsvikinn með vaxandi skattbyrði

05:30 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, lýsir yfir vonbrigðum sínum með þróun skattbyrðar á tímabilinu 2009-2017, en svar fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Óla Björns um skatttekjur ríkissjóðs á árunum 2009-2017 birtist nýlega á vef Alþingis. Meira »

Andlát: Þorsteinn Ingólfsson

05:30 Þorsteinn Ingólfsson, fyrrverandi sendiherra og ráðuneytisstjóri, lést í gær, 73 ára að aldri. Þorsteinn fæddist í Reykjavík 9.desember 1944 og ólst þar upp. Meira »
VW Fox ágerð 2007
Til sölu vel með farinn VW Fox árg. 2007 ekinn ca. 110.þús Allur nýyfirfarinn og...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...