Bíða eftir niðurstöðum DNA-sýna

Klevis Sula lést eftir stunguárásina. Rannsókn lögrelgu miðar vel áfram.
Klevis Sula lést eftir stunguárásina. Rannsókn lögrelgu miðar vel áfram.

Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir manni sem stakk tvo albanska pilta, annan til ólífis, á Austurvelli aðfaranótt 3. desember á síðasta ári.

Maður­inn sem sætir gæslu­v­arðhaldi á grundvelli almannahagsmuna er Íslend­ing­ur á þrítugs­aldri. Að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns þá miðar rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á málinu vel áfram.

„Við erum að bíða eftir gögnum sem eru í rannsókn, þetta eru DNA-sýni og fleira,“ segir Margeir í samtali við mbl.is. Lögregla þurfi svo að bera þau gögn saman við önnur þegar niðurstöður úr þeim liggi fyrir.

Drengurinn sem lést hét Klevis Sula og ætlaði hann að rétta árás­ar­mann­in­um hjálp­ar­hönd en var stung­inn, að því er virðist, að til­efn­is­lausu. Hinn pilt­ur­inn var út­skrifaður af spít­ala fljót­lega eft­ir árás­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert